Stress hefur alvarlegri áhrif á hjartaheilsu kvenna en karla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. nóvember 2014 10:13 Hjartasjúkdómar valda flestum dauðsföllum í heiminum og hrjá almennt karlmenn frekar en konur. vísir/getty Konur eru í meiri hættu en karlar á að fá hjartasjúkdóm sem orsakast af stressi, andlegri streitu og konur upplifa alvarlegri vandkvæði undir mikilli streitu heldur en karlar. Hjartalíf greinir frá þessu en þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birtist í the Journal of American Collage of Cariology í október. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 310 eða 56 konur og 254 karlar sem greind höfðu verið með hjartasjúkdóm. Öll voru þau þegar þátttakendur í rannsókn sem nefnist REMIT og skoðar áhrif lyfsins Escitalopram samanborið við lyfleysu á hjartasjúkdóm sem kemur sökum streitu.Aukning á neikvæðum tilfinningum Rannsóknin leiddi í ljós að meiri breytingar urðu á blóðþrýstingi og hjartsláttartíðni karla vegna streitu en þær breytingar sem urðu á líkama kvenna í kjölfar stressins voru hættulegri. Þá greindu konurnar frá aukningu á neikvæðum tilfinningum. Konurnar urðu frekar fyrir minnkuðu blóðflæði til hjartans, eða blóðþurrð í hjartavöðvanum, sem getur eyðilagt hjartavöðvann. Einnig sýndu fleiri konur í rannsókninni merki um myndum blóðtappa en blóðtappar geta stíflað æðar og þannig leitt til hjartaáfalls. „Sambandið á milli stress og hjartasjúkdóma er vel þekkt. Þessi rannsókn hefur leitt það í ljós að stress hefur mismunandi áhrif á hjartaheilsu karla og kvenna. Við verðum að viðurkenna þennan mun þegar við erum að meta og meðhöndla einstaklinag með hjartasjúkdóma,“ segir Dr. Zainab Samad, við Duke University Medical Center í Bandaríkjunum og leiðbeinandi rannsóknarinnar.Skoða þurfi tengsl kynjamuns á viðbrögðum hjartans „Á þessum tímapunkti er þörf á frekari rannsóknum til að skoða tengsl þessa kynjamuns á viðbrögðum hjartans við andlegu stressi og skoða einnig langtíma útkomur“. Að lokum bætti Samad við að núverandi tæki sem til eru til að mæla áhættu á hjartasjúkdómum séu ófullnægjandi þar sem þau taka áhrif sálfræðilegrar streitu á líkamann ekki með í reikninginn. Hjartasjúkdómar valda flestum dauðsföllum í heiminum og hrjá almennt karlmenn frekar en konur, en eftir 50 ára aldurinn þá jafnast líkurnar á hjartasjúkdómum og eru svipaðar hjá körlum og konum. Þátttakendur rannsóknarinnar tóku þátt í þremur andlega streituvaldandi verkefnum - verkefni í hugarreikningi, teikna upp eftir spegli, og að muna reiði (e. recall anger) í ákveðnu prófi. Í kjölfarið gerðu þátttakendur æfingu á hlaupabretti. Tengdar fréttir Segir konur fá verri meðferð við hjartaáfalli en karlar Horfur kvenna sem fá hjartaáfall eru almennt verri en karla á sama aldri. 6. mars 2014 13:49 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Konur eru í meiri hættu en karlar á að fá hjartasjúkdóm sem orsakast af stressi, andlegri streitu og konur upplifa alvarlegri vandkvæði undir mikilli streitu heldur en karlar. Hjartalíf greinir frá þessu en þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birtist í the Journal of American Collage of Cariology í október. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 310 eða 56 konur og 254 karlar sem greind höfðu verið með hjartasjúkdóm. Öll voru þau þegar þátttakendur í rannsókn sem nefnist REMIT og skoðar áhrif lyfsins Escitalopram samanborið við lyfleysu á hjartasjúkdóm sem kemur sökum streitu.Aukning á neikvæðum tilfinningum Rannsóknin leiddi í ljós að meiri breytingar urðu á blóðþrýstingi og hjartsláttartíðni karla vegna streitu en þær breytingar sem urðu á líkama kvenna í kjölfar stressins voru hættulegri. Þá greindu konurnar frá aukningu á neikvæðum tilfinningum. Konurnar urðu frekar fyrir minnkuðu blóðflæði til hjartans, eða blóðþurrð í hjartavöðvanum, sem getur eyðilagt hjartavöðvann. Einnig sýndu fleiri konur í rannsókninni merki um myndum blóðtappa en blóðtappar geta stíflað æðar og þannig leitt til hjartaáfalls. „Sambandið á milli stress og hjartasjúkdóma er vel þekkt. Þessi rannsókn hefur leitt það í ljós að stress hefur mismunandi áhrif á hjartaheilsu karla og kvenna. Við verðum að viðurkenna þennan mun þegar við erum að meta og meðhöndla einstaklinag með hjartasjúkdóma,“ segir Dr. Zainab Samad, við Duke University Medical Center í Bandaríkjunum og leiðbeinandi rannsóknarinnar.Skoða þurfi tengsl kynjamuns á viðbrögðum hjartans „Á þessum tímapunkti er þörf á frekari rannsóknum til að skoða tengsl þessa kynjamuns á viðbrögðum hjartans við andlegu stressi og skoða einnig langtíma útkomur“. Að lokum bætti Samad við að núverandi tæki sem til eru til að mæla áhættu á hjartasjúkdómum séu ófullnægjandi þar sem þau taka áhrif sálfræðilegrar streitu á líkamann ekki með í reikninginn. Hjartasjúkdómar valda flestum dauðsföllum í heiminum og hrjá almennt karlmenn frekar en konur, en eftir 50 ára aldurinn þá jafnast líkurnar á hjartasjúkdómum og eru svipaðar hjá körlum og konum. Þátttakendur rannsóknarinnar tóku þátt í þremur andlega streituvaldandi verkefnum - verkefni í hugarreikningi, teikna upp eftir spegli, og að muna reiði (e. recall anger) í ákveðnu prófi. Í kjölfarið gerðu þátttakendur æfingu á hlaupabretti.
Tengdar fréttir Segir konur fá verri meðferð við hjartaáfalli en karlar Horfur kvenna sem fá hjartaáfall eru almennt verri en karla á sama aldri. 6. mars 2014 13:49 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Segir konur fá verri meðferð við hjartaáfalli en karlar Horfur kvenna sem fá hjartaáfall eru almennt verri en karla á sama aldri. 6. mars 2014 13:49