Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Elimar Hauksson og Hrund Þórsdóttir skrifar 29. janúar 2014 07:00 Þurí Jónasdóttir, tengdadóttir Péturs, segir fjölskylduna ósátta við að honum hafi ekki verið gefið mótefni þótt það hafi verið fyrir hendi. Pétur Pétursson lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir áramótin. Banamein Péturs var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa Pétri ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. Pétri var gefið lyfið Contalgin, sem er mjög sterkt morfínlyf. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var skammturinn sem hann fékk um tvítugfalt það magn sem manneskja sem ekki hefur byggt upp þol gagnvart lyfinu á að þola. Starfsmaðurinn sem um ræðir gerði sér strax grein fyrir mistökum sínum og tilkynnti þau til yfirmanna. Pétur var í kjölfarið fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og segja aðstandendur að sjúkraflutningamenn hafi viljað gefa honum mótefni sem var til staðar. Þeir hafi hins vegar fengið tilmæli frá HSS um að gera það ekki. Þurí Jónasdóttir, tengdadóttir Péturs, segir aðstandendur ekki skilja hvers vegna það var ekki gert.Pétur Pétursson„Það erum við auðvitað ósátt við. HSS mat hann kannski of lélegan eða of gamlan og við spyrjum okkur líka; ef hann hefði verið yngri, ekki 83 ára, hefði þá eitthvað verið gert? Hver var ástæðan fyrir því að ekkert var gert?“ segir Þurí. Í lögum um dánarvottorð kemur fram að lækni, sem kvaddur er til líkskoðunar, sé skylt að gera lögreglu viðvart ef ætla má að dauðsfall megi rekja til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við læknismeðferð. Fréttablaðið hafði samband við Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjón á Suðurnesjum, en hann kannaðist ekki við málið. „Okkur hefur ekki borist tilkynning um neitt slíkt,“ sagði Jóhannes. Málið er nú til skoðunar hjá embætti Landlæknis en Geir Gunnlaugsson landlæknir sagðist ekki geta ekki tjáð sig um einstök mál sem væru til skoðunar hjá embættinu. Hann sagði að þegar óvænt atvik kæmu upp þá væri embættið upplýst um slíkt „Viðkomandi heilbrigðisstofnun upplýsir landlækni með greinargerð ef eitthvað hefur óvænt gerst. Síðan skoðum við aðdragandann og bregðumst við á viðeigandi hátt,“ sagði Geir. Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Pétur Pétursson lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir áramótin. Banamein Péturs var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa Pétri ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. Pétri var gefið lyfið Contalgin, sem er mjög sterkt morfínlyf. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var skammturinn sem hann fékk um tvítugfalt það magn sem manneskja sem ekki hefur byggt upp þol gagnvart lyfinu á að þola. Starfsmaðurinn sem um ræðir gerði sér strax grein fyrir mistökum sínum og tilkynnti þau til yfirmanna. Pétur var í kjölfarið fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og segja aðstandendur að sjúkraflutningamenn hafi viljað gefa honum mótefni sem var til staðar. Þeir hafi hins vegar fengið tilmæli frá HSS um að gera það ekki. Þurí Jónasdóttir, tengdadóttir Péturs, segir aðstandendur ekki skilja hvers vegna það var ekki gert.Pétur Pétursson„Það erum við auðvitað ósátt við. HSS mat hann kannski of lélegan eða of gamlan og við spyrjum okkur líka; ef hann hefði verið yngri, ekki 83 ára, hefði þá eitthvað verið gert? Hver var ástæðan fyrir því að ekkert var gert?“ segir Þurí. Í lögum um dánarvottorð kemur fram að lækni, sem kvaddur er til líkskoðunar, sé skylt að gera lögreglu viðvart ef ætla má að dauðsfall megi rekja til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við læknismeðferð. Fréttablaðið hafði samband við Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjón á Suðurnesjum, en hann kannaðist ekki við málið. „Okkur hefur ekki borist tilkynning um neitt slíkt,“ sagði Jóhannes. Málið er nú til skoðunar hjá embætti Landlæknis en Geir Gunnlaugsson landlæknir sagðist ekki geta ekki tjáð sig um einstök mál sem væru til skoðunar hjá embættinu. Hann sagði að þegar óvænt atvik kæmu upp þá væri embættið upplýst um slíkt „Viðkomandi heilbrigðisstofnun upplýsir landlækni með greinargerð ef eitthvað hefur óvænt gerst. Síðan skoðum við aðdragandann og bregðumst við á viðeigandi hátt,“ sagði Geir.
Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00
Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00