Innlent

Skólastjórar geta komið í veg fyrir einelti

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Samstarf í skólum vinnur gegn einelti.
Samstarf í skólum vinnur gegn einelti. NORDICPHOTOS/GETTY
Einelti er minna vandamál í grunnskólum þar sem skólastjórar njóta trausts nemenda og kennara. Skólastjórinn getur markað stefnuna varðandi ásættanlega hegðun. Þetta er haft eftir norskum prófessor, Sigrun Ertesvåg, á vefnum sciensenordic.com. Hún segir mikla áherslu lagða á aðgerðir gegn einelti en undrast hversu lítið hlutverk skólastjóra í því samhengi hefur verið rannsakað.

Hún leggur áherslu á að skólastjóri geti átt þátt í að móta stefnu varðandi ásættanlega hegðun í skólanum. Bregðist allir kennarar á samskonar hátt gegn einelti geti nemendur ekki nýtt sér mismunandi viðbrögð þeirra.

Rannsóknir annars norsks prófessors, Thomas Nordahl, í Danmörku sýna svolítil tengsl milli samvinnu skólastjórnenda og kennara annars vegar og samskipta milli nemenda og nemenda og kennara hins vegar.

Nordahl segir rannsókn Ertesvåg hins vegar taka til fárra þátta. Hún segir að samband milli nemenda og að tengslin við kennara séu að vísu mikilvægari en hlutverk skólastjóra. Ekki megi hins vegar gleyma þætti skólastjórans. Hún getur þess að í mörgum tilfellum séu aðgerðir gegn einelti ekki vel framkvæmdar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×