Dauðsfallið á Hvammstanga: Enn beðið niðurstöðu úr krufningu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2014 14:27 Frá Hvammstanga. Vísir/Jón Sigurður „Von er á skýrslu í lok vikunnar úr krufningu, vegna fráfalls Tomasz Krzeczkowski, sem lést eftir meinta líkamsárás á Hvammstanga fyrr í mánuðinum.“ Þannig hófst frétt á Vísi þann 24. júní síðastliðinn. Síðan eru liðnar tíu vikur og enn bólar ekkert á niðurstöðu úr krufningunni. „Við erum að verða jafnspenntir og þið,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, sem Vísir hefur verið í reglulegu sambandi við undanfarna rúma tvo mánuði. Hann segir í raun aðeins beðið eftir niðurstöðu krufningar en í kjölfarið verði það sent til ríkissaksóknara. Tveir menn, feðgar sem bjuggu í húsinu á Hvammstanga þar sem Krzeczkowski fannst, eru grunaðir um að hafa banað honum aðfaranótt sunnudagsins 15. júní. Sæta þeir farbanni. Fjórir voru í fyrstu handteknir en tveir þeirra liggja ekki undir grun.Jón Gunnlaugur Jónasson.Vísir/VilhelmÁrsgamlar krufningar enn óafgreiddar Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir rannsóknastofu í meinafræði, segir margt spila inn í hvers vegna langan tíma geti tekið að fá niðurstöður úr krufningum sem eru tvenns konar; réttarkrufning og spítalakrufning. Réttarkrufningar eru unnar fyrir lögregluyfirvöld og geta t.d. verið morðrannsóknir, sjálfsvíg og umferðarslys. „Sjálf krufningin er í rauninni gerð tiltölulega fljótlega eftir andlát,“ segir Jón Gunnlaugur. Það taki í raun aðeins nokkra daga. Svo taki aðrir hlutir lengri tíma áður en hægt er að senda frá sér lokaskýrsluna. „Tilgangurinn er að reyna að leiða í ljós þá atburðarás sem leiðir til andláts,“ segir Jón Gunnlaugur um réttarkrufningar. Taka þarf sýni úr líffærum, vinna þau til smásjárrannsókn, framkvæma efnamælingar og lyfjarannsóknir á sýnum bæði úr blóði og vefjum. „Ítarleg greining á sýnum geta tekið allt að þrjá mánuði.“ Um sérfag sé að ræða, réttarmeinafræði, og aðeins einn Íslendingur hafi sótt sér þá menntun. Sá læknir hafi hins vegar starfað í Bandaríkjunum undanfarin átta ár. Tveir þýskir réttarmeinafræðingar starfa fyrir Landspítalann. Önnur hefur verið í fullu starfi frá áramótum en hin er í hálfu starfi. Er hún tvær vikur á Íslandi og tvær vikur í Þýskalandi. Jón Gunnlaugur segir að reynt sé að hraða þeim málum sem beðið er eftir. Hins vegar hafi á síðasta ári aðeins einn starfsmaður gegnt hlutverki réttarmeinafræðings og verkefnin hafi hlaðist upp. Finna megi ársgamlar krufningar sem enn eigi eftir að afgreiða. „Halinn sem var orðinn hefur styst verulega á meðan við höfum verið með þær tvær,“ segir Jón Gunnlaugur sem á við réttarmeinafræðingana þýsku. Sú í fullu starfi mun hverfa til síns heima í lok árs en Jón Gunnlaugur er bjartsýnn á að annar fáist í staðinn. Það hjálpi til að erlendir meinafræðingar sýni Íslandi það mikinn áhuga að hægt sé að fá þá til starfa hér á landi þó til skamms tíma sé. Tengdar fréttir Maðurinn í öndunarvél og honum haldið sofandi Maður liggur nú á gjörgæsludeild eftir alvarlega líkamsárás á Hvammstanga á laugardagskvöld. Maðurinn hlaut meðal annars alvarlega áverka á höfði. 16. júní 2014 08:29 Fjórir grunaðir um líkamsárás á Hvammstanga Töluvert af blóði mun hafa verið í íbúðinni þegar lögreglu bar að garði. 15. júní 2014 16:09 Ekki sjálfsagt að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Enn sitja tveir menn, annar á þrítugsaldri og hinn á sextugsaldri, í gæsluvarðhaldi eftir að maður lést á Hvammstanga um síðastliðna helgi. 20. júní 2014 15:02 Látinn eftir líkamsárásina á Hvammstanga Manninum sem varð fyrir líkamsárás á Hvammstanga aðfaranótt sunnudags var haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans undanfarna daga. 18. júní 2014 18:16 Dauðsfallið á Hvammstanga: Krufningu enn ekki lokið Vonast er til að rannsókn málsins ljúki á haustmánuðum. 16. júlí 2014 11:48 Dauðsfallið á Hvammstanga: Von á skýrslu úr krufningu í lok vikunnar Von er á skýrslu í lok vikunnar úr krufningu, vegna fráfalls Tomasz Krzeczkowski, sem lést eftir meinta líkamsárás á Hvammstanga fyrr í mánuðinum. 24. júní 2014 12:47 Þungt höfuðhögg banameinið | Tveir leystir úr varðhaldi Tveir menn er enn í haldi og er rannsóknin í fullum gangi. 19. júní 2014 14:43 Meintir árásarmenn á Hvammstanga lausir úr haldi Hugsanlegt er að höfuðáverkar sem drógu manninn til dauða megi rekja til slyss en ekki barsmíða 22. júní 2014 13:53 Mögulegt fyrra höfuðhögg til skoðunar Lögreglan á Akureyri hefur meðal annars til rannsóknar hvort maðurinn sem lét lífið af völdum höfuðhöggs um Hvítasunnuhelgina hafi viku fyrr fengið höfuðhögg í skírnarveislu. 24. júní 2014 17:04 Ættingjar og vinir hins látna hrærðir "Stundin gekk mjög vel og það hefur verið mikill samhugur og stuðningur í samfélaginu,“ segir sóknarpresturinn á Hvammstanga. 19. júní 2014 13:13 Fjórmenningarnir í gæsluvarðhald Maðurinn sem slasaðist er í lífshættu en honum er haldið sofandi í öndunarvél. 16. júní 2014 14:51 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
„Von er á skýrslu í lok vikunnar úr krufningu, vegna fráfalls Tomasz Krzeczkowski, sem lést eftir meinta líkamsárás á Hvammstanga fyrr í mánuðinum.“ Þannig hófst frétt á Vísi þann 24. júní síðastliðinn. Síðan eru liðnar tíu vikur og enn bólar ekkert á niðurstöðu úr krufningunni. „Við erum að verða jafnspenntir og þið,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, sem Vísir hefur verið í reglulegu sambandi við undanfarna rúma tvo mánuði. Hann segir í raun aðeins beðið eftir niðurstöðu krufningar en í kjölfarið verði það sent til ríkissaksóknara. Tveir menn, feðgar sem bjuggu í húsinu á Hvammstanga þar sem Krzeczkowski fannst, eru grunaðir um að hafa banað honum aðfaranótt sunnudagsins 15. júní. Sæta þeir farbanni. Fjórir voru í fyrstu handteknir en tveir þeirra liggja ekki undir grun.Jón Gunnlaugur Jónasson.Vísir/VilhelmÁrsgamlar krufningar enn óafgreiddar Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir rannsóknastofu í meinafræði, segir margt spila inn í hvers vegna langan tíma geti tekið að fá niðurstöður úr krufningum sem eru tvenns konar; réttarkrufning og spítalakrufning. Réttarkrufningar eru unnar fyrir lögregluyfirvöld og geta t.d. verið morðrannsóknir, sjálfsvíg og umferðarslys. „Sjálf krufningin er í rauninni gerð tiltölulega fljótlega eftir andlát,“ segir Jón Gunnlaugur. Það taki í raun aðeins nokkra daga. Svo taki aðrir hlutir lengri tíma áður en hægt er að senda frá sér lokaskýrsluna. „Tilgangurinn er að reyna að leiða í ljós þá atburðarás sem leiðir til andláts,“ segir Jón Gunnlaugur um réttarkrufningar. Taka þarf sýni úr líffærum, vinna þau til smásjárrannsókn, framkvæma efnamælingar og lyfjarannsóknir á sýnum bæði úr blóði og vefjum. „Ítarleg greining á sýnum geta tekið allt að þrjá mánuði.“ Um sérfag sé að ræða, réttarmeinafræði, og aðeins einn Íslendingur hafi sótt sér þá menntun. Sá læknir hafi hins vegar starfað í Bandaríkjunum undanfarin átta ár. Tveir þýskir réttarmeinafræðingar starfa fyrir Landspítalann. Önnur hefur verið í fullu starfi frá áramótum en hin er í hálfu starfi. Er hún tvær vikur á Íslandi og tvær vikur í Þýskalandi. Jón Gunnlaugur segir að reynt sé að hraða þeim málum sem beðið er eftir. Hins vegar hafi á síðasta ári aðeins einn starfsmaður gegnt hlutverki réttarmeinafræðings og verkefnin hafi hlaðist upp. Finna megi ársgamlar krufningar sem enn eigi eftir að afgreiða. „Halinn sem var orðinn hefur styst verulega á meðan við höfum verið með þær tvær,“ segir Jón Gunnlaugur sem á við réttarmeinafræðingana þýsku. Sú í fullu starfi mun hverfa til síns heima í lok árs en Jón Gunnlaugur er bjartsýnn á að annar fáist í staðinn. Það hjálpi til að erlendir meinafræðingar sýni Íslandi það mikinn áhuga að hægt sé að fá þá til starfa hér á landi þó til skamms tíma sé.
Tengdar fréttir Maðurinn í öndunarvél og honum haldið sofandi Maður liggur nú á gjörgæsludeild eftir alvarlega líkamsárás á Hvammstanga á laugardagskvöld. Maðurinn hlaut meðal annars alvarlega áverka á höfði. 16. júní 2014 08:29 Fjórir grunaðir um líkamsárás á Hvammstanga Töluvert af blóði mun hafa verið í íbúðinni þegar lögreglu bar að garði. 15. júní 2014 16:09 Ekki sjálfsagt að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Enn sitja tveir menn, annar á þrítugsaldri og hinn á sextugsaldri, í gæsluvarðhaldi eftir að maður lést á Hvammstanga um síðastliðna helgi. 20. júní 2014 15:02 Látinn eftir líkamsárásina á Hvammstanga Manninum sem varð fyrir líkamsárás á Hvammstanga aðfaranótt sunnudags var haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans undanfarna daga. 18. júní 2014 18:16 Dauðsfallið á Hvammstanga: Krufningu enn ekki lokið Vonast er til að rannsókn málsins ljúki á haustmánuðum. 16. júlí 2014 11:48 Dauðsfallið á Hvammstanga: Von á skýrslu úr krufningu í lok vikunnar Von er á skýrslu í lok vikunnar úr krufningu, vegna fráfalls Tomasz Krzeczkowski, sem lést eftir meinta líkamsárás á Hvammstanga fyrr í mánuðinum. 24. júní 2014 12:47 Þungt höfuðhögg banameinið | Tveir leystir úr varðhaldi Tveir menn er enn í haldi og er rannsóknin í fullum gangi. 19. júní 2014 14:43 Meintir árásarmenn á Hvammstanga lausir úr haldi Hugsanlegt er að höfuðáverkar sem drógu manninn til dauða megi rekja til slyss en ekki barsmíða 22. júní 2014 13:53 Mögulegt fyrra höfuðhögg til skoðunar Lögreglan á Akureyri hefur meðal annars til rannsóknar hvort maðurinn sem lét lífið af völdum höfuðhöggs um Hvítasunnuhelgina hafi viku fyrr fengið höfuðhögg í skírnarveislu. 24. júní 2014 17:04 Ættingjar og vinir hins látna hrærðir "Stundin gekk mjög vel og það hefur verið mikill samhugur og stuðningur í samfélaginu,“ segir sóknarpresturinn á Hvammstanga. 19. júní 2014 13:13 Fjórmenningarnir í gæsluvarðhald Maðurinn sem slasaðist er í lífshættu en honum er haldið sofandi í öndunarvél. 16. júní 2014 14:51 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Maðurinn í öndunarvél og honum haldið sofandi Maður liggur nú á gjörgæsludeild eftir alvarlega líkamsárás á Hvammstanga á laugardagskvöld. Maðurinn hlaut meðal annars alvarlega áverka á höfði. 16. júní 2014 08:29
Fjórir grunaðir um líkamsárás á Hvammstanga Töluvert af blóði mun hafa verið í íbúðinni þegar lögreglu bar að garði. 15. júní 2014 16:09
Ekki sjálfsagt að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Enn sitja tveir menn, annar á þrítugsaldri og hinn á sextugsaldri, í gæsluvarðhaldi eftir að maður lést á Hvammstanga um síðastliðna helgi. 20. júní 2014 15:02
Látinn eftir líkamsárásina á Hvammstanga Manninum sem varð fyrir líkamsárás á Hvammstanga aðfaranótt sunnudags var haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans undanfarna daga. 18. júní 2014 18:16
Dauðsfallið á Hvammstanga: Krufningu enn ekki lokið Vonast er til að rannsókn málsins ljúki á haustmánuðum. 16. júlí 2014 11:48
Dauðsfallið á Hvammstanga: Von á skýrslu úr krufningu í lok vikunnar Von er á skýrslu í lok vikunnar úr krufningu, vegna fráfalls Tomasz Krzeczkowski, sem lést eftir meinta líkamsárás á Hvammstanga fyrr í mánuðinum. 24. júní 2014 12:47
Þungt höfuðhögg banameinið | Tveir leystir úr varðhaldi Tveir menn er enn í haldi og er rannsóknin í fullum gangi. 19. júní 2014 14:43
Meintir árásarmenn á Hvammstanga lausir úr haldi Hugsanlegt er að höfuðáverkar sem drógu manninn til dauða megi rekja til slyss en ekki barsmíða 22. júní 2014 13:53
Mögulegt fyrra höfuðhögg til skoðunar Lögreglan á Akureyri hefur meðal annars til rannsóknar hvort maðurinn sem lét lífið af völdum höfuðhöggs um Hvítasunnuhelgina hafi viku fyrr fengið höfuðhögg í skírnarveislu. 24. júní 2014 17:04
Ættingjar og vinir hins látna hrærðir "Stundin gekk mjög vel og það hefur verið mikill samhugur og stuðningur í samfélaginu,“ segir sóknarpresturinn á Hvammstanga. 19. júní 2014 13:13
Fjórmenningarnir í gæsluvarðhald Maðurinn sem slasaðist er í lífshættu en honum er haldið sofandi í öndunarvél. 16. júní 2014 14:51