Enski boltinn

Villa hafði betur gegn Leicester

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Vísir/Getty
Aston Villa lagði Leicester City 2-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag á heimavelli. Staðan í hálfleik var 1-1.

Leikurinn hófst með látum og var Leonardo Ulloa búinn að koma Leicester yfir eftir aðeins þrettán mínútna leik eftir skelfileg mistök Brad Guzan í marki Aston Villa.

Leicester var þó ekki lengi yfir því Ciaran Clark skallaði boltann laglega í markið eftir aukaspyrnu Ashley Westwood fjórum mínútum síðar. Clark fékk frían skalla á markteig.

Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik en Alan Hutton kom Villa yfir þegar 19 mínútur voru til leiksloka þegar hann fékk mikinn tíma inn í vítateig Leicester.

Þegar tíu mínútur voru til leiksloka fékk Paul Konchesky að líta rauða spjaldið.Ekki var meira skorað í leiknum.

Aston Villa lyfti sér upp í 11. sæti deildarinnar með 19 stig. Leicester er á botninum með 10 stig.

Leonardo Ulloa kemur Leicester yfir: Ciaran Clark jafnar metin: Hutton kemur Aston Villa yfir:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×