Innlent

Ók utan vega við Lakagíga

Atli Ísleifsson skrifar
Ökumaður ók þessa leið til að forðast poll á veginum.
Ökumaður ók þessa leið til að forðast poll á veginum. Mynd/Lögreglan á Hvolsvelli

Erlendur ferðamaður gæti átt yfir höfði sér hálfrar milljón króna sekt vegna utanvegaaksturs við Lakagíga.

Lögreglan á Hvolsvelli var í dag við eftirlit í Vatnajökulsþjóðgarði og stóð erlendan ökumann á bílaleigubíl að verki þar sem hann ók utan vega við Varmárfell.

Á Facebook-síðu lögreglunnar segir að maðurinn hafði ekið út fyrir veg, yfir mýrarmosa og fest bifreið sína þar. Segir að málið hafi fengið viðeigandi meðferð hjá lögreglu en sektir við utanvegaakstri geta numið allt að 500 þúsund krónum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.