Allar líkur á töfum á millilandaflugi á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2014 20:00 Allar líkur eru á að fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skelli á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi. Flugvallarstarfsmenn gerðu Isavia gagntilboð í dag en ólíklegt er að það dugi til að samningar náist í kvöld. Ef að verður hefjast aðgerðirnar klukkan fjögur í fyrramálið og standa til klukkan níu. Þær munu hafa áhrif á innanlandsflugið en þó aðallega millilandaflugið, þar sem búast má við tveggja til þriggja tíma töfum á öllum brottförum og komum á morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulifsins gerði þremur stéttarfélögum flugvallarstarfsmanna tilboð síðast liðinn miðvikudag og höfðu félögin það til skoðunar yfir páskahelgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu fara flugvallarstarfsmenn fram á um 18 prósenta launahækkun með ýmsum leiðréttingum. Samninganefndir hafa fundað síðan í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara og fyrr í dag gerðu stéttarfélögin þrjú Isavia gagntilboð, sem verið er að meta þessa stundina. „Við höfum sagt að héðan í frá mun ekkert fresta aðgerðum nema undirritaður samningur. Við erum í þessum töluðu orðum að vinna vinnuna okkar. Við erum að kasta á milli okkar hugmyndum og við höfum verið að leggja fram gagntilboð og fá viðbrögð við þeim. Við erum í því núna að vinna þessa vinnu. Ég á von á því að við höldum áfram á meðan við getum talað saman,“ segir Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna. Álfheiður Sivertsen formaður samninganefndar Samtaka atvinnulífsins tekur í sama streng, setið verði við á meðan einhver von sé til samninga. Kristján telur ekki svo langt á milli manna. „Þetta er á þessu óvissutímabili núna. Við erum að kasta á milli okkar hugmyndum og eins og ég hef oft sagt að á meðan að menn eru að tala saman er alla vega von á því að menn nái samkomulagi. En við verðum bara að sjá til hvað dagurinn og kvöldið ber í skauti sér,“ segir Kristján. Flugmenn hjá Icelandair greiða atkvæði um það fram á næsta þriðjudag að boða til aðgerða, yfirvinnubanns og skæruverkfalla, sem gætu hafist hinn 9. maí náist ekki samningar. Þannig að töluverð óvissa ríkir í flugheiminum og ef ekki nást samningar við starfsmenn Ísavia fyrir 30. apríl, hefja þeir allsherjarverkfall. Óttast menn í þínum röðum að ríkisvaldið grípi þá inn í með lagasetningu. Það yrði auðvitað alvarlegt mál ef landinu yrði lokað? „Eigum við ekki að taka einn dag í einu,“ svarar Kristján Jóhannsson. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Allar líkur eru á að fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skelli á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi. Flugvallarstarfsmenn gerðu Isavia gagntilboð í dag en ólíklegt er að það dugi til að samningar náist í kvöld. Ef að verður hefjast aðgerðirnar klukkan fjögur í fyrramálið og standa til klukkan níu. Þær munu hafa áhrif á innanlandsflugið en þó aðallega millilandaflugið, þar sem búast má við tveggja til þriggja tíma töfum á öllum brottförum og komum á morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulifsins gerði þremur stéttarfélögum flugvallarstarfsmanna tilboð síðast liðinn miðvikudag og höfðu félögin það til skoðunar yfir páskahelgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu fara flugvallarstarfsmenn fram á um 18 prósenta launahækkun með ýmsum leiðréttingum. Samninganefndir hafa fundað síðan í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara og fyrr í dag gerðu stéttarfélögin þrjú Isavia gagntilboð, sem verið er að meta þessa stundina. „Við höfum sagt að héðan í frá mun ekkert fresta aðgerðum nema undirritaður samningur. Við erum í þessum töluðu orðum að vinna vinnuna okkar. Við erum að kasta á milli okkar hugmyndum og við höfum verið að leggja fram gagntilboð og fá viðbrögð við þeim. Við erum í því núna að vinna þessa vinnu. Ég á von á því að við höldum áfram á meðan við getum talað saman,“ segir Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna. Álfheiður Sivertsen formaður samninganefndar Samtaka atvinnulífsins tekur í sama streng, setið verði við á meðan einhver von sé til samninga. Kristján telur ekki svo langt á milli manna. „Þetta er á þessu óvissutímabili núna. Við erum að kasta á milli okkar hugmyndum og eins og ég hef oft sagt að á meðan að menn eru að tala saman er alla vega von á því að menn nái samkomulagi. En við verðum bara að sjá til hvað dagurinn og kvöldið ber í skauti sér,“ segir Kristján. Flugmenn hjá Icelandair greiða atkvæði um það fram á næsta þriðjudag að boða til aðgerða, yfirvinnubanns og skæruverkfalla, sem gætu hafist hinn 9. maí náist ekki samningar. Þannig að töluverð óvissa ríkir í flugheiminum og ef ekki nást samningar við starfsmenn Ísavia fyrir 30. apríl, hefja þeir allsherjarverkfall. Óttast menn í þínum röðum að ríkisvaldið grípi þá inn í með lagasetningu. Það yrði auðvitað alvarlegt mál ef landinu yrði lokað? „Eigum við ekki að taka einn dag í einu,“ svarar Kristján Jóhannsson.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent