Fimm milljón farþegar um Keflavík eftir fimm ár Stefán Árni Pálsson skrifar 13. apríl 2014 19:06 Áætlað er að farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll verði orðnir fimm milljónir á ári á næstu fimm árum. Til að mæta gífurlegri fjölgun farþega er gert ráð fyrir að fjárfesta í mannvirkjum og tækjum á flugvellinum fyrir níu milljarða króna á næstu tveimur árum. Í fyrra flugu 17 flugfélög til Íslands en farþegum um flugstöðina hefur fjölgað um 15 til 19 prósent á ári í um eða yfir áratug. Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi Isavia segir að gert sé ráð fyrir um 9 milljarða króna fjárfestingu á næstu tveimur árum til auka megi afköst flugvallarins. „Í fyrra fóru rúmlega 2,7 milljónir farþega um flugvöllinn og í ár erum við að gera ráð fyrir 3,3 milljónum. Síðan er verið að horfa til fjölgunar upp á 10 til 15 prósent árið þar á eftir en svo er erfitt að spá fyrir um hvað verður á næstu árum þar á eftir,“ segir Friðþór. En þó gera áætlanir ráð fyrir að farþegafjöldinn verði kominn í um eða yfir fimm milljónir eftir um fimm ár, eða 15,6 sinnum íslensku þjóðina. Eru aðrir flugvellir með svona mikla fjölgun eins og Keflavíkurflugvöllur? „Nei, yfirleitt er það ekki. Það er þó til að maður sjái tölur eitthvað nærri þessu. En það er í mjög fáum tilvikum en þó hvergi í Evrópu eða hér í nágrenni við okkur. Það er þá á svæðum sem eru að byggjast mjög ört upp,“ segir Friðþór. Eitt stærsta verkefnið nú í vor og sumar felst í því að reisa viðbyggingu við vesturálmu suðurbyggingar flugstöðvarinnar og eru þær framkvæmdir að fara að hefjast. „Sem á að hýsa aðallega hlið þaðan sem rútur geta keyrt farþega frá flugstöðinni, að og frá fjarstæðum sem við köllum, það eru flugvélastæði handan við flughlaðið,“ segir Friðþór En þar munu bætast við fimm afgreiðsluhlið fyrir rútur. Áætlað er að taka nýju viðbygginguna í notkun sumarið 2016. Það er í raun og veru ótrúlegt hvað flogið er til margra áfangastaða frá ekki stærra landi en Íslandi. En af þeim 18 flugfélögum sem munu gera út frá Keflavík í ár, er Icelandair enn stærst með 38 áfangastaði. En á undanförnum tveimur árum hafa fimm ný flugfélög hafið flug til Keflavíkur og nú nýlega tilkynnti breska lággjaldaflugfélagið Flybe að það hefji flug hingað frá Birmingham í Bretlandi í júní. Til að mæta þessum mikla fjölda er nú þegar hafin stækkun farangurskerfis flugstöðvarinnar sem mun tvöfalda afkastagetuna í sumar og fyrir dyrum standa gagngerar endurbætur á verslunar- og veitingasvæðinu sem lokið verður vorið 2015. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Áætlað er að farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll verði orðnir fimm milljónir á ári á næstu fimm árum. Til að mæta gífurlegri fjölgun farþega er gert ráð fyrir að fjárfesta í mannvirkjum og tækjum á flugvellinum fyrir níu milljarða króna á næstu tveimur árum. Í fyrra flugu 17 flugfélög til Íslands en farþegum um flugstöðina hefur fjölgað um 15 til 19 prósent á ári í um eða yfir áratug. Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi Isavia segir að gert sé ráð fyrir um 9 milljarða króna fjárfestingu á næstu tveimur árum til auka megi afköst flugvallarins. „Í fyrra fóru rúmlega 2,7 milljónir farþega um flugvöllinn og í ár erum við að gera ráð fyrir 3,3 milljónum. Síðan er verið að horfa til fjölgunar upp á 10 til 15 prósent árið þar á eftir en svo er erfitt að spá fyrir um hvað verður á næstu árum þar á eftir,“ segir Friðþór. En þó gera áætlanir ráð fyrir að farþegafjöldinn verði kominn í um eða yfir fimm milljónir eftir um fimm ár, eða 15,6 sinnum íslensku þjóðina. Eru aðrir flugvellir með svona mikla fjölgun eins og Keflavíkurflugvöllur? „Nei, yfirleitt er það ekki. Það er þó til að maður sjái tölur eitthvað nærri þessu. En það er í mjög fáum tilvikum en þó hvergi í Evrópu eða hér í nágrenni við okkur. Það er þá á svæðum sem eru að byggjast mjög ört upp,“ segir Friðþór. Eitt stærsta verkefnið nú í vor og sumar felst í því að reisa viðbyggingu við vesturálmu suðurbyggingar flugstöðvarinnar og eru þær framkvæmdir að fara að hefjast. „Sem á að hýsa aðallega hlið þaðan sem rútur geta keyrt farþega frá flugstöðinni, að og frá fjarstæðum sem við köllum, það eru flugvélastæði handan við flughlaðið,“ segir Friðþór En þar munu bætast við fimm afgreiðsluhlið fyrir rútur. Áætlað er að taka nýju viðbygginguna í notkun sumarið 2016. Það er í raun og veru ótrúlegt hvað flogið er til margra áfangastaða frá ekki stærra landi en Íslandi. En af þeim 18 flugfélögum sem munu gera út frá Keflavík í ár, er Icelandair enn stærst með 38 áfangastaði. En á undanförnum tveimur árum hafa fimm ný flugfélög hafið flug til Keflavíkur og nú nýlega tilkynnti breska lággjaldaflugfélagið Flybe að það hefji flug hingað frá Birmingham í Bretlandi í júní. Til að mæta þessum mikla fjölda er nú þegar hafin stækkun farangurskerfis flugstöðvarinnar sem mun tvöfalda afkastagetuna í sumar og fyrir dyrum standa gagngerar endurbætur á verslunar- og veitingasvæðinu sem lokið verður vorið 2015.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira