Tryggingarstofnun viðurkennir mistök en leiðréttir ekki að eigin frumkvæði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. október 2014 07:00 Tryggingastofnun segir synjun á örorkubótum aftur í tímann ekki hafa byggst á ástæðu sem Tryggingastofnun beitti en viðurkennir að rétt sé hjá umboðsmanni Alþingis að hafi verið ólögleg. Fréttablaðið/Vilhelm „Telji einhver að réttur hafi verið á sér brotinn vegna synjunar á afturvirkum greiðslum er bent á að hægt er að óska endurupptöku á málinu hjá stofnuninni,“ segir í tilkynningu frá Tryggingastofnun vegna nýs álits umboðsmanns Alþingis. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær segir umboðsmaður Alþingis að Tryggingastofnun hafi án lagastoðar sett tiltekin skilyrði fyrir örorkubótum aftur í tímann. Úrskurðarnefnd almannatrygginga hafi síðan tekið undir með Tryggingastofnun og brotið á þroskaskertri konu með því að draga í efa að fötlun hennar væri meðfædd án þess að gefa henni færi á að leggja fram frekari gögn máli sínu til stuðnings. Hún vildi fá örorkubætur tvö ár aftur í tímann eins og heimilt er samkvæmt lögum.Sigríður Lillý Magnúsdóttir, forstjóri TR.Réttmæt athugasemd en breytir ekki málinu „Ábending umboðsmanns Alþingis að orðalagið „sérstakar aðstæður“ eigi sér ekki stoð í lögunum er réttmæt. Munum við þegar bregðast við þeirri ábendingu og lagfæra texta bréfanna. Synjunin á afturvirkum greiðslum örorkulífeyris byggist enda ekki á því hvort um „sérstakar aðstæður“ sé að ræða heldur því hvort skilyrði mats á örorku séu uppfyllt,“ segir Tryggingastofnun. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Daníel Isebarn Ágústssyni, lögmanni Öryrkjabandalags Íslands, sem fór með mál konunnar til umboðsmanns, að Tryggingastofnun hefði árum saman þverskallast við endurteknum ábendingum um að verklag stofnunarinnar væri andstætt lögum. Sagðist Daníel telja hundruð öryrkja hafa verið snuðuð um bætur.Segja úrskurðarnefnd tvístígandi Tryggingastofnun segir í tilkynningu sinni að greiddar séu bætur í allt að tvö ár aftur í tímann ef réttur viðkomandi sé ótvíræður, enda hafi verið sótt um afturvirkar greiðslur. Úrskurðarnefnd almannatrygginga hafi ýmist staðfest þá framkvæmd Tryggingastofnunar að um undanþáguákvæði væri að ræða eða ekki. Fréttablaðið óskaði eftir því við Tryggingastofnun að því yrði svarað hvort stofnunin myndi nú endurupptaka önnur mál en mál fyrrgreindrar konu og þá hversu mörg mál og hversu langt aftur í tímann. Þessu hefur TR ekki svarað að öðru leyti en því sem hér kemur fram að þeir sem telji á sér brotið vegna synjunar á afturvirkum greiðslum geti óskað eftir því að mál þeirra verði tekin upp aftur. Þannig virðist TR ekki ætla að hafa frumkvæði að því að leiðrétta fyrri ákvarðanir sínar.Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalags Íslands.Öryrkjar segja Tryggingastofnun gera lítið úr áliti umboðsmanns Öryrkjabandalagið lýsir yfir „miklum vonbrigðum“ með viðbrögð Tryggingastofnunar vegna álits umboðsmanns Alþingis í máli þroskaskertu konunnar sem fjallað er um hér að ofan. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður ÖBÍ, segir viðbrögð Tryggingastofnunar ekki verða skilin með öðrum hætti en að stofnunin muni halda áfram verklagi sínu og setja viðbótarskilyrði fyrir greiðslum aftur í tímann jafnvel þótt umboðsmaður hafi komist að þeirri niðurstöðu að slíkt sé ólögmætt. Einnig segir Daníel TR gera lítið úr niðurstöðu umboðsmanns um að viðbótarskilyrði stofnunar um „sérstakar aðstæður“ eigi sér ekki stoð í lögum. Stofnunin segi nú að ekki hafi verið byggt á skilyrði um „sérstakar aðstæður“ við synjun á afturvirkum greiðslum.Rangfærslur hjá Tryggingastofnun „Það er beinlínis rangt enda kemur meðal annars fram að byggt var á því í máli konunnar sem leitaði til umboðsmanns í framangreindu máli,“ segir Daníel sem kveður ÖBÍ auk þess hafa fjölmörg dæmi um að Tryggingastofnun hafi synjað greiðslum aftur í tímann þar sem stofnunin telji ekki uppfyllt skilyrðið um „sérstakar aðstæður“. Þá segir Daníel að Öryrkjabandalagið telji að Tryggingastofnun beri sjálfri að hafa frumkvæði að því að endurupptaka mál en birta ekki aðeins tilkynningu á heimasíðu stofnunarinnar um að þeir geti óskað endurupptöku sem telji á sér brotið.Ber að leiðrétta eigin mistök „Ekki er hægt að ætlast til þess að öryrkjar gæti að þessum atriðum enda er um að ræða flókið lagalegt atriði sem margir átta sig ekki á,“ segir lögmaðurinn sem kveður ljóst að Tryggingastofnun hafi gert mistök við afgreiðslu fjölda mála sem lúti að greiðslum aftur í tímann. „Stofnuninni ber að leiðrétta þau mistök sjálf með því að fara yfir synjanir á slíkum beiðnum á síðustu árum.“ Alþingi Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
„Telji einhver að réttur hafi verið á sér brotinn vegna synjunar á afturvirkum greiðslum er bent á að hægt er að óska endurupptöku á málinu hjá stofnuninni,“ segir í tilkynningu frá Tryggingastofnun vegna nýs álits umboðsmanns Alþingis. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær segir umboðsmaður Alþingis að Tryggingastofnun hafi án lagastoðar sett tiltekin skilyrði fyrir örorkubótum aftur í tímann. Úrskurðarnefnd almannatrygginga hafi síðan tekið undir með Tryggingastofnun og brotið á þroskaskertri konu með því að draga í efa að fötlun hennar væri meðfædd án þess að gefa henni færi á að leggja fram frekari gögn máli sínu til stuðnings. Hún vildi fá örorkubætur tvö ár aftur í tímann eins og heimilt er samkvæmt lögum.Sigríður Lillý Magnúsdóttir, forstjóri TR.Réttmæt athugasemd en breytir ekki málinu „Ábending umboðsmanns Alþingis að orðalagið „sérstakar aðstæður“ eigi sér ekki stoð í lögunum er réttmæt. Munum við þegar bregðast við þeirri ábendingu og lagfæra texta bréfanna. Synjunin á afturvirkum greiðslum örorkulífeyris byggist enda ekki á því hvort um „sérstakar aðstæður“ sé að ræða heldur því hvort skilyrði mats á örorku séu uppfyllt,“ segir Tryggingastofnun. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Daníel Isebarn Ágústssyni, lögmanni Öryrkjabandalags Íslands, sem fór með mál konunnar til umboðsmanns, að Tryggingastofnun hefði árum saman þverskallast við endurteknum ábendingum um að verklag stofnunarinnar væri andstætt lögum. Sagðist Daníel telja hundruð öryrkja hafa verið snuðuð um bætur.Segja úrskurðarnefnd tvístígandi Tryggingastofnun segir í tilkynningu sinni að greiddar séu bætur í allt að tvö ár aftur í tímann ef réttur viðkomandi sé ótvíræður, enda hafi verið sótt um afturvirkar greiðslur. Úrskurðarnefnd almannatrygginga hafi ýmist staðfest þá framkvæmd Tryggingastofnunar að um undanþáguákvæði væri að ræða eða ekki. Fréttablaðið óskaði eftir því við Tryggingastofnun að því yrði svarað hvort stofnunin myndi nú endurupptaka önnur mál en mál fyrrgreindrar konu og þá hversu mörg mál og hversu langt aftur í tímann. Þessu hefur TR ekki svarað að öðru leyti en því sem hér kemur fram að þeir sem telji á sér brotið vegna synjunar á afturvirkum greiðslum geti óskað eftir því að mál þeirra verði tekin upp aftur. Þannig virðist TR ekki ætla að hafa frumkvæði að því að leiðrétta fyrri ákvarðanir sínar.Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalags Íslands.Öryrkjar segja Tryggingastofnun gera lítið úr áliti umboðsmanns Öryrkjabandalagið lýsir yfir „miklum vonbrigðum“ með viðbrögð Tryggingastofnunar vegna álits umboðsmanns Alþingis í máli þroskaskertu konunnar sem fjallað er um hér að ofan. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður ÖBÍ, segir viðbrögð Tryggingastofnunar ekki verða skilin með öðrum hætti en að stofnunin muni halda áfram verklagi sínu og setja viðbótarskilyrði fyrir greiðslum aftur í tímann jafnvel þótt umboðsmaður hafi komist að þeirri niðurstöðu að slíkt sé ólögmætt. Einnig segir Daníel TR gera lítið úr niðurstöðu umboðsmanns um að viðbótarskilyrði stofnunar um „sérstakar aðstæður“ eigi sér ekki stoð í lögum. Stofnunin segi nú að ekki hafi verið byggt á skilyrði um „sérstakar aðstæður“ við synjun á afturvirkum greiðslum.Rangfærslur hjá Tryggingastofnun „Það er beinlínis rangt enda kemur meðal annars fram að byggt var á því í máli konunnar sem leitaði til umboðsmanns í framangreindu máli,“ segir Daníel sem kveður ÖBÍ auk þess hafa fjölmörg dæmi um að Tryggingastofnun hafi synjað greiðslum aftur í tímann þar sem stofnunin telji ekki uppfyllt skilyrðið um „sérstakar aðstæður“. Þá segir Daníel að Öryrkjabandalagið telji að Tryggingastofnun beri sjálfri að hafa frumkvæði að því að endurupptaka mál en birta ekki aðeins tilkynningu á heimasíðu stofnunarinnar um að þeir geti óskað endurupptöku sem telji á sér brotið.Ber að leiðrétta eigin mistök „Ekki er hægt að ætlast til þess að öryrkjar gæti að þessum atriðum enda er um að ræða flókið lagalegt atriði sem margir átta sig ekki á,“ segir lögmaðurinn sem kveður ljóst að Tryggingastofnun hafi gert mistök við afgreiðslu fjölda mála sem lúti að greiðslum aftur í tímann. „Stofnuninni ber að leiðrétta þau mistök sjálf með því að fara yfir synjanir á slíkum beiðnum á síðustu árum.“
Alþingi Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira