Allar líkur á töfum á millilandaflugi á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2014 20:00 Allar líkur eru á að fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skelli á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi. Flugvallarstarfsmenn gerðu Isavia gagntilboð í dag en ólíklegt er að það dugi til að samningar náist í kvöld. Ef að verður hefjast aðgerðirnar klukkan fjögur í fyrramálið og standa til klukkan níu. Þær munu hafa áhrif á innanlandsflugið en þó aðallega millilandaflugið, þar sem búast má við tveggja til þriggja tíma töfum á öllum brottförum og komum á morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulifsins gerði þremur stéttarfélögum flugvallarstarfsmanna tilboð síðast liðinn miðvikudag og höfðu félögin það til skoðunar yfir páskahelgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu fara flugvallarstarfsmenn fram á um 18 prósenta launahækkun með ýmsum leiðréttingum. Samninganefndir hafa fundað síðan í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara og fyrr í dag gerðu stéttarfélögin þrjú Isavia gagntilboð, sem verið er að meta þessa stundina. „Við höfum sagt að héðan í frá mun ekkert fresta aðgerðum nema undirritaður samningur. Við erum í þessum töluðu orðum að vinna vinnuna okkar. Við erum að kasta á milli okkar hugmyndum og við höfum verið að leggja fram gagntilboð og fá viðbrögð við þeim. Við erum í því núna að vinna þessa vinnu. Ég á von á því að við höldum áfram á meðan við getum talað saman,“ segir Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna. Álfheiður Sivertsen formaður samninganefndar Samtaka atvinnulífsins tekur í sama streng, setið verði við á meðan einhver von sé til samninga. Kristján telur ekki svo langt á milli manna. „Þetta er á þessu óvissutímabili núna. Við erum að kasta á milli okkar hugmyndum og eins og ég hef oft sagt að á meðan að menn eru að tala saman er alla vega von á því að menn nái samkomulagi. En við verðum bara að sjá til hvað dagurinn og kvöldið ber í skauti sér,“ segir Kristján. Flugmenn hjá Icelandair greiða atkvæði um það fram á næsta þriðjudag að boða til aðgerða, yfirvinnubanns og skæruverkfalla, sem gætu hafist hinn 9. maí náist ekki samningar. Þannig að töluverð óvissa ríkir í flugheiminum og ef ekki nást samningar við starfsmenn Ísavia fyrir 30. apríl, hefja þeir allsherjarverkfall. Óttast menn í þínum röðum að ríkisvaldið grípi þá inn í með lagasetningu. Það yrði auðvitað alvarlegt mál ef landinu yrði lokað? „Eigum við ekki að taka einn dag í einu,“ svarar Kristján Jóhannsson. Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Allar líkur eru á að fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skelli á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi. Flugvallarstarfsmenn gerðu Isavia gagntilboð í dag en ólíklegt er að það dugi til að samningar náist í kvöld. Ef að verður hefjast aðgerðirnar klukkan fjögur í fyrramálið og standa til klukkan níu. Þær munu hafa áhrif á innanlandsflugið en þó aðallega millilandaflugið, þar sem búast má við tveggja til þriggja tíma töfum á öllum brottförum og komum á morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulifsins gerði þremur stéttarfélögum flugvallarstarfsmanna tilboð síðast liðinn miðvikudag og höfðu félögin það til skoðunar yfir páskahelgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu fara flugvallarstarfsmenn fram á um 18 prósenta launahækkun með ýmsum leiðréttingum. Samninganefndir hafa fundað síðan í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara og fyrr í dag gerðu stéttarfélögin þrjú Isavia gagntilboð, sem verið er að meta þessa stundina. „Við höfum sagt að héðan í frá mun ekkert fresta aðgerðum nema undirritaður samningur. Við erum í þessum töluðu orðum að vinna vinnuna okkar. Við erum að kasta á milli okkar hugmyndum og við höfum verið að leggja fram gagntilboð og fá viðbrögð við þeim. Við erum í því núna að vinna þessa vinnu. Ég á von á því að við höldum áfram á meðan við getum talað saman,“ segir Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna. Álfheiður Sivertsen formaður samninganefndar Samtaka atvinnulífsins tekur í sama streng, setið verði við á meðan einhver von sé til samninga. Kristján telur ekki svo langt á milli manna. „Þetta er á þessu óvissutímabili núna. Við erum að kasta á milli okkar hugmyndum og eins og ég hef oft sagt að á meðan að menn eru að tala saman er alla vega von á því að menn nái samkomulagi. En við verðum bara að sjá til hvað dagurinn og kvöldið ber í skauti sér,“ segir Kristján. Flugmenn hjá Icelandair greiða atkvæði um það fram á næsta þriðjudag að boða til aðgerða, yfirvinnubanns og skæruverkfalla, sem gætu hafist hinn 9. maí náist ekki samningar. Þannig að töluverð óvissa ríkir í flugheiminum og ef ekki nást samningar við starfsmenn Ísavia fyrir 30. apríl, hefja þeir allsherjarverkfall. Óttast menn í þínum röðum að ríkisvaldið grípi þá inn í með lagasetningu. Það yrði auðvitað alvarlegt mál ef landinu yrði lokað? „Eigum við ekki að taka einn dag í einu,“ svarar Kristján Jóhannsson.
Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira