Segja verðmæti Björgunar hafa rýrnað við fjölmiðlaumfjöllun og vilja bætur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. október 2014 07:00 Faxaflóahafnir ætla að gefa Björgun tvö ár til að flytja starfsemi sína úr Sævarhöfða og þrífa eftir sig. Fréttablaðið/Valli Stjórn Faxaflóahafna heldur til streitu fyrri ákvörðun um að Björgun ehf. víki af lóð í Sævarhöfða en gefur félaginu tvö ár til að rýma svæðið. Björgun leigði lóðina í Sævarhöfða til 40 ára árið 1969 og átti samningurinn að renna út 2009. Stjórn Faxaflóahafna segir að viðræður um flutning á starfsemi Björgunar af lóðinni ásamt könnun á möguleikum þess að koma starfseminni fyrir á öðrum stað hafi staðið allt frá árinu 2004 án árangurs. Björgun segir hins vegar í bréfi til Faxaflóahafna að þegar viðauki hafi verið gerður við leigusamninginn árið 2004 í tengslum við landfyllingu hafi félaginu verið tryggður leiguréttur til 25 ára umfram árið 2009 – það er allt til ársins 2034. „Hægt er að hafa mörg orð um augljósa hagsmuni Björgunar af því að farsæl lausn verði fundin í máli þessu. Þá eru ótalin atriði sem varða námavinnsluna sjálfa og hversu umhverfisvæn hún er miðað við aðra valkosti í stöðunni, sem hlýtur að skipta borgaryfirvöld miklu að fái að halda áfram í óbreyttri mynd,“ segir í bréfi lögmanns Björgunar sem kveður fyrirætlanir stjórnar Faxaflóahafna gagnvart félaginu ekki geta náð fram að ganga, „að minnsta kosti ekki bótalaust“. Björgun segir að mikilvæg atvinnuréttindi félagsins njóti verndar stjórnarskrárinnar og félagið hafi gríðarlega fjárhagslega hagsmuni í málinu. „Allur réttur er áskilinn af hálfu Björgunar, þar með talinn réttur til að krefja sérstakra bóta fyrir þá verðmætarýrnun á félaginu sem ótímabær fjölmiðlaumræða hefur þegar haft í för með sér vegna áforma Faxaflóahafna um uppsögn leigusamningsins,“ segir í bréfi Björgunar sem stjórn Faxaflóahafna tók fyrir á síðasta fundi sínum. Hafnarstjórnin segir fullyrðingar Björgunar um að með viðaukanum frá 2004 hafi verið samið um 25 ára leigurétt til handa félaginu frá 2009 vera „haldslausar hugleiðingar“. Þótt getið sé um forleigurétt nái hann aðeins fram að ganga ef leigusalinn vill leigja lóð sína áfram. Það vilji Faxaflóahafnir ekki. Að auki segir hafnarstjórnin að þegar NBI hf. hafi sett Björgun í sölu árið 2010 hafi komið fram í útboðsgögnum að leigusamningur um lóðina væri útrunninn. „Núverandi eigendum Björgunar ehf. var því fullkunnugt um að engin lóðaréttindi fylgdu félaginu er þeir keyptu það af NBI hf. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Stjórn Faxaflóahafna heldur til streitu fyrri ákvörðun um að Björgun ehf. víki af lóð í Sævarhöfða en gefur félaginu tvö ár til að rýma svæðið. Björgun leigði lóðina í Sævarhöfða til 40 ára árið 1969 og átti samningurinn að renna út 2009. Stjórn Faxaflóahafna segir að viðræður um flutning á starfsemi Björgunar af lóðinni ásamt könnun á möguleikum þess að koma starfseminni fyrir á öðrum stað hafi staðið allt frá árinu 2004 án árangurs. Björgun segir hins vegar í bréfi til Faxaflóahafna að þegar viðauki hafi verið gerður við leigusamninginn árið 2004 í tengslum við landfyllingu hafi félaginu verið tryggður leiguréttur til 25 ára umfram árið 2009 – það er allt til ársins 2034. „Hægt er að hafa mörg orð um augljósa hagsmuni Björgunar af því að farsæl lausn verði fundin í máli þessu. Þá eru ótalin atriði sem varða námavinnsluna sjálfa og hversu umhverfisvæn hún er miðað við aðra valkosti í stöðunni, sem hlýtur að skipta borgaryfirvöld miklu að fái að halda áfram í óbreyttri mynd,“ segir í bréfi lögmanns Björgunar sem kveður fyrirætlanir stjórnar Faxaflóahafna gagnvart félaginu ekki geta náð fram að ganga, „að minnsta kosti ekki bótalaust“. Björgun segir að mikilvæg atvinnuréttindi félagsins njóti verndar stjórnarskrárinnar og félagið hafi gríðarlega fjárhagslega hagsmuni í málinu. „Allur réttur er áskilinn af hálfu Björgunar, þar með talinn réttur til að krefja sérstakra bóta fyrir þá verðmætarýrnun á félaginu sem ótímabær fjölmiðlaumræða hefur þegar haft í för með sér vegna áforma Faxaflóahafna um uppsögn leigusamningsins,“ segir í bréfi Björgunar sem stjórn Faxaflóahafna tók fyrir á síðasta fundi sínum. Hafnarstjórnin segir fullyrðingar Björgunar um að með viðaukanum frá 2004 hafi verið samið um 25 ára leigurétt til handa félaginu frá 2009 vera „haldslausar hugleiðingar“. Þótt getið sé um forleigurétt nái hann aðeins fram að ganga ef leigusalinn vill leigja lóð sína áfram. Það vilji Faxaflóahafnir ekki. Að auki segir hafnarstjórnin að þegar NBI hf. hafi sett Björgun í sölu árið 2010 hafi komið fram í útboðsgögnum að leigusamningur um lóðina væri útrunninn. „Núverandi eigendum Björgunar ehf. var því fullkunnugt um að engin lóðaréttindi fylgdu félaginu er þeir keyptu það af NBI hf.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira