Lögreglan á Hvolsvelli var í dag við eftirlit í Vatnajökulsþjóðgarði og stóð erlendan ökumann á bílaleigubíl að verki þar sem hann ók utan vega við Varmárfell.
Á Facebook-síðu lögreglunnar segir að maðurinn hafði ekið út fyrir veg, yfir mýrarmosa og fest bifreið sína þar. Segir að málið hafi fengið viðeigandi meðferð hjá lögreglu en sektir við utanvegaakstri geta numið allt að 500 þúsund krónum.