Óeðlilegt að Gæslan þurfi að koma tvisvar 5. nóvember 2014 08:00 Forstjóri Landhelgisgæslunnar mætti ásamt fylgdarliði og svaraði öðru sinni fyrir allsherjarnefnd Alþingis spurningum um vopnamálið. Fréttablaðið/GVA Ef Norðmenn gefa Íslendingum ekki umtalaðar hríðskotabyssur sem sendar voru hingað til lands og ríkið leggur ekki fram fé til kaupa á þeim er hugsanlegt að Landhelgisgæslan greiði fyrir byssurnar með því að veita þjónustu í staðinn. Þetta kom fram í máli Georgs Lárussonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, sem mætti í gær öðru sinni fyrir allsherjarnefnd Alþingis vegna hríðskotabyssumálsins. „Það er óeðlilegt í sjálfu sér að gæslan þurfi að koma tvisvar. Af hverju lá þetta ekki bara alveg fyrir og var allt saman sagt á síðasta fundi?“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem situr í allsherjarnefnd fyrir Vinstri græna. Bjarkey kveðst hafa spurt forstjórann hvers vegna æft hafi verið með ótollafgreiddum hríðskotabyssum á Keflavíkurflugvelli og hvort það hafi gerst áður. „Hann sagði að þetta væri einangrað tilvik.“ Enn er óljóst hvort hríðskotabyssurnar eru gjöf frá Norðmönnum eins og Georg segir. „Hann nefndi að þeir hefðu hitt einhverja Norðmenn á ráðstefnu í Hörpunni um helgina og það var hvorki reikningur né gjafabréf sem þeir höfðu fram að færa,“ hefur Bjarkey eftir forstjóranum. „Hann heldur sig við að þetta hafi átt að vera gjafagjörningur. Bakki menn út úr því sé ekkert annað en að leita til ráðuneytisins með hvort það á þá að kaupa helminginn af þessu á móti ríkislögreglustjóra eða hvort það á að senda þetta til baka.“ Bjarkey segir enn ekki öll kurl komin til grafar. Þar vísar hún meðal annars í reglur um vopnaburð lögreglunnar sem meðlimir allsherjarnefndar fengu að sjá í trúnaði í gær. „Þar komu fram hlutir sem vöktu töluverðar spurningar og ekki má ræða – sem er auðvitað afar óþægilegt,“ segir Bjarkey og upplýsir að ríkislögreglustjóri hafi í gær boðið allsherjarnefnd í heimsókn í næstu viku. „Við ætlum að heimsækja ríkislögreglustjóra til að reyna að loka þessu máli.“ Að sögn Bjarkeyjar sagði Georg að útvega þyrfti vopn með einhverjum hætti. „Hann hefur viðrað það að greiða fyrir þetta með einhvers konar þjónustuskiptum. Það er algerlega órætt en það á ábyggilega að reyna að fara þá leið,“ segir Bjarkey. Þá segir Bjarkey að óskað hafi verið eftir því formlega að tekin verði saman tímalína í málinu. „Þá kemur kannski að því að við sjáum hvort fólk talar einu máli í þessu eða ekki,“ segir hún. Georg Lárusson sagði eftir fundinn hjá allsherjarnefnd í gær að byssurnar yrðu áfram innsiglaðar. „Meðan ekki er búið að leysa úr þessu eru vopnin undir innsigli og fara hvergi enda engin brýn þörf á þeim hér alveg á næstunni.“ Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Ef Norðmenn gefa Íslendingum ekki umtalaðar hríðskotabyssur sem sendar voru hingað til lands og ríkið leggur ekki fram fé til kaupa á þeim er hugsanlegt að Landhelgisgæslan greiði fyrir byssurnar með því að veita þjónustu í staðinn. Þetta kom fram í máli Georgs Lárussonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, sem mætti í gær öðru sinni fyrir allsherjarnefnd Alþingis vegna hríðskotabyssumálsins. „Það er óeðlilegt í sjálfu sér að gæslan þurfi að koma tvisvar. Af hverju lá þetta ekki bara alveg fyrir og var allt saman sagt á síðasta fundi?“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem situr í allsherjarnefnd fyrir Vinstri græna. Bjarkey kveðst hafa spurt forstjórann hvers vegna æft hafi verið með ótollafgreiddum hríðskotabyssum á Keflavíkurflugvelli og hvort það hafi gerst áður. „Hann sagði að þetta væri einangrað tilvik.“ Enn er óljóst hvort hríðskotabyssurnar eru gjöf frá Norðmönnum eins og Georg segir. „Hann nefndi að þeir hefðu hitt einhverja Norðmenn á ráðstefnu í Hörpunni um helgina og það var hvorki reikningur né gjafabréf sem þeir höfðu fram að færa,“ hefur Bjarkey eftir forstjóranum. „Hann heldur sig við að þetta hafi átt að vera gjafagjörningur. Bakki menn út úr því sé ekkert annað en að leita til ráðuneytisins með hvort það á þá að kaupa helminginn af þessu á móti ríkislögreglustjóra eða hvort það á að senda þetta til baka.“ Bjarkey segir enn ekki öll kurl komin til grafar. Þar vísar hún meðal annars í reglur um vopnaburð lögreglunnar sem meðlimir allsherjarnefndar fengu að sjá í trúnaði í gær. „Þar komu fram hlutir sem vöktu töluverðar spurningar og ekki má ræða – sem er auðvitað afar óþægilegt,“ segir Bjarkey og upplýsir að ríkislögreglustjóri hafi í gær boðið allsherjarnefnd í heimsókn í næstu viku. „Við ætlum að heimsækja ríkislögreglustjóra til að reyna að loka þessu máli.“ Að sögn Bjarkeyjar sagði Georg að útvega þyrfti vopn með einhverjum hætti. „Hann hefur viðrað það að greiða fyrir þetta með einhvers konar þjónustuskiptum. Það er algerlega órætt en það á ábyggilega að reyna að fara þá leið,“ segir Bjarkey. Þá segir Bjarkey að óskað hafi verið eftir því formlega að tekin verði saman tímalína í málinu. „Þá kemur kannski að því að við sjáum hvort fólk talar einu máli í þessu eða ekki,“ segir hún. Georg Lárusson sagði eftir fundinn hjá allsherjarnefnd í gær að byssurnar yrðu áfram innsiglaðar. „Meðan ekki er búið að leysa úr þessu eru vopnin undir innsigli og fara hvergi enda engin brýn þörf á þeim hér alveg á næstunni.“
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira