Aðgerð á höfði sex ára drengs frestað vegna verkfalls Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. nóvember 2014 17:52 Móðir sex ára drengs sem átti að fara í skurðaðgerð á höfði í dag segist vera í fullkominni óvissu eftir að aðgerðinni var frestað vegna verkfalls lækna. Óvíst er hversu lengi drengurinn þarf nú að bíða eftir aðgerð. Þrjátíu og tveimur aðgerðum var frestað á Landspítalanum í dag. Sigríður Dögg átti að mæta með sex ára son sinn á Landspítalann í morgun í aðgerð. Í henni átti að loka gati á höfuðkúpu hans sem myndaðist eftir slys. Ekkert varð hins vegar af aðgerðinni þar sem gjörgæslu- og svæfingalæknar lögðu niður störf á miðnætti. Þetta er þriðja aðgerðin sem að sonur hennar átti að fara í að einu og hálfu ári og var því búið að undirbúa hann nokkuð. „Það var svolítið erfitt að útskýra fyrir honum í morgun og í gærkvöldi af hverju hann væri ekki að fara í aðgerðina. Þannig að við erum núna bara í bið. Fullkominni óvissu með lítið barn sem er að fara í stóra aðgerð á höfuðkúpu og við vitum í raun ekki neitt. Vegna þess að spítalinn veit ekki neitt og læknarnir vita ekki neitt þannig að þetta er bara erfitt ástand“, segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Aðgerðin er ein þeirra 32 sem felldar voru niður á Landspítalanum í dag. Þó aðgerðin á syni Sigríðar Daggar sé mjög mikilvæg fyrir hann er hún ekki bráðaaðgerð og þarf því að bíða. Algjörlega óvíst er hvenær hægt verður að framkvæma aðgerðina. Á morgun leggja skurðlæknar niður störf og lokast því skurðstofurnar nær alveg fram á föstudag. Auk gjörgæslu- og svæfingalækna lögðu öldrunarlæknar og læknar á bráðamóttöku niður störf á miðnætti og verða í verkfalli þangað til á miðnætti annað kvöld. Sigríður Dögg segist hafa skilning á verkfallsaðgerðum lækna og styðja þá í baráttu sinni. Miklu máli skipti sé að laun og kjör lækna séu þannig að læknar komi aftur til Íslands að loknu framhaldsnámi í útlöndum. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Móðir sex ára drengs sem átti að fara í skurðaðgerð á höfði í dag segist vera í fullkominni óvissu eftir að aðgerðinni var frestað vegna verkfalls lækna. Óvíst er hversu lengi drengurinn þarf nú að bíða eftir aðgerð. Þrjátíu og tveimur aðgerðum var frestað á Landspítalanum í dag. Sigríður Dögg átti að mæta með sex ára son sinn á Landspítalann í morgun í aðgerð. Í henni átti að loka gati á höfuðkúpu hans sem myndaðist eftir slys. Ekkert varð hins vegar af aðgerðinni þar sem gjörgæslu- og svæfingalæknar lögðu niður störf á miðnætti. Þetta er þriðja aðgerðin sem að sonur hennar átti að fara í að einu og hálfu ári og var því búið að undirbúa hann nokkuð. „Það var svolítið erfitt að útskýra fyrir honum í morgun og í gærkvöldi af hverju hann væri ekki að fara í aðgerðina. Þannig að við erum núna bara í bið. Fullkominni óvissu með lítið barn sem er að fara í stóra aðgerð á höfuðkúpu og við vitum í raun ekki neitt. Vegna þess að spítalinn veit ekki neitt og læknarnir vita ekki neitt þannig að þetta er bara erfitt ástand“, segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Aðgerðin er ein þeirra 32 sem felldar voru niður á Landspítalanum í dag. Þó aðgerðin á syni Sigríðar Daggar sé mjög mikilvæg fyrir hann er hún ekki bráðaaðgerð og þarf því að bíða. Algjörlega óvíst er hvenær hægt verður að framkvæma aðgerðina. Á morgun leggja skurðlæknar niður störf og lokast því skurðstofurnar nær alveg fram á föstudag. Auk gjörgæslu- og svæfingalækna lögðu öldrunarlæknar og læknar á bráðamóttöku niður störf á miðnætti og verða í verkfalli þangað til á miðnætti annað kvöld. Sigríður Dögg segist hafa skilning á verkfallsaðgerðum lækna og styðja þá í baráttu sinni. Miklu máli skipti sé að laun og kjör lækna séu þannig að læknar komi aftur til Íslands að loknu framhaldsnámi í útlöndum.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira