Bílastyrkur til sveitarstjóra fimmfaldast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2014 11:53 Ágúst Sigurðsson. Vísir/GVA Ágúst Sigurðsson, fráfarandi rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og nýkjörinn sveitarstjóri í Rangárþingi ytra, fær greiddan bílastyrk sem svarar til aksturs 2000 kílómetra á mánuði. Um tæpa fimmfalda hækkun bílastyrks er að ráða frá því sem áður var að sögn minnihlutans í þinginu.Á öðrum fundi nýrrar hreppsnefndar í gær lagði minnihlutinn fram breytingartillögu á ráðningarsamningnum við Ágúst. „Þar sem sveitafélagið á og rekur bifreið sem sveitarstjóri hefur afnot af teljum við óeðlilegt að greiða sveitarstjóra fyrir 2000 kílómetra (um 230 þúsund krónur) á mánuði,“ segir greinargerð minnihlutans í fundargerðinni. Meðalrekstrarkostnaður við bílinn undanfarin ár hafi verið um 478 þúsund á ári en með breyttum bílastyrk upp á 2000 kílómetra akstur yrði kostnaður við akstur sveitarstjóra þingsins 2,3 milljónir króna. Um tæpa fimmföldun í kostnaði er að ræða. Þá gagnrýnir minnihlutinn breytingu er snýr að búsetu sveitarstjóra. Áður hafi verið grein í ráðningarsamningi við sveitarstjóra þar sem kveðið var á um að sveitarstjóri skuli á ráðningartímanum hafa lögheimili og fasta búsetu í Rangárþingi ytra. „Þykir fulltrúum Á-lista óeðlilegt að fella þessa grein út í ráðningarsamningi sveitarstjóra nú,“ segir í greinargerð minnihlutans. Ágúst hefur lögheimili í þinginu en búsetu utan þess. Báðar tillögur minnihlutans voru felldar með fjórum atkvæðum meirihlutans gegn þremur atkvæðum minnihlutans. Auk þess var ráðningarsamningur við fráfarandi sveitarstjóra, Drífu Hjartardóttur, framlengdur um einn mánuð eða út ágúst. Drífa verður Ágústi til halds og trausts fyrsta mánuðinn í nýju starfi. Minnihlutinn færði til bókar að með því yrðu tveir sveitarstjórar á launum þann mánuðinn. Það gæti minnihlutinn ekki samþykkt. Tengdar fréttir Vildu lækka laun bæjarstjórans í Hveragerði í milljón á mánuði Aldís Hafsteinsdóttir fær 1,1 milljón á mánuði auk fríðinda í embætti bæjarstjóra í Hveragerði. 9. júlí 2014 22:25 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ágúst Sigurðsson, fráfarandi rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og nýkjörinn sveitarstjóri í Rangárþingi ytra, fær greiddan bílastyrk sem svarar til aksturs 2000 kílómetra á mánuði. Um tæpa fimmfalda hækkun bílastyrks er að ráða frá því sem áður var að sögn minnihlutans í þinginu.Á öðrum fundi nýrrar hreppsnefndar í gær lagði minnihlutinn fram breytingartillögu á ráðningarsamningnum við Ágúst. „Þar sem sveitafélagið á og rekur bifreið sem sveitarstjóri hefur afnot af teljum við óeðlilegt að greiða sveitarstjóra fyrir 2000 kílómetra (um 230 þúsund krónur) á mánuði,“ segir greinargerð minnihlutans í fundargerðinni. Meðalrekstrarkostnaður við bílinn undanfarin ár hafi verið um 478 þúsund á ári en með breyttum bílastyrk upp á 2000 kílómetra akstur yrði kostnaður við akstur sveitarstjóra þingsins 2,3 milljónir króna. Um tæpa fimmföldun í kostnaði er að ræða. Þá gagnrýnir minnihlutinn breytingu er snýr að búsetu sveitarstjóra. Áður hafi verið grein í ráðningarsamningi við sveitarstjóra þar sem kveðið var á um að sveitarstjóri skuli á ráðningartímanum hafa lögheimili og fasta búsetu í Rangárþingi ytra. „Þykir fulltrúum Á-lista óeðlilegt að fella þessa grein út í ráðningarsamningi sveitarstjóra nú,“ segir í greinargerð minnihlutans. Ágúst hefur lögheimili í þinginu en búsetu utan þess. Báðar tillögur minnihlutans voru felldar með fjórum atkvæðum meirihlutans gegn þremur atkvæðum minnihlutans. Auk þess var ráðningarsamningur við fráfarandi sveitarstjóra, Drífu Hjartardóttur, framlengdur um einn mánuð eða út ágúst. Drífa verður Ágústi til halds og trausts fyrsta mánuðinn í nýju starfi. Minnihlutinn færði til bókar að með því yrðu tveir sveitarstjórar á launum þann mánuðinn. Það gæti minnihlutinn ekki samþykkt.
Tengdar fréttir Vildu lækka laun bæjarstjórans í Hveragerði í milljón á mánuði Aldís Hafsteinsdóttir fær 1,1 milljón á mánuði auk fríðinda í embætti bæjarstjóra í Hveragerði. 9. júlí 2014 22:25 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Vildu lækka laun bæjarstjórans í Hveragerði í milljón á mánuði Aldís Hafsteinsdóttir fær 1,1 milljón á mánuði auk fríðinda í embætti bæjarstjóra í Hveragerði. 9. júlí 2014 22:25