„Óásættanlegt að samgöngum sé stefnt í voða“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. apríl 2014 20:39 visir/stefán Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða flugvallarstarfsmanna Isavia í fréttatilkynningu sem samtökin hafa sent frá sér. Þar kemur fram að deilan hafi ekki enn verið leyst og hafa aðgerðir flugvallarstarfsmanna nú þegar haft áhrif á þúsundir farþega. „Ferðaþjónustan er afar viðkvæm fyrir truflunum sem þessum og eru ferðaskipuleggjendur erlendis nú þegar alvarlega að íhuga að hætta við ferðir með hópa sína til landsins á næstu dögum og vikum. Þá er ímynd og orðspor Íslands sem ferðamannastaðar í mikilli hættu. Öruggar samgöngur til og frá landinu er eitthvað sem verður að vera hægt að treysta á.“ Í tilkynningunni segir að á síðasta ári hafi ferðaþjónustan verið stærsta útflutningsatvinnugrein landsins og námu gjaldeyristekjur hennar 274 milljörðum króna. „Þá hlaupa beinar og óbeinar skatttekjur á tugum milljarða. Því er ljóst að fjárhagslegt tjón fyrir þjóðarbúið getur orðið gífurlegt á degi hverjum ef deiluaðilar ná ekki saman á næstu dögum vegna aflýsingar á flugi eða að hætt sé við ferðir.“ Samtök ferðaþjónustunnar hvetja samningsaðila til að leita allra leiða til að ná sáttum í deilunni. „Ábyrgð þeirra er mikil, enda er flug aðal samgöngumáti ferðamanna til og frá landinu. Óásættanlegt er að almennum samgöngum sé stefnt í voða með þessum hætti. Samtök ferðaþjónustunnar treysta því að samningar náist fyrir miðvikudaginn 30. apríl n.k, þannig að ekki komi til frekari aðgerða af hálfu flugvallarstarfsmanna Isavia.“ Ótímabundið allsherjarverkfall flugvallastarfsmanna hefst 30. apríl, ef ekki hefur samist fyrir þann tíma. Tengdar fréttir Allar líkur á töfum á millilandaflugi á morgun Samninganefnd þriggja stéttarfélaga hefur skoðað tilboð Ísavia um helgina og gerðu samninganefnd Samtaka atvinnulífsins gagntilboð í dag. Skæruverkfall hefst að öllum líkindum kl 4 í fyrramálið. 22. apríl 2014 20:00 Icelandair breytir áætlun sinni á Bandaríkjaflugi Flugfélagið Icelandair hefur breytt áætlun allra flugvéla sem fara frá Bandaríkjunum í kvöld og allra flugvéla sem eru í áætlun 23.apríl vegna verkfalls starfsmanna Isavia á Keflavíkurflugvelli. 22. apríl 2014 20:20 Fólk þarf að búa sig undir tafir á flugi á miðvikudag Formaður félags flugmálastarfsmanna segir mögulegt að samningar náist á þriðjudag. 19. apríl 2014 14:31 Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00 Fimm milljón farþegar um Keflavík eftir fimm ár Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi segir Ísavia ætla að fjárfesta fyrir um 9 milljarða á næstu tveimur árum til að mæta gífurlegri fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll. 13. apríl 2014 19:06 Vonast eftir niðurstöðu í dag Samninganefndir Isavia og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins sitja sáttafund og freista þess að afstýra vinnustöðvun í nótt. 22. apríl 2014 16:32 Önnur vinnustöðvun flugvallastarfsmanna hófst í nótt Boðuð fimm klukkustunda vinnnustöðvun flugvallastarfsmanna hófst klukkan fjögur í nótt og er búist við mikilli örtröð í Leifsstöð um og upp úr klukkan níu, þegar innritun farþega getur loks hafist, ásamt innvigtun farangurs og vopnaleit. 23. apríl 2014 07:28 SA segja flumálastarfsmenn fara fram á 25,6 prósenta hækkun Viðræðum hefur verið frestað og vinnustöðvun verður á Keflavíkurflugvelli á morgun. 24. apríl 2014 13:43 Viðræðum frestað um óákveðin tíma Samkomulag náðist ekki í kjaraviðræðum flugvallastarfsmanna hjá sáttasemjara í dag. Mikið ber á milli samningsaðila og hefur Ríkissáttasemjari frestað viðræðum um óákveðin tíma. 23. apríl 2014 19:33 Verkfall flugvallarstarfsmanna skellur á í nótt Fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skellur á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi en þetta staðfesti Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna í samtali við fréttastofu í kvöld. 22. apríl 2014 21:56 „Íslendingar munu aldrei byggja nýjan flugvöll“ „Íslendingar munu aldrei byggja nýjan flugvöll, það er bara þannig,“ sagði Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia á fundi Sjálfstæðisfélagsins á Akureyri í kvöld, um framtíð Reykjavíkurflugvallar og stöðu innanlandsflugsins. 14. apríl 2014 22:38 Langt í land í kjaradeilu flugvallastarfsmanna: Fólk má búast við töfum á miðvikudag Isavia lagði fram tilboð á fundi samninganefndar Félags flugvallarstarfsmanna (FFR) og ríkisins í dag. 16. apríl 2014 23:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða flugvallarstarfsmanna Isavia í fréttatilkynningu sem samtökin hafa sent frá sér. Þar kemur fram að deilan hafi ekki enn verið leyst og hafa aðgerðir flugvallarstarfsmanna nú þegar haft áhrif á þúsundir farþega. „Ferðaþjónustan er afar viðkvæm fyrir truflunum sem þessum og eru ferðaskipuleggjendur erlendis nú þegar alvarlega að íhuga að hætta við ferðir með hópa sína til landsins á næstu dögum og vikum. Þá er ímynd og orðspor Íslands sem ferðamannastaðar í mikilli hættu. Öruggar samgöngur til og frá landinu er eitthvað sem verður að vera hægt að treysta á.“ Í tilkynningunni segir að á síðasta ári hafi ferðaþjónustan verið stærsta útflutningsatvinnugrein landsins og námu gjaldeyristekjur hennar 274 milljörðum króna. „Þá hlaupa beinar og óbeinar skatttekjur á tugum milljarða. Því er ljóst að fjárhagslegt tjón fyrir þjóðarbúið getur orðið gífurlegt á degi hverjum ef deiluaðilar ná ekki saman á næstu dögum vegna aflýsingar á flugi eða að hætt sé við ferðir.“ Samtök ferðaþjónustunnar hvetja samningsaðila til að leita allra leiða til að ná sáttum í deilunni. „Ábyrgð þeirra er mikil, enda er flug aðal samgöngumáti ferðamanna til og frá landinu. Óásættanlegt er að almennum samgöngum sé stefnt í voða með þessum hætti. Samtök ferðaþjónustunnar treysta því að samningar náist fyrir miðvikudaginn 30. apríl n.k, þannig að ekki komi til frekari aðgerða af hálfu flugvallarstarfsmanna Isavia.“ Ótímabundið allsherjarverkfall flugvallastarfsmanna hefst 30. apríl, ef ekki hefur samist fyrir þann tíma.
Tengdar fréttir Allar líkur á töfum á millilandaflugi á morgun Samninganefnd þriggja stéttarfélaga hefur skoðað tilboð Ísavia um helgina og gerðu samninganefnd Samtaka atvinnulífsins gagntilboð í dag. Skæruverkfall hefst að öllum líkindum kl 4 í fyrramálið. 22. apríl 2014 20:00 Icelandair breytir áætlun sinni á Bandaríkjaflugi Flugfélagið Icelandair hefur breytt áætlun allra flugvéla sem fara frá Bandaríkjunum í kvöld og allra flugvéla sem eru í áætlun 23.apríl vegna verkfalls starfsmanna Isavia á Keflavíkurflugvelli. 22. apríl 2014 20:20 Fólk þarf að búa sig undir tafir á flugi á miðvikudag Formaður félags flugmálastarfsmanna segir mögulegt að samningar náist á þriðjudag. 19. apríl 2014 14:31 Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00 Fimm milljón farþegar um Keflavík eftir fimm ár Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi segir Ísavia ætla að fjárfesta fyrir um 9 milljarða á næstu tveimur árum til að mæta gífurlegri fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll. 13. apríl 2014 19:06 Vonast eftir niðurstöðu í dag Samninganefndir Isavia og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins sitja sáttafund og freista þess að afstýra vinnustöðvun í nótt. 22. apríl 2014 16:32 Önnur vinnustöðvun flugvallastarfsmanna hófst í nótt Boðuð fimm klukkustunda vinnnustöðvun flugvallastarfsmanna hófst klukkan fjögur í nótt og er búist við mikilli örtröð í Leifsstöð um og upp úr klukkan níu, þegar innritun farþega getur loks hafist, ásamt innvigtun farangurs og vopnaleit. 23. apríl 2014 07:28 SA segja flumálastarfsmenn fara fram á 25,6 prósenta hækkun Viðræðum hefur verið frestað og vinnustöðvun verður á Keflavíkurflugvelli á morgun. 24. apríl 2014 13:43 Viðræðum frestað um óákveðin tíma Samkomulag náðist ekki í kjaraviðræðum flugvallastarfsmanna hjá sáttasemjara í dag. Mikið ber á milli samningsaðila og hefur Ríkissáttasemjari frestað viðræðum um óákveðin tíma. 23. apríl 2014 19:33 Verkfall flugvallarstarfsmanna skellur á í nótt Fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skellur á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi en þetta staðfesti Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna í samtali við fréttastofu í kvöld. 22. apríl 2014 21:56 „Íslendingar munu aldrei byggja nýjan flugvöll“ „Íslendingar munu aldrei byggja nýjan flugvöll, það er bara þannig,“ sagði Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia á fundi Sjálfstæðisfélagsins á Akureyri í kvöld, um framtíð Reykjavíkurflugvallar og stöðu innanlandsflugsins. 14. apríl 2014 22:38 Langt í land í kjaradeilu flugvallastarfsmanna: Fólk má búast við töfum á miðvikudag Isavia lagði fram tilboð á fundi samninganefndar Félags flugvallarstarfsmanna (FFR) og ríkisins í dag. 16. apríl 2014 23:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Allar líkur á töfum á millilandaflugi á morgun Samninganefnd þriggja stéttarfélaga hefur skoðað tilboð Ísavia um helgina og gerðu samninganefnd Samtaka atvinnulífsins gagntilboð í dag. Skæruverkfall hefst að öllum líkindum kl 4 í fyrramálið. 22. apríl 2014 20:00
Icelandair breytir áætlun sinni á Bandaríkjaflugi Flugfélagið Icelandair hefur breytt áætlun allra flugvéla sem fara frá Bandaríkjunum í kvöld og allra flugvéla sem eru í áætlun 23.apríl vegna verkfalls starfsmanna Isavia á Keflavíkurflugvelli. 22. apríl 2014 20:20
Fólk þarf að búa sig undir tafir á flugi á miðvikudag Formaður félags flugmálastarfsmanna segir mögulegt að samningar náist á þriðjudag. 19. apríl 2014 14:31
Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00
Fimm milljón farþegar um Keflavík eftir fimm ár Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi segir Ísavia ætla að fjárfesta fyrir um 9 milljarða á næstu tveimur árum til að mæta gífurlegri fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll. 13. apríl 2014 19:06
Vonast eftir niðurstöðu í dag Samninganefndir Isavia og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins sitja sáttafund og freista þess að afstýra vinnustöðvun í nótt. 22. apríl 2014 16:32
Önnur vinnustöðvun flugvallastarfsmanna hófst í nótt Boðuð fimm klukkustunda vinnnustöðvun flugvallastarfsmanna hófst klukkan fjögur í nótt og er búist við mikilli örtröð í Leifsstöð um og upp úr klukkan níu, þegar innritun farþega getur loks hafist, ásamt innvigtun farangurs og vopnaleit. 23. apríl 2014 07:28
SA segja flumálastarfsmenn fara fram á 25,6 prósenta hækkun Viðræðum hefur verið frestað og vinnustöðvun verður á Keflavíkurflugvelli á morgun. 24. apríl 2014 13:43
Viðræðum frestað um óákveðin tíma Samkomulag náðist ekki í kjaraviðræðum flugvallastarfsmanna hjá sáttasemjara í dag. Mikið ber á milli samningsaðila og hefur Ríkissáttasemjari frestað viðræðum um óákveðin tíma. 23. apríl 2014 19:33
Verkfall flugvallarstarfsmanna skellur á í nótt Fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skellur á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi en þetta staðfesti Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna í samtali við fréttastofu í kvöld. 22. apríl 2014 21:56
„Íslendingar munu aldrei byggja nýjan flugvöll“ „Íslendingar munu aldrei byggja nýjan flugvöll, það er bara þannig,“ sagði Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia á fundi Sjálfstæðisfélagsins á Akureyri í kvöld, um framtíð Reykjavíkurflugvallar og stöðu innanlandsflugsins. 14. apríl 2014 22:38
Langt í land í kjaradeilu flugvallastarfsmanna: Fólk má búast við töfum á miðvikudag Isavia lagði fram tilboð á fundi samninganefndar Félags flugvallarstarfsmanna (FFR) og ríkisins í dag. 16. apríl 2014 23:15