Ólöglegt niðurhal á Morgunblaði og DV Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. febrúar 2014 08:00 Tölublöð Morgunblaðsins og DV hafa síðustu vikuna verið aðgengileg á deildu.net. Síðustu vikuna hefur verið hægt að hlaða niður pdf-útgáfum af Morgunblaðinu og DV á skráarskiptasíðunni deildu.net. Pappírs- og netútgáfa blaðanna er seld í áskrift en á deildu.net getur hver sem er nálgast og deilt útgáfum blaðanna án þess að rétthafar fái greitt fyrir. Allt að tvö hundruð manns hafa síðastliðna viku hlaðið niður hverju tölublaði. Jón Trausti Reynisson, útgáfustjóri DV, segir áskriftargjöldin vera meirihluta tekna blaðsins. „Við verðum auðvitað að geta borgað blaðamönnum laun og áskrifendur hjálpa okkur við það. Besta leiðin væri að koma blaðinu í þannig form að ekki væri hægt að deila því svona en við ætlum ekki að grípa til þannig aðgerða,“ segir Jón Trausti.Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, ætlar að skoða hvernig hægt er að bregðast við.Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, þekkti ekki til málsins þegar blaðamaður hafði samband við hann en sagðist ætla að skoða strax hvernig hægt væri að bregðast við. „Þetta er freklegt brot á höfundavörðu efni sem hér er búið til og það er óheimilt að deila því með þessum hætti. Við höfum ekki orðið fyrir þessu áður en nú munum við skoða til hvaða ráða er hægt að grípa,“ segir Óskar. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknarlögreglu höfuðborgarsvæðisins, segir kærur hafa borist vegna deildu.net og að málið sé í rannsókn en hann geti ekki veitt frekari upplýsingar um framgang þess. Þær kærur tengjast myndefni sem hægt er að hlaða niður á deildu.net. Til að mynda lögðu Samtök myndrétthafa á Íslandi, SMÁÍS, fram kæru í febrúar í fyrra vegna slíks máls. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Síðustu vikuna hefur verið hægt að hlaða niður pdf-útgáfum af Morgunblaðinu og DV á skráarskiptasíðunni deildu.net. Pappírs- og netútgáfa blaðanna er seld í áskrift en á deildu.net getur hver sem er nálgast og deilt útgáfum blaðanna án þess að rétthafar fái greitt fyrir. Allt að tvö hundruð manns hafa síðastliðna viku hlaðið niður hverju tölublaði. Jón Trausti Reynisson, útgáfustjóri DV, segir áskriftargjöldin vera meirihluta tekna blaðsins. „Við verðum auðvitað að geta borgað blaðamönnum laun og áskrifendur hjálpa okkur við það. Besta leiðin væri að koma blaðinu í þannig form að ekki væri hægt að deila því svona en við ætlum ekki að grípa til þannig aðgerða,“ segir Jón Trausti.Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, ætlar að skoða hvernig hægt er að bregðast við.Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, þekkti ekki til málsins þegar blaðamaður hafði samband við hann en sagðist ætla að skoða strax hvernig hægt væri að bregðast við. „Þetta er freklegt brot á höfundavörðu efni sem hér er búið til og það er óheimilt að deila því með þessum hætti. Við höfum ekki orðið fyrir þessu áður en nú munum við skoða til hvaða ráða er hægt að grípa,“ segir Óskar. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknarlögreglu höfuðborgarsvæðisins, segir kærur hafa borist vegna deildu.net og að málið sé í rannsókn en hann geti ekki veitt frekari upplýsingar um framgang þess. Þær kærur tengjast myndefni sem hægt er að hlaða niður á deildu.net. Til að mynda lögðu Samtök myndrétthafa á Íslandi, SMÁÍS, fram kæru í febrúar í fyrra vegna slíks máls.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira