Borgaði tvær og hálfa milljón fyrir þriðja brjóstið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. september 2014 14:48 Hér er ein myndin sem Tridevil setti inn af sér á Facebook-síðu sína. Erlendir fjölmiðlar hafa í dag, og undanfarna daga, sagt frá konu sem kallar sig Jasmine Tridevil og segist hafa farið í aðgerð til að bæta á sig þriðja brjóstinu. Tridevil heldur úti Facebook-síðu og er dugleg að uppfæra hana. Þar birtir hún myndir af sér og stöku vangaveltur. „Ég fæ skilaboð frá karlmönnum á fimm mínútna fresti þar sem þeir biðja mig um nektarmyndir. Þið eruð svo fyndnir,“ skrifar hún meðal annars á síðuna. Tridevil segir að aðgerðin hafi kostað um tuttugu þúsund dali, eða um tvær og hálfa milljón króna. Hún segir að hún hafi látið flúra á sig þriðju geirvörtuna. Hún segist hafa farið í aðgerðina til þess að fá karlmenn til að láta sig í friði.Svo virðist sem markmið Tridevil sé að verða fræg. Hún hefur sagt í viðtölum að hún vilji komast að sem stjarna í raunveruleikaþætti. Hún segir á Facebook-síðu sinni að þættirnir Inside Edition hafi sýnt sögu hennar áhuga og að Jimmy Kimmel vilji fá hana í heimsókn til sín. Hún var í viðtali á útvarpsstöðinni Real Radio 104.1, sem er í Flórída-fylki í Bandaríkjunum á föstudag. Þar sagði hún frá því að hún hafi þurft að ganga á milli lýtalækna þar til hún fann lækni sem var tilbúinn að bæta þriðja brjóstinu á hana. „Það var erfitt að finna einhvern til að gera þetta, því þeir eru að brjóta eið sinn,“ sagði hún á föstudaginn. Hún segist hafa þurft að skrifa undir plagg þar sem kom fram að hún mætti ekki gefa upp nafn læknisins sem framkvæmdi aðgerðina. Tridevil er 21 árs gömul og býr í Tampa í Flórída. Hún segir að foreldrar sínir hafi ekki tekið vel í þessar breytingar á líkama hennar. „Móðir mín gekk bara í burtu þegar hún sá þetta. Hún vill ekki tala við mig og leyfir systur minni ekki að tala við mig. Pabbi...hann er ekki ánægður. Hann skammast sín en virðist vera að sætta sig við þetta.“ Hér að neðan má sjá eitt af myndböndunum sem konan sem kallar sig Jasmine Tridevil hefur sett inn á Facebook og Youtube. Hér má svo sjá nýjustu færslu hennar á Facebook: Post by Jasmine Tridevil. Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar hafa í dag, og undanfarna daga, sagt frá konu sem kallar sig Jasmine Tridevil og segist hafa farið í aðgerð til að bæta á sig þriðja brjóstinu. Tridevil heldur úti Facebook-síðu og er dugleg að uppfæra hana. Þar birtir hún myndir af sér og stöku vangaveltur. „Ég fæ skilaboð frá karlmönnum á fimm mínútna fresti þar sem þeir biðja mig um nektarmyndir. Þið eruð svo fyndnir,“ skrifar hún meðal annars á síðuna. Tridevil segir að aðgerðin hafi kostað um tuttugu þúsund dali, eða um tvær og hálfa milljón króna. Hún segir að hún hafi látið flúra á sig þriðju geirvörtuna. Hún segist hafa farið í aðgerðina til þess að fá karlmenn til að láta sig í friði.Svo virðist sem markmið Tridevil sé að verða fræg. Hún hefur sagt í viðtölum að hún vilji komast að sem stjarna í raunveruleikaþætti. Hún segir á Facebook-síðu sinni að þættirnir Inside Edition hafi sýnt sögu hennar áhuga og að Jimmy Kimmel vilji fá hana í heimsókn til sín. Hún var í viðtali á útvarpsstöðinni Real Radio 104.1, sem er í Flórída-fylki í Bandaríkjunum á föstudag. Þar sagði hún frá því að hún hafi þurft að ganga á milli lýtalækna þar til hún fann lækni sem var tilbúinn að bæta þriðja brjóstinu á hana. „Það var erfitt að finna einhvern til að gera þetta, því þeir eru að brjóta eið sinn,“ sagði hún á föstudaginn. Hún segist hafa þurft að skrifa undir plagg þar sem kom fram að hún mætti ekki gefa upp nafn læknisins sem framkvæmdi aðgerðina. Tridevil er 21 árs gömul og býr í Tampa í Flórída. Hún segir að foreldrar sínir hafi ekki tekið vel í þessar breytingar á líkama hennar. „Móðir mín gekk bara í burtu þegar hún sá þetta. Hún vill ekki tala við mig og leyfir systur minni ekki að tala við mig. Pabbi...hann er ekki ánægður. Hann skammast sín en virðist vera að sætta sig við þetta.“ Hér að neðan má sjá eitt af myndböndunum sem konan sem kallar sig Jasmine Tridevil hefur sett inn á Facebook og Youtube. Hér má svo sjá nýjustu færslu hennar á Facebook: Post by Jasmine Tridevil.
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira