„Íslendingar munu aldrei byggja nýjan flugvöll“ Sveinn Arnarsson skrifar 14. apríl 2014 22:38 Reykjavíkurflugvöllur. vísir/vilhelm „Íslendingar munu aldrei byggja nýjan flugvöll, það er bara þannig,“ sagði Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, á fundi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í kvöld, um framtíð Reykjavíkurflugvallar og stöðu innanlandsflugsins. „Kostnaðurinn við að byggja og reka flugvöll er það mikill að það er algjörlega ljóst, af okkar hálfu, að ef Reykjavíkurflugvöllur verður lagður af mun starfsemin öll flytjast til Keflavíkur.“ Hún segir Reykjavíkurborg ekki hafa neina heimild til að að loka brautum á Reykjavíkurflugvelli. Elín var frummælandi á fundinum auk Njáls Trausta Friðbertssonar, varabæjarfulltrúa á Akureyri og formanns Hjartans í Vatnsmýri. Njáll Trausti sagði í máli sínu að flugvöllur í Vatnsmýri væri spurning um líf eða dauða fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Nærri helmingur alls sjúkraflugs innihéldi sjúkling í lífshættu og skipti því miklu máli að vera sem næst landspítala. Njáll gaf lítið fyrir þá hugmynd að flytja miðstöð innanlandsflugs til Keflavíkur og tengja Keflavíkurflugvöll og miðbæ Reykjavíkur með hraðlestarkerfi. Benti hann á, máli sínu til stuðnings, að hraðlest myndi kosta um 250 milljarða króna og sú fjárfesting myndi aldrei standa undir sér. Njáll Trausti benti einnig á að 73 prósent borgarfulltrúa byggju í póstnúmerum 101 og 107 í Reykjavík, á móti búa 73 prósent Reykvíkinga utan þessara hverfa. Vill Njáll Trausti meina að ef búseta borgarfulltrúa í Reykjavík væri jafnari og dreifðari um borgina væri andstaðan við flugvöllinn innan borgarstjórnar mun minni. Á fundinum kom fram einörð afstaða Sjálfstæðismanna á Akureyri fyrir því að halda flugvellinum í Vatnsmýri, það væri afar slæmt fyrir landsbyggðina ef flugvöllurinn færi. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
„Íslendingar munu aldrei byggja nýjan flugvöll, það er bara þannig,“ sagði Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, á fundi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í kvöld, um framtíð Reykjavíkurflugvallar og stöðu innanlandsflugsins. „Kostnaðurinn við að byggja og reka flugvöll er það mikill að það er algjörlega ljóst, af okkar hálfu, að ef Reykjavíkurflugvöllur verður lagður af mun starfsemin öll flytjast til Keflavíkur.“ Hún segir Reykjavíkurborg ekki hafa neina heimild til að að loka brautum á Reykjavíkurflugvelli. Elín var frummælandi á fundinum auk Njáls Trausta Friðbertssonar, varabæjarfulltrúa á Akureyri og formanns Hjartans í Vatnsmýri. Njáll Trausti sagði í máli sínu að flugvöllur í Vatnsmýri væri spurning um líf eða dauða fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Nærri helmingur alls sjúkraflugs innihéldi sjúkling í lífshættu og skipti því miklu máli að vera sem næst landspítala. Njáll gaf lítið fyrir þá hugmynd að flytja miðstöð innanlandsflugs til Keflavíkur og tengja Keflavíkurflugvöll og miðbæ Reykjavíkur með hraðlestarkerfi. Benti hann á, máli sínu til stuðnings, að hraðlest myndi kosta um 250 milljarða króna og sú fjárfesting myndi aldrei standa undir sér. Njáll Trausti benti einnig á að 73 prósent borgarfulltrúa byggju í póstnúmerum 101 og 107 í Reykjavík, á móti búa 73 prósent Reykvíkinga utan þessara hverfa. Vill Njáll Trausti meina að ef búseta borgarfulltrúa í Reykjavík væri jafnari og dreifðari um borgina væri andstaðan við flugvöllinn innan borgarstjórnar mun minni. Á fundinum kom fram einörð afstaða Sjálfstæðismanna á Akureyri fyrir því að halda flugvellinum í Vatnsmýri, það væri afar slæmt fyrir landsbyggðina ef flugvöllurinn færi.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira