Innlent

Lögregla ákveður sjálf hvar hún geymir hríðskotabyssurnar sínar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Lögregluembætti geta tekið sjálfstæða ákvörðun um að vera með byssur í bílum sínum.
Lögregluembætti geta tekið sjálfstæða ákvörðun um að vera með byssur í bílum sínum. Vísir / Hari
Það er í höndum lögreglunnar að ákveða hvort að skammbyssur og sjálfvirkar vélbyssur séu geymdar í lögreglubílum. Ekki þarf sérstaka aðkomu ráðherra lögreglumála eða Alþingis til að taka slíka ákvörðun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu innanríkisráðuneytisins.

Dómsmálaráðherra var engu að síður kynnt sú ákvörðun ríkislögreglustjóra um að kaupa byssurnar sem fjallað hefur verið um í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Skammbyssur hafa um árabil verið staðalbúnaðar á lögreglustöðvum um allt land. Samkvæmt Jóni F. Bjartmarz, yfirlögregluþjóni hjá Ríkislögreglustjóra, eru engar hríðskotabyssur á lögreglustöðvum að undanskyldu lögregluembættinu á Suðurnesjum og embætti ríkislögreglustjóra.

Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur þó til að breytingar verði á og að lögregluembætti fái slíkar byssur.

Í skýrslu sem lögreglan gerði árið 2012 kom fram að 254 skammbyssur væru til hjá lögreglunni og 37 rifflar. Langflestar byssurnar eru hjá ríkislögreglustjóra vegna sérsveitar lögreglunnar, eða 78 skammbyssur og 30 rifflar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með 28 skammbyssur og lögreglan á suðurnesjum með 42. 


Tengdar fréttir

Aukið við vopnabúnað lögreglunnar

Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu.

Stefnubreyting ef vopna á lögregluna

Fyrrveraandi innanríkisráðherra segir það hafa verið rætt í mörg ár hvort vopna ætti almennu lögregluna. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að ákveða að hafa vopn í öllum lögreglubílum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.