Þrír og hálfur milljarður í geðlyf á hverju ári Hrund Þórsdóttir skrifar 12. febrúar 2014 20:00 Ef litið er á lyfjaútgjöld Sjúkratrygginga Íslands eftir lyfjaflokkum síðustu þrjú ár, eins og gert er í meðfylgjandi myndskeiði, sést að útgjöld vegna tauga- og geðlyfja eru langmest, nær þrefalt meiri en í næstdýrasta flokknum. Af tæpum 28 milljörðum sem greiddir hafa verið vegna lyfjanotkunar alls, hafa tíu og hálfur farið í þennan eina flokk af fjórtán, eða 38%. Þetta þýðir að Sjúkratryggingar greiða þrjá og hálfan milljarð vegna þessara lyfja á hverju ári. Tölur yfir neyslu gefa einnig sláandi mynd, en eins og sjá má á þessu línuriti hefur notkun tauga- og geðlyfja aukist stöðugt hérlendis frá árinu 1990 og nálgast aukningin þreföldun á þessu tímabili. Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur, sem barist hefur fyrir breytingum á geðheilbrigðiskerfinu, segir helstu ástæðuna að hér sé hugræn atferlismeðferð, sem skilað hafi bestum árangri, ekki aðgengileg almenningi. „Þjónusta sálfræðinga á stofum er ekki niðurgreidd af ríkissjóði,“ segir hún. En eru lyfin sem sagt niðurgreidd? „Já, lyfin eru niðurgreidd af sjúkratryggingum sem og þjónusta sérfræðinga á stofum, það er geðlækna.“ Í nágrannalöndunum er meðferðin orðin hluti af heilbrigðis- og félagsþjónustukerfinu. Kristbjörg segir margt hægt að gera fyrir fólk áður en grípa þurfi til lyfja. „Í formi fræðslu og stuðnings, tölvumeðferða, hreyfiseðla og hópnámskeiða þar sem fólk kemur á hópnámskeið í hugrænni atferlismeðferð.“ Íslendingar eiga heimsmet í geðlyfjanotkun og er hún nær tvöfalt meiri en að meðaltali í OECD ríkjum. Kristbjörg segir raunhæft að jafna það á næstu tíu árum. „Þannig ættum við bæði að geta sparað háar fjárhæðir sem væru annars glataðir skattar, bætur og ýmiss kostnaður í heilbrigðiskerfinu og bætt heilsu og líðan landsmanna.“ Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira
Ef litið er á lyfjaútgjöld Sjúkratrygginga Íslands eftir lyfjaflokkum síðustu þrjú ár, eins og gert er í meðfylgjandi myndskeiði, sést að útgjöld vegna tauga- og geðlyfja eru langmest, nær þrefalt meiri en í næstdýrasta flokknum. Af tæpum 28 milljörðum sem greiddir hafa verið vegna lyfjanotkunar alls, hafa tíu og hálfur farið í þennan eina flokk af fjórtán, eða 38%. Þetta þýðir að Sjúkratryggingar greiða þrjá og hálfan milljarð vegna þessara lyfja á hverju ári. Tölur yfir neyslu gefa einnig sláandi mynd, en eins og sjá má á þessu línuriti hefur notkun tauga- og geðlyfja aukist stöðugt hérlendis frá árinu 1990 og nálgast aukningin þreföldun á þessu tímabili. Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur, sem barist hefur fyrir breytingum á geðheilbrigðiskerfinu, segir helstu ástæðuna að hér sé hugræn atferlismeðferð, sem skilað hafi bestum árangri, ekki aðgengileg almenningi. „Þjónusta sálfræðinga á stofum er ekki niðurgreidd af ríkissjóði,“ segir hún. En eru lyfin sem sagt niðurgreidd? „Já, lyfin eru niðurgreidd af sjúkratryggingum sem og þjónusta sérfræðinga á stofum, það er geðlækna.“ Í nágrannalöndunum er meðferðin orðin hluti af heilbrigðis- og félagsþjónustukerfinu. Kristbjörg segir margt hægt að gera fyrir fólk áður en grípa þurfi til lyfja. „Í formi fræðslu og stuðnings, tölvumeðferða, hreyfiseðla og hópnámskeiða þar sem fólk kemur á hópnámskeið í hugrænni atferlismeðferð.“ Íslendingar eiga heimsmet í geðlyfjanotkun og er hún nær tvöfalt meiri en að meðaltali í OECD ríkjum. Kristbjörg segir raunhæft að jafna það á næstu tíu árum. „Þannig ættum við bæði að geta sparað háar fjárhæðir sem væru annars glataðir skattar, bætur og ýmiss kostnaður í heilbrigðiskerfinu og bætt heilsu og líðan landsmanna.“
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira