Erlent

Ætlaði að drepa sænskan skopteiknara

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Colleen LaRose, betur þekkt sem Jihad Jane, var í gær dæmd í tíu ára fangelsi.
Colleen LaRose, betur þekkt sem Jihad Jane, var í gær dæmd í tíu ára fangelsi. NordicPhotos/AFP
Fimmtug bandarísk kona, Colleen LaRose, var í gær dæmd í tíu ára fangelsi fyrir að hafa ætlað að taka þátt í morðtilræði í Svíþjóð.

Konan, sem kallaði sig „Jihad Jane“, samþykkti árið 2009 að myrða sænska skopmyndateiknarann Lars Vilks, sem hafði gert mynd af Múhameð spámanni í líki hunds.

Ekkert varð úr árásinni en LaRose gaf sig fram við yfirvöld í Bandaríkjunum sama ár. Hún segist sjá eftir öllu saman og lýsti erfiðri æsku og erfiðum hjónaböndum við réttarhöldin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×