Innlent

Hópsöfnun fyrir tónleikum

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Chris Shiflett, Pat Smear, Nate Mendel, Taylor Hawkins og Dave Grohl.
Chris Shiflett, Pat Smear, Nate Mendel, Taylor Hawkins og Dave Grohl. Vísir/Getty
Rokkhljómsveitin Foo Fighters ætlar svo sannarlega að gleðja hóp aðdáenda sinna þann 17.september næstkomandi.

Aðdáendur sveitarinnar í Virginiu, sem er einmitt heimabær söngvarans Dave Grohl, tók sig saman fyrr á árinu og stofnuðu hóp-söfnunarsíðu með það að markmiði að fá sveitina til að halda tónleika þar.

Foo Fighters héldu síðast tónleika í Virginíu árið 1998 og voru aðdáendur sveitarinnar þar eðlilega orðnir óþolinmóðir eftir að berja goðin augum. Þessi söfnun virðist ætla að skila árangri því í vikunni birtu Foo Fighters tilkynningu á twitter síðu sinni sem sagði að þeir væru á leið til Virginiu og muni spila í Virginia's National Theater í Richmond. Eiga þessir 1500 aðdáendur sem gáfu í söfnunina miða á tónleikana og verða þau fyrst til þess að heyra nýtt efni sveitarinnar, en áttunda plata þeirra Sonic Highway er væntanleg 10.nóvember.



Síðasta plata sveitarinnar, Wasting Light kom út árið 2011 og sló rækilega í gegn, svo spennandi verður að heyra efni nýju plötunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×