Lífið

Brynjar, Elva María og Palli jójó í úrslit

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/gva/andri marinó
Nú er orðið ljósta hvaða atriði eru komin áfram í úrslitakvöld Ísland got Talent og keppa um milljónirnar tíu sunnudagskvöldið 27. apríl.

Keppni kvöldsins var í beinni útsendingu á Stöð 2. Í kvöld komust þau Elva María Birgisdóttir og Brynjar Dagur Albertsson áfram í úrslitaþáttinn.

Elva María er aðeins 11 ára gömul en Brynjar Dagur er 15 ára.

Hinn sjö ára töframaður Jón Arnór Pétursson fór á kostum í fyrsta undanúrslitakvöldinu og tryggði sér sæti í úrslitakvöldinu en ásamt honum fóru þau Arnar Logi Hákonarson og Agnes Sólmundsdóttir áfram.

Í síðustu viku komst dansparið Margrét Hörn Jóhannsdóttir og Höskuldur Þór Jónsson og píanó- og söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir áfram í úrslitakvöldið.

Dómararnir tóku síðan ákvörðun um að eitt aukaatriði kæmist áfram í úrslitaþáttinn og er það jójósnillingurinn Páll Valdimar fékk þann heiður að vera einn af sjö sem berjast um milljónirnar tíu.

Hér að neðan má sjá atriði keppendanna.


Tengdar fréttir

Bubbi hefur ekkert um málið að segja

Uppselt er á beina útsendingu Ísland Got Talent á sunnudag. Ísland í dag hitti Bubba og aðra dómara sem eru í óðaönn að undirbúa herlegheitin.

Hvern ætlar þú að kjósa á sunnudaginn?

Næsta sunnudagskvöld fá áhorfendur Stöðvar 2 að sjá næstu átta atriði sem bítast um að verða á meðal þeirra sem keppa um tíu milljóna verðlaunafé í hæfileikakeppninni Ísland got Talent.

Þau keppa næsta sunnudag

Hér má sjá keppendurna sem bítast um að verða á meðal þeirra sem keppa um tíu milljónirnar í hæfileikakeppninni Ísland got Talent.

Keppendur skelltu sér í bíó

Mikil stemning var í hópnum og allir ánægðir með myndina One Chance enda ekki annað hægt því myndin er frábær.

Píanó- og danssnillingar komust í úrslit

Dansparið Margrét Hörn Jóhannsdóttir og Höskuldur Þór Jónsson og píanó- og söngkonan Laufey Hlín Jónsdóttir tryggðu sér í kvöld möguleikann á tíu milljónum króna í Ísland got Talent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×