Luis Enrique knattspyrnustjóri Barcelona segir það ekki skipta miklu máli að Barcelona megi ekki kaupa leikmenn á árinu 2015.
Enrique segist ekki getað styrkt liðið með því að kaupa leikmenn nema frá sínum helsta andstæðingi, Real Madrid.
Barcelona má ekki kaupa leikmenn á árinu 2015 vegna brota á reglum alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA) með verslun á leikmönnum yngri en 18 ára.
„Nema við kaupum af Real Madrid þá getum við ekki keypt betri leikmenn en við erum með,“ sagði Enrique á blaðamannafundi í gær.
„Þessa stundina er lítið að fá ef við horfum á leikmenn annarra liða.“
Enrique segist ekkert þurfa að kaupa
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið



Barcelona Spánarmeistari
Fótbolti

Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR
Íslenski boltinn






Bikarævintýri Fram heldur áfram
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
