Innlent

Íslandsmethafinn Einar K. Guðfinnsson

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson.
Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson. Vísir/GVA
Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, segir að loksins hafi komið að því að hann setti Íslandsmet. Einar sat samfellt á forsetastóli í sjö klukkustundir á Alþingi á miðvikudaginn á meðan önnur umræða og atkvæðagreiðsla um fjárlögin fóru fram.

Einar virðist kampakátur með árangurinn og virðist njóta sín sérstaklega vel í stóli forseta þingsins. Á dögunum hafnaði hann boði formanns Sjálfstæðisflokksins um að taka við embætti innanríkisráðherra. Hann vildi halda sig við starf forseta þingsins.

„Það kom fram í Sjónvarpinu í gær að ég hefði líklega slegið einhvers konar íslandsmet, þegar ég í fyrradag stjórnaði fjárlagaatkvæðagreiðslu á Alþingi linnulaust í sex klukkustundir og sat samfellt á forsetastóli í sjö klukkustundir. Þar kom að því. Aldrei tókst þetta þegar ég stundaði íþróttir á unga aldri. Komst ekki einu sinni nálægt því. Svona bætir maður árangurinn með árunum!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×