Verkfall flugvallarstarfsmanna skellur á í nótt Stefán Árni Pálsson skrifar 22. apríl 2014 21:56 visir/anton/daníel Fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skellur á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi en þetta staðfesti Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna í samtali við fréttastofu í kvöld. Samkomulag náðist ekki í kjaraviðræðum flugvallastarfsmanna hjá sáttasemjara í dag. Boðuð vinnustöðvun verður á öllum flugvöllum frá kl 4 til kl 9 í fyrramálið og flugfarþegar geta búist við þriggja til fjögurra klukkustunda seinkun á Keflavíkurflugvelli og um tveggja klukkustunda seinkun á Reykjavíkurflugvelli á umræddu tímabili. „Við höfum ákveðið að fresta viðræðum til klukkan þrjú á morgun,“ segir Kristján. Flugvallarstarfsmenn gerðu Isavia gagntilboð í dag en það dugði ekki til. „Við eigum þó nokkuð í land með það að ná samningum og það ber einfaldlega of mikið á milli eins og staðan er.“ Kristján segir að samninganefndirnar hafi kastað hugmyndum á milli sín í dag og ætla síðan að vinna úr þeim á ný á morgun. Verkfallsaðgerðir munu hafa áhrif á innanlandsflugið en þó aðallega millilandaflugið, þar sem búast má við tveggja til þriggja tíma töfum á öllum brottförum og komum á morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins gerði þremur stéttarfélögum flugvallarstarfsmanna tilboð síðast liðinn miðvikudag og höfðu félögin það til skoðunar yfir páskahelgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu fara flugvallarstarfsmenn fram á um átján prósenta launahækkun með ýmsum leiðréttingum. Tengdar fréttir Allar líkur á töfum á millilandaflugi á morgun Samninganefnd þriggja stéttarfélaga hefur skoðað tilboð Ísavia um helgina og gerðu samninganefnd Samtaka atvinnulífsins gagntilboð í dag. Skæruverkfall hefst að öllum líkindum kl 4 í fyrramálið. 22. apríl 2014 20:00 Icelandair breytir áætlun sinni á Bandaríkjaflugi Flugfélagið Icelandair hefur breytt áætlun allra flugvéla sem fara frá Bandaríkjunum í kvöld og allra flugvéla sem eru í áætlun 23.apríl vegna verkfalls starfsmanna Isavia á Keflavíkurflugvelli. 22. apríl 2014 20:20 Fólk þarf að búa sig undir tafir á flugi á miðvikudag Formaður félags flugmálastarfsmanna segir mögulegt að samningar náist á þriðjudag. 19. apríl 2014 14:31 Vonast eftir niðurstöðu í dag Samninganefndir Isavia og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins sitja sáttafund og freista þess að afstýra vinnustöðvun í nótt. 22. apríl 2014 16:32 Langt í land í kjaradeilu flugvallastarfsmanna: Fólk má búast við töfum á miðvikudag Isavia lagði fram tilboð á fundi samninganefndar Félags flugvallarstarfsmanna (FFR) og ríkisins í dag. 16. apríl 2014 23:15 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skellur á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi en þetta staðfesti Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna í samtali við fréttastofu í kvöld. Samkomulag náðist ekki í kjaraviðræðum flugvallastarfsmanna hjá sáttasemjara í dag. Boðuð vinnustöðvun verður á öllum flugvöllum frá kl 4 til kl 9 í fyrramálið og flugfarþegar geta búist við þriggja til fjögurra klukkustunda seinkun á Keflavíkurflugvelli og um tveggja klukkustunda seinkun á Reykjavíkurflugvelli á umræddu tímabili. „Við höfum ákveðið að fresta viðræðum til klukkan þrjú á morgun,“ segir Kristján. Flugvallarstarfsmenn gerðu Isavia gagntilboð í dag en það dugði ekki til. „Við eigum þó nokkuð í land með það að ná samningum og það ber einfaldlega of mikið á milli eins og staðan er.“ Kristján segir að samninganefndirnar hafi kastað hugmyndum á milli sín í dag og ætla síðan að vinna úr þeim á ný á morgun. Verkfallsaðgerðir munu hafa áhrif á innanlandsflugið en þó aðallega millilandaflugið, þar sem búast má við tveggja til þriggja tíma töfum á öllum brottförum og komum á morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins gerði þremur stéttarfélögum flugvallarstarfsmanna tilboð síðast liðinn miðvikudag og höfðu félögin það til skoðunar yfir páskahelgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu fara flugvallarstarfsmenn fram á um átján prósenta launahækkun með ýmsum leiðréttingum.
Tengdar fréttir Allar líkur á töfum á millilandaflugi á morgun Samninganefnd þriggja stéttarfélaga hefur skoðað tilboð Ísavia um helgina og gerðu samninganefnd Samtaka atvinnulífsins gagntilboð í dag. Skæruverkfall hefst að öllum líkindum kl 4 í fyrramálið. 22. apríl 2014 20:00 Icelandair breytir áætlun sinni á Bandaríkjaflugi Flugfélagið Icelandair hefur breytt áætlun allra flugvéla sem fara frá Bandaríkjunum í kvöld og allra flugvéla sem eru í áætlun 23.apríl vegna verkfalls starfsmanna Isavia á Keflavíkurflugvelli. 22. apríl 2014 20:20 Fólk þarf að búa sig undir tafir á flugi á miðvikudag Formaður félags flugmálastarfsmanna segir mögulegt að samningar náist á þriðjudag. 19. apríl 2014 14:31 Vonast eftir niðurstöðu í dag Samninganefndir Isavia og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins sitja sáttafund og freista þess að afstýra vinnustöðvun í nótt. 22. apríl 2014 16:32 Langt í land í kjaradeilu flugvallastarfsmanna: Fólk má búast við töfum á miðvikudag Isavia lagði fram tilboð á fundi samninganefndar Félags flugvallarstarfsmanna (FFR) og ríkisins í dag. 16. apríl 2014 23:15 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Allar líkur á töfum á millilandaflugi á morgun Samninganefnd þriggja stéttarfélaga hefur skoðað tilboð Ísavia um helgina og gerðu samninganefnd Samtaka atvinnulífsins gagntilboð í dag. Skæruverkfall hefst að öllum líkindum kl 4 í fyrramálið. 22. apríl 2014 20:00
Icelandair breytir áætlun sinni á Bandaríkjaflugi Flugfélagið Icelandair hefur breytt áætlun allra flugvéla sem fara frá Bandaríkjunum í kvöld og allra flugvéla sem eru í áætlun 23.apríl vegna verkfalls starfsmanna Isavia á Keflavíkurflugvelli. 22. apríl 2014 20:20
Fólk þarf að búa sig undir tafir á flugi á miðvikudag Formaður félags flugmálastarfsmanna segir mögulegt að samningar náist á þriðjudag. 19. apríl 2014 14:31
Vonast eftir niðurstöðu í dag Samninganefndir Isavia og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins sitja sáttafund og freista þess að afstýra vinnustöðvun í nótt. 22. apríl 2014 16:32
Langt í land í kjaradeilu flugvallastarfsmanna: Fólk má búast við töfum á miðvikudag Isavia lagði fram tilboð á fundi samninganefndar Félags flugvallarstarfsmanna (FFR) og ríkisins í dag. 16. apríl 2014 23:15