Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2014 21:03 Kvikmyndagerðamaðurinn Alferð Möller hjá Lifestyle Films fangaði hreint ótrúlegan utanvegaakstur á Sólheimasandi á þriðjudaginn síðastliðinn en í myndskeiðinu, sem nálgast má hér að ofan, sést hvernig bílstjórinn keyrir hring eftir hring með tilheyrandi jarðrofi. Í samtali við Vísi segir Alfreð að ökumaðurinn og farþegarnir þrír sem voru innanborðs hafi ekið töluvert áður en hann tók upp myndavélina og hafi verið hinir hressustu við hringspólið. „Svo slógu þeir bara höndunum saman, gáfu hvorum öðrum „High-five“ og keyrðu í burtu,“ segir Alfreð. Ef vel er að gáð má sjá hvernig farþegi bílsins myndar athæfið út um glugga bifreiðarinnar. Þá hafði einnig verið komið fyrir myndavél á vélarhlíf bílsins. Bíllinn er bílaleigubíll og samkvæmt heimildum Vísis má ökumaðurinn búast við hárri sekt frá bílaleigunni sem hann skipti við. Starfsmönnum leigunnar hefur verið gert viðvart og verður ökumaðurinn ávíttur þegar bílnum verður skilað. Myndbandinu var deilt í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar fyrr í kvöld og hefur það vakið umtalsverða úlfúð. Fólk er gáttað á framferði ökumannsins og einni netverji gengur svo langt að kalla hann „kýrhaus“.Aldrei séð annað eins Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en ströng viðurlög geta verið við utanvegaakstri sem þessum. Í lögum um náttúruvernd segir að bannað sé að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Hver sá sá sem brýtur gegn ákvæðum laganna eða settum reglum þeim tengdum skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Ef alvarleg spjöll verða á náttúru vegna athæfisins varðar sektina að lágmarki 350 þúsund krónum eða allt að fjögurra ára fangelsisvist.Atli Árdal, varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli, segir að að málið verði tekið til skoðunar. „Þetta er alveg út úr korti. Við höfum verið að sjá nákvæmlega svona för en ég hef aldrei séð myndir af gerenda eins og þarna,“ segir Atli og bætir við að þeir hjá lögreglunni biðji fólk um að fara vel og snyrtilega um landið. Tengdar fréttir Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Ók utan vega við Lakagíga Erlendur ferðamaður gæti átt yfir höfði sér hálfrar milljón króna sekt vegna utanvegaaksturs. 7. ágúst 2014 21:09 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Varasamir hálendisvegir Vegir á hálendinu eru víða mjög blautir og miklir pollar hafa myndast í slóðum. 8. júlí 2014 07:49 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Alferð Möller hjá Lifestyle Films fangaði hreint ótrúlegan utanvegaakstur á Sólheimasandi á þriðjudaginn síðastliðinn en í myndskeiðinu, sem nálgast má hér að ofan, sést hvernig bílstjórinn keyrir hring eftir hring með tilheyrandi jarðrofi. Í samtali við Vísi segir Alfreð að ökumaðurinn og farþegarnir þrír sem voru innanborðs hafi ekið töluvert áður en hann tók upp myndavélina og hafi verið hinir hressustu við hringspólið. „Svo slógu þeir bara höndunum saman, gáfu hvorum öðrum „High-five“ og keyrðu í burtu,“ segir Alfreð. Ef vel er að gáð má sjá hvernig farþegi bílsins myndar athæfið út um glugga bifreiðarinnar. Þá hafði einnig verið komið fyrir myndavél á vélarhlíf bílsins. Bíllinn er bílaleigubíll og samkvæmt heimildum Vísis má ökumaðurinn búast við hárri sekt frá bílaleigunni sem hann skipti við. Starfsmönnum leigunnar hefur verið gert viðvart og verður ökumaðurinn ávíttur þegar bílnum verður skilað. Myndbandinu var deilt í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar fyrr í kvöld og hefur það vakið umtalsverða úlfúð. Fólk er gáttað á framferði ökumannsins og einni netverji gengur svo langt að kalla hann „kýrhaus“.Aldrei séð annað eins Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en ströng viðurlög geta verið við utanvegaakstri sem þessum. Í lögum um náttúruvernd segir að bannað sé að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Hver sá sá sem brýtur gegn ákvæðum laganna eða settum reglum þeim tengdum skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Ef alvarleg spjöll verða á náttúru vegna athæfisins varðar sektina að lágmarki 350 þúsund krónum eða allt að fjögurra ára fangelsisvist.Atli Árdal, varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli, segir að að málið verði tekið til skoðunar. „Þetta er alveg út úr korti. Við höfum verið að sjá nákvæmlega svona för en ég hef aldrei séð myndir af gerenda eins og þarna,“ segir Atli og bætir við að þeir hjá lögreglunni biðji fólk um að fara vel og snyrtilega um landið.
Tengdar fréttir Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Ók utan vega við Lakagíga Erlendur ferðamaður gæti átt yfir höfði sér hálfrar milljón króna sekt vegna utanvegaaksturs. 7. ágúst 2014 21:09 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Varasamir hálendisvegir Vegir á hálendinu eru víða mjög blautir og miklir pollar hafa myndast í slóðum. 8. júlí 2014 07:49 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Sjá meira
Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14
Ók utan vega við Lakagíga Erlendur ferðamaður gæti átt yfir höfði sér hálfrar milljón króna sekt vegna utanvegaaksturs. 7. ágúst 2014 21:09
Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00
Varasamir hálendisvegir Vegir á hálendinu eru víða mjög blautir og miklir pollar hafa myndast í slóðum. 8. júlí 2014 07:49