Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Elimar Hauksson og Hrund Þórsdóttir skrifar 29. janúar 2014 07:00 Þurí Jónasdóttir, tengdadóttir Péturs, segir fjölskylduna ósátta við að honum hafi ekki verið gefið mótefni þótt það hafi verið fyrir hendi. Pétur Pétursson lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir áramótin. Banamein Péturs var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa Pétri ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. Pétri var gefið lyfið Contalgin, sem er mjög sterkt morfínlyf. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var skammturinn sem hann fékk um tvítugfalt það magn sem manneskja sem ekki hefur byggt upp þol gagnvart lyfinu á að þola. Starfsmaðurinn sem um ræðir gerði sér strax grein fyrir mistökum sínum og tilkynnti þau til yfirmanna. Pétur var í kjölfarið fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og segja aðstandendur að sjúkraflutningamenn hafi viljað gefa honum mótefni sem var til staðar. Þeir hafi hins vegar fengið tilmæli frá HSS um að gera það ekki. Þurí Jónasdóttir, tengdadóttir Péturs, segir aðstandendur ekki skilja hvers vegna það var ekki gert.Pétur Pétursson„Það erum við auðvitað ósátt við. HSS mat hann kannski of lélegan eða of gamlan og við spyrjum okkur líka; ef hann hefði verið yngri, ekki 83 ára, hefði þá eitthvað verið gert? Hver var ástæðan fyrir því að ekkert var gert?“ segir Þurí. Í lögum um dánarvottorð kemur fram að lækni, sem kvaddur er til líkskoðunar, sé skylt að gera lögreglu viðvart ef ætla má að dauðsfall megi rekja til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við læknismeðferð. Fréttablaðið hafði samband við Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjón á Suðurnesjum, en hann kannaðist ekki við málið. „Okkur hefur ekki borist tilkynning um neitt slíkt,“ sagði Jóhannes. Málið er nú til skoðunar hjá embætti Landlæknis en Geir Gunnlaugsson landlæknir sagðist ekki geta ekki tjáð sig um einstök mál sem væru til skoðunar hjá embættinu. Hann sagði að þegar óvænt atvik kæmu upp þá væri embættið upplýst um slíkt „Viðkomandi heilbrigðisstofnun upplýsir landlækni með greinargerð ef eitthvað hefur óvænt gerst. Síðan skoðum við aðdragandann og bregðumst við á viðeigandi hátt,“ sagði Geir. Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Pétur Pétursson lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir áramótin. Banamein Péturs var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa Pétri ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. Pétri var gefið lyfið Contalgin, sem er mjög sterkt morfínlyf. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var skammturinn sem hann fékk um tvítugfalt það magn sem manneskja sem ekki hefur byggt upp þol gagnvart lyfinu á að þola. Starfsmaðurinn sem um ræðir gerði sér strax grein fyrir mistökum sínum og tilkynnti þau til yfirmanna. Pétur var í kjölfarið fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og segja aðstandendur að sjúkraflutningamenn hafi viljað gefa honum mótefni sem var til staðar. Þeir hafi hins vegar fengið tilmæli frá HSS um að gera það ekki. Þurí Jónasdóttir, tengdadóttir Péturs, segir aðstandendur ekki skilja hvers vegna það var ekki gert.Pétur Pétursson„Það erum við auðvitað ósátt við. HSS mat hann kannski of lélegan eða of gamlan og við spyrjum okkur líka; ef hann hefði verið yngri, ekki 83 ára, hefði þá eitthvað verið gert? Hver var ástæðan fyrir því að ekkert var gert?“ segir Þurí. Í lögum um dánarvottorð kemur fram að lækni, sem kvaddur er til líkskoðunar, sé skylt að gera lögreglu viðvart ef ætla má að dauðsfall megi rekja til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við læknismeðferð. Fréttablaðið hafði samband við Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjón á Suðurnesjum, en hann kannaðist ekki við málið. „Okkur hefur ekki borist tilkynning um neitt slíkt,“ sagði Jóhannes. Málið er nú til skoðunar hjá embætti Landlæknis en Geir Gunnlaugsson landlæknir sagðist ekki geta ekki tjáð sig um einstök mál sem væru til skoðunar hjá embættinu. Hann sagði að þegar óvænt atvik kæmu upp þá væri embættið upplýst um slíkt „Viðkomandi heilbrigðisstofnun upplýsir landlækni með greinargerð ef eitthvað hefur óvænt gerst. Síðan skoðum við aðdragandann og bregðumst við á viðeigandi hátt,“ sagði Geir.
Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00
Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00