Stillir Dalvíkingum upp við frosinn vegg Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 31. júlí 2014 12:00 Það er bitist um að fá að rjúfa fannbreiðurnar á fjalllendi Tröllaskagans. mynd/alex fenlon Þyrluskíðafyrirtækið Viking Heliskiing krafði sveitarfélag Dalvíkurbyggðar um að ógilda samning sem það hefur gert við Bergmenn sem einnig er skíðaþyrlufyrirtæki. Dalvíkurbyggð gerði samning við Bergmenn árið 2012 sem tryggir þeim afnot af fjallasvæði sem er í eigu sveitarfélagsins. Í erindi sem Viking Heliskiing sendi sveitarfélaginu segist það hafa hug á því að nýta allt landsvæði Tröllaskagans og að samningurinn sem gerður var við Bergmenn feli meðal annars í sér brot gegn atvinnufrelsi, stjórnsýslulögum og sveitarstjórnarlögum. Enn fremur segir að ef sveitarfélagið ógildi samninginn ekki og hefji viðræður við félagið innan mánaðar, sem nú er reyndar liðinn, sé það nauðbeygt til að láta reyna á lögmæti samnings með kvörtun eða kæru til viðeigandi úrskurðaraðila eða leita atbeina dómstóla. „Þetta er aðeins stormur í vatnsglasi,“ segir Bjarni Theódór Bjarnason sveitarstjóri og bætir við að sveitarfélagið hafi svarað bréfinu til að skýra mál sitt. Hann segir að það svæði sem sveitarfélagið hafi samið um nýtingu á til handa Bergmönnum sé einungis 18 prósent af landsvæði sveitarfélagsins. Þar af sé afréttur sem ríkið hefur gert þjóðlendukröfu til. Eins og gefur að skilja er það aðeins brotabrot af Tröllaskaganum. Síðan hafi Bergmenn samið við aðra landeigendur um frekara svæði. Hann segir enn fremur að innanríkisráðuneytið hafi farið yfir samningana í fyrra og komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri þörf á að aðhafast neitt vegna þeirra. Eins hafi lögfræðingar gert úttekt á þeim. Samningurinn gildir ár hvert í þrjá mánuði, frá 15. mars til 15. júní. Hann segir að einkaréttur eins og sá sem Bergmenn hafi samið um sé talinn mikilvægur vegna öryggisþátta, til dæmis svo að umferð þyrlna úr ýmsum áttum sé ekki að ögra öryggi. Eins sé ekki hægt að tryggja söluvöruna sjálfa nema með slíku leyfi. „Það sem menn eru að sækjast eftir er að skíða niður brekkur í snjó sem er eins og þegar náttúruöflin skildu við hann,“ segir hann. Eins segir hann það talið hefta uppbyggingu í þessari grein ef einn leggur í fjárfestingar sem síðan séu nýttar af þeim sem eftir koma. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Þyrluskíðafyrirtækið Viking Heliskiing krafði sveitarfélag Dalvíkurbyggðar um að ógilda samning sem það hefur gert við Bergmenn sem einnig er skíðaþyrlufyrirtæki. Dalvíkurbyggð gerði samning við Bergmenn árið 2012 sem tryggir þeim afnot af fjallasvæði sem er í eigu sveitarfélagsins. Í erindi sem Viking Heliskiing sendi sveitarfélaginu segist það hafa hug á því að nýta allt landsvæði Tröllaskagans og að samningurinn sem gerður var við Bergmenn feli meðal annars í sér brot gegn atvinnufrelsi, stjórnsýslulögum og sveitarstjórnarlögum. Enn fremur segir að ef sveitarfélagið ógildi samninginn ekki og hefji viðræður við félagið innan mánaðar, sem nú er reyndar liðinn, sé það nauðbeygt til að láta reyna á lögmæti samnings með kvörtun eða kæru til viðeigandi úrskurðaraðila eða leita atbeina dómstóla. „Þetta er aðeins stormur í vatnsglasi,“ segir Bjarni Theódór Bjarnason sveitarstjóri og bætir við að sveitarfélagið hafi svarað bréfinu til að skýra mál sitt. Hann segir að það svæði sem sveitarfélagið hafi samið um nýtingu á til handa Bergmönnum sé einungis 18 prósent af landsvæði sveitarfélagsins. Þar af sé afréttur sem ríkið hefur gert þjóðlendukröfu til. Eins og gefur að skilja er það aðeins brotabrot af Tröllaskaganum. Síðan hafi Bergmenn samið við aðra landeigendur um frekara svæði. Hann segir enn fremur að innanríkisráðuneytið hafi farið yfir samningana í fyrra og komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri þörf á að aðhafast neitt vegna þeirra. Eins hafi lögfræðingar gert úttekt á þeim. Samningurinn gildir ár hvert í þrjá mánuði, frá 15. mars til 15. júní. Hann segir að einkaréttur eins og sá sem Bergmenn hafi samið um sé talinn mikilvægur vegna öryggisþátta, til dæmis svo að umferð þyrlna úr ýmsum áttum sé ekki að ögra öryggi. Eins sé ekki hægt að tryggja söluvöruna sjálfa nema með slíku leyfi. „Það sem menn eru að sækjast eftir er að skíða niður brekkur í snjó sem er eins og þegar náttúruöflin skildu við hann,“ segir hann. Eins segir hann það talið hefta uppbyggingu í þessari grein ef einn leggur í fjárfestingar sem síðan séu nýttar af þeim sem eftir koma.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira