Michel Platini, forseti UEFA, er einn af þeim sem vildi að HM 2022 færi fram í Katar en hann er líka einn af þeim sem segir að keppnin verði að fara fram um vetur til að losna við sumarhitann í Katar.
Michel Platini hefur nú komið fram með nýja hugmynd til að létta á leikjaálaginu í evrópsku deildunum sem myndi fylgja því að Heimsmeistarakeppnin færi fram um vetur eða á miðju tímabili í Evrópu.
„Það verður aldrei hægt að halda HM í Katar í apríl, maí eða júní. Keppnin verður að fara fram um vetur," sagði Michel Platini í viðtali við BBC.
Platini leggur því til að færa til Meistaradeildina þetta tímabil þannig að undanúrslitin og úrslitaleikirnir fari fram í júnímánuði í stað apríl og maí.
Þrátt fyrir að fullyrða það í dag að það sé ekki hægt að spila á HM í sumarhitanum í Katar þá var Platini einn af þeim sem gaf Katar atkvæði sitt.
„Ég hef alltaf vonast til þess að keppnin færi fram um vetur. Það kusu margir Katar, ekki bara ég, og þar hafði mikið að segja að arabísku þjóðirnar voru búnir að tapa sjö sinnum áður. Það var kominn tími til að Arabíuheimurinn fengi að halda HM," sagði Platini.
Platini vill sjá Meistaradeildarleiki í júní 2022
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn


„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

„Kemur væntanlega risastórt tómarúm“
Körfubolti
