Innlent

Dauðsfallið á Hvammstanga: Krufningu enn ekki lokið

Samúel Karl Ólason skrifar
Hvammstangi
Hvammstangi Vísir/Jón Sigurður
Krufningu vegna fráfalls Tomaz Krzeczkowski er enn ekki lokið. Tomasz lést þann 18. júní eftir meinta líkamsárás á Hvammstanga sem átti sér stað þremur dögum áður. Upprunalega voru fjórir menn settir í gæsluvarðhald vegna málsins en tveimur þeirra var sleppt 19. júní.

Samkvæmt lögreglunni á Akureyri, sem fer með rannsókn málsins, miðar henni vel og vonast er til að henni ljúki á haustmánuðunum.

Þann 24. júní var von á skýrslu vegna krufningarinnar innan nokkurra daga, en hún hefur enn ekki borist. Umfang krufningarinnar hefur aukist og bæst hafa við eiturefnarannsóknir, efnarannsóknir, lyfjarannsóknir og fleira.

Tveir menn hafa enn réttarstöðu grunaðs manns og eru í farbanni. Þeir eru feðgar og búa í húsinu þar sem komið var að Tomasz en hann lést vegna höfuðkúpubrots.


Tengdar fréttir

Mögulegt fyrra höfuðhögg til skoðunar

Lögreglan á Akureyri hefur meðal annars til rannsóknar hvort maðurinn sem lét lífið af völdum höfuðhöggs um Hvítasunnuhelgina hafi viku fyrr fengið höfuðhögg í skírnarveislu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×