Bólusetningin gagnast fleirum en 12 ára stúlkum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. febrúar 2014 10:23 "Við höfum ekki verið nógu dugleg til þess að hvetja konur og aðra til þess að bólusetja sig,“ segir Kristján. VÍSIR/VILHELM/AÐSEND Félag bandarískra kvensjúkdóma- og fæðingalækna hvetja til þess að bæði konur og karlar upp að 26 ára aldri verði bólusett gegn HPV veirunni. Þar eins og hér á landi eru 12 ára stúlkur þær einu sem eru bólusettar gegn veirunni. „Það eru fleiri hópar sem þessar bólusetningar myndu geta haft áhrif á en ungar stúlkur,“ segir Kristján Oddsson, yfirlæknir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. „Umræðan um þetta er aðeins að hefjast hér á landi.“ „Við höfum ekki verið nógu dugleg til þess að hvetja konur og aðra til þess að bólusetja sig,“ segir Kristján. En að hans sögn myndu bólusetningarnar koma sér vel fyrir fleiri en þær sem eru bólusettar nú.HPV veiran veldur meðal annars krabbameini í endaþarmi Um 80 prósent fólks smitast af HPV veirunni tveimur árum eftir að það byrjar að stunda kynlíf. Um 40 tegundir eru af veirunni og um 15 af þeim eru krabbameinsvaldandi. Í um 90 prósent tilfella losnar fólkið við veiruna af sjálfu sér að sögn Kristjáns. Bóluefnið sem ungum stúlkum er gefið í dag ver þær fyrir tveimur af þessum 15 krabbameinsvaldandi veirum en þær tvær valda um 70 prósent af leghálskrabbameinum. „HPV veiran getur einnig valdið krabbameini í endaþarmi, munnkoki og getnaðarlimi,“ segir Kristján. Samkynhneigðir karlar eru í 17 prósent meiri hættu á að fá krabbamein í endaþarmsop en þeir sem hafa bara kynmök við konur. Það er vegna HPV veirunnar. Foreldrar ungra drengja ættu því að hafa það í huga að láta bólusetja þá. Konur sem eru að koma úr löngum samböndum og hafa áhuga á að stofna til nýrra ættu sömuleiðis að hugleiða bólusetningu. Ekki sé víst að þær hafi fengið veiruna og með bólusetningu væru þær að verja sig gagnvart smiti. Í Danmörku er konum boðið upp á ókeypis bólusetningu upp að 26 ára aldri. Hér á landi þyrftu þær konur og þeir karlmenn sem hafa áhuga á bólusetningu að greiða fyrir hana sjálf. Tvær tegundir bólusetninga eru í boði hér á landi nú og sú dýrari kostar um 22 þúsund krónur skiptið. Til þess að bólusetningin virki þarf að fara þrisvar sinnum í hana á sex mánaða tímabili. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Félag bandarískra kvensjúkdóma- og fæðingalækna hvetja til þess að bæði konur og karlar upp að 26 ára aldri verði bólusett gegn HPV veirunni. Þar eins og hér á landi eru 12 ára stúlkur þær einu sem eru bólusettar gegn veirunni. „Það eru fleiri hópar sem þessar bólusetningar myndu geta haft áhrif á en ungar stúlkur,“ segir Kristján Oddsson, yfirlæknir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. „Umræðan um þetta er aðeins að hefjast hér á landi.“ „Við höfum ekki verið nógu dugleg til þess að hvetja konur og aðra til þess að bólusetja sig,“ segir Kristján. En að hans sögn myndu bólusetningarnar koma sér vel fyrir fleiri en þær sem eru bólusettar nú.HPV veiran veldur meðal annars krabbameini í endaþarmi Um 80 prósent fólks smitast af HPV veirunni tveimur árum eftir að það byrjar að stunda kynlíf. Um 40 tegundir eru af veirunni og um 15 af þeim eru krabbameinsvaldandi. Í um 90 prósent tilfella losnar fólkið við veiruna af sjálfu sér að sögn Kristjáns. Bóluefnið sem ungum stúlkum er gefið í dag ver þær fyrir tveimur af þessum 15 krabbameinsvaldandi veirum en þær tvær valda um 70 prósent af leghálskrabbameinum. „HPV veiran getur einnig valdið krabbameini í endaþarmi, munnkoki og getnaðarlimi,“ segir Kristján. Samkynhneigðir karlar eru í 17 prósent meiri hættu á að fá krabbamein í endaþarmsop en þeir sem hafa bara kynmök við konur. Það er vegna HPV veirunnar. Foreldrar ungra drengja ættu því að hafa það í huga að láta bólusetja þá. Konur sem eru að koma úr löngum samböndum og hafa áhuga á að stofna til nýrra ættu sömuleiðis að hugleiða bólusetningu. Ekki sé víst að þær hafi fengið veiruna og með bólusetningu væru þær að verja sig gagnvart smiti. Í Danmörku er konum boðið upp á ókeypis bólusetningu upp að 26 ára aldri. Hér á landi þyrftu þær konur og þeir karlmenn sem hafa áhuga á bólusetningu að greiða fyrir hana sjálf. Tvær tegundir bólusetninga eru í boði hér á landi nú og sú dýrari kostar um 22 þúsund krónur skiptið. Til þess að bólusetningin virki þarf að fara þrisvar sinnum í hana á sex mánaða tímabili.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira