„Ætlunin virðist vera að staðsetja okkur lægra í launum en aðra kennara“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2014 11:44 Frá skrúðgöngu tónlistarkennara í seinustu viku. Vísir/Valli „Við lögðum fram nýjar hugmyndir þar sem við reyndum að koma til móts við sjónarmið sveitarfélaganna. Mín tilfinning er hins vegar sú að það hefði verið alveg sama hvað við lögðum fram því ætlunin virðist vera að staðsetja okkur lægra í launum en aðra kennara,“ segir Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarkennara, í samtali við Vísi. Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í tæpar tvær vikur og er næsti samningafundur í deilunni áætlaður á morgun. Tónlistarkennarar fara fram á laun þeirra verði sambærileg á við laun leikskóla-og grunnskólakennara. „Við höfum verið tilbúin til að útfæra þetta með ýmsum hætti,“ segir Sigrún. „Eina sem við viljum sjá er að menn setji inn sameiginlegt markmið og sameiginlega sýn á að okkar starf teljist jafnverðmætt og önnur sambærileg störf.“ Sigrún segist jafnbjartsýn og áður en þó sé hún döpur vegna stöðunnar í viðræðunum. Hennar tilfinning sé til dæmis sú að menn hafi látið markmiðið um jafnrétti í launasetningu lönd og leið. „Maður vill eiginlega ekki trúa því að það hafi áhrif en það er auðvitað svo að menn spara á verkföllum. Tónlistarnám er ekki lögbundið nám og þess vegna liggjum við kannski vel við höggi.“ Aðspurð segir Sigrún tónlistarkennara mæta miklum skilningi frá nemendum og foreldrum þeirra. Nemendur hafa til að mynda boðað til samstöðufundar á morgun klukkan 16 við Ráðhúsið þar sem þeir munu afhenda Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, áskorun um að semja sem fyrst við tónlistarkennara. Tónlistarkennarar sjálfir munu einnig hitta borgarstjóra á morgun klukkan 13.30 auk þess sem þeir ætla að senda skilaboð á mótmælafundinn á Austurvelli í dag í formi frumsamins texta við lagið Glory, Glory, Hallelujah. Tengdar fréttir Tónlistarkennarar skrá sig úr Samfylkingunni vegna kjaradeilna Birta úrsagnir sínar úr flokknum opinberlega. Tónlistarkennarar efndu til kröfugöngu í dag en þeir hafa verið í verkfalli síðan á miðvikudag í síðustu viku. 29. október 2014 19:56 500 tónlistarkennarar leggja niður störf á morgun Samningafundi Félags Tónlistarskólakennara og Sambands sveitarfélaga lauk í húsnæði ríkissáttasemjara rétt fyrir kvöldmatarleytið í kvöld. 21. október 2014 19:30 Verkfall tónlistarskólakennara er hafið Fimm hundruð tónlistarkennarar hafa lagt niður störf. Tilboð sveitarfélaganna óviðunandi. 22. október 2014 06:53 Þúsundir nemenda í tónlistarskólum án kennslu Formaður Félags tónlistarskólakennara vonar að verkfall sem hófst í dag verði ekki langt en síðast þegar þeir fóru í verkfall stóð það í 5 vikur. 22. október 2014 19:59 Tónlistarkennarar krefjast jafnréttis í launasetningu Tónlistarskólakennarar og stjórnendur tónlistarskóla héldu samstöðufund í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag en stéttin hefur boðað til verkfalls þann 22. október nk. 7. október 2014 13:56 Tónlistarkennarar samþykktu að fara í verkfall Afgerandi meirihluti samþykkti verkfallsboðun. Verkfallið hefst 22. október nema að samningar náist. 6. október 2014 16:59 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira
„Við lögðum fram nýjar hugmyndir þar sem við reyndum að koma til móts við sjónarmið sveitarfélaganna. Mín tilfinning er hins vegar sú að það hefði verið alveg sama hvað við lögðum fram því ætlunin virðist vera að staðsetja okkur lægra í launum en aðra kennara,“ segir Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarkennara, í samtali við Vísi. Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í tæpar tvær vikur og er næsti samningafundur í deilunni áætlaður á morgun. Tónlistarkennarar fara fram á laun þeirra verði sambærileg á við laun leikskóla-og grunnskólakennara. „Við höfum verið tilbúin til að útfæra þetta með ýmsum hætti,“ segir Sigrún. „Eina sem við viljum sjá er að menn setji inn sameiginlegt markmið og sameiginlega sýn á að okkar starf teljist jafnverðmætt og önnur sambærileg störf.“ Sigrún segist jafnbjartsýn og áður en þó sé hún döpur vegna stöðunnar í viðræðunum. Hennar tilfinning sé til dæmis sú að menn hafi látið markmiðið um jafnrétti í launasetningu lönd og leið. „Maður vill eiginlega ekki trúa því að það hafi áhrif en það er auðvitað svo að menn spara á verkföllum. Tónlistarnám er ekki lögbundið nám og þess vegna liggjum við kannski vel við höggi.“ Aðspurð segir Sigrún tónlistarkennara mæta miklum skilningi frá nemendum og foreldrum þeirra. Nemendur hafa til að mynda boðað til samstöðufundar á morgun klukkan 16 við Ráðhúsið þar sem þeir munu afhenda Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, áskorun um að semja sem fyrst við tónlistarkennara. Tónlistarkennarar sjálfir munu einnig hitta borgarstjóra á morgun klukkan 13.30 auk þess sem þeir ætla að senda skilaboð á mótmælafundinn á Austurvelli í dag í formi frumsamins texta við lagið Glory, Glory, Hallelujah.
Tengdar fréttir Tónlistarkennarar skrá sig úr Samfylkingunni vegna kjaradeilna Birta úrsagnir sínar úr flokknum opinberlega. Tónlistarkennarar efndu til kröfugöngu í dag en þeir hafa verið í verkfalli síðan á miðvikudag í síðustu viku. 29. október 2014 19:56 500 tónlistarkennarar leggja niður störf á morgun Samningafundi Félags Tónlistarskólakennara og Sambands sveitarfélaga lauk í húsnæði ríkissáttasemjara rétt fyrir kvöldmatarleytið í kvöld. 21. október 2014 19:30 Verkfall tónlistarskólakennara er hafið Fimm hundruð tónlistarkennarar hafa lagt niður störf. Tilboð sveitarfélaganna óviðunandi. 22. október 2014 06:53 Þúsundir nemenda í tónlistarskólum án kennslu Formaður Félags tónlistarskólakennara vonar að verkfall sem hófst í dag verði ekki langt en síðast þegar þeir fóru í verkfall stóð það í 5 vikur. 22. október 2014 19:59 Tónlistarkennarar krefjast jafnréttis í launasetningu Tónlistarskólakennarar og stjórnendur tónlistarskóla héldu samstöðufund í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag en stéttin hefur boðað til verkfalls þann 22. október nk. 7. október 2014 13:56 Tónlistarkennarar samþykktu að fara í verkfall Afgerandi meirihluti samþykkti verkfallsboðun. Verkfallið hefst 22. október nema að samningar náist. 6. október 2014 16:59 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira
Tónlistarkennarar skrá sig úr Samfylkingunni vegna kjaradeilna Birta úrsagnir sínar úr flokknum opinberlega. Tónlistarkennarar efndu til kröfugöngu í dag en þeir hafa verið í verkfalli síðan á miðvikudag í síðustu viku. 29. október 2014 19:56
500 tónlistarkennarar leggja niður störf á morgun Samningafundi Félags Tónlistarskólakennara og Sambands sveitarfélaga lauk í húsnæði ríkissáttasemjara rétt fyrir kvöldmatarleytið í kvöld. 21. október 2014 19:30
Verkfall tónlistarskólakennara er hafið Fimm hundruð tónlistarkennarar hafa lagt niður störf. Tilboð sveitarfélaganna óviðunandi. 22. október 2014 06:53
Þúsundir nemenda í tónlistarskólum án kennslu Formaður Félags tónlistarskólakennara vonar að verkfall sem hófst í dag verði ekki langt en síðast þegar þeir fóru í verkfall stóð það í 5 vikur. 22. október 2014 19:59
Tónlistarkennarar krefjast jafnréttis í launasetningu Tónlistarskólakennarar og stjórnendur tónlistarskóla héldu samstöðufund í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag en stéttin hefur boðað til verkfalls þann 22. október nk. 7. október 2014 13:56
Tónlistarkennarar samþykktu að fara í verkfall Afgerandi meirihluti samþykkti verkfallsboðun. Verkfallið hefst 22. október nema að samningar náist. 6. október 2014 16:59