Stærsta flugvél sem lent hefur í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2014 10:12 Vélin lenti um klukkan 22:45 í gærkvöldi og fer af landi brott síðar í dag. Mynd/Karl Georg Karlsson Flugvél bandaríska flughersins lenti á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi, en vélin er sú stærsta sem lendir á vellinum. Jón Karl Einarsson, starfsmaður Flugþjónustunnar á Reykjavíkurflugvelli, segir í samtali við Vísi að vélin sé af gerðinni Boeing C17 Globemaster og hafi lent á Íslandi til að taka eldsneyti. Jón Karl segir vélina upphaflega hafa átt að lenda í Keflavík. „Skyggnið var hins vegar of slæmt í Keflavík. Það var lág skýjahæð og vélin gat ekki lent.“ Því hafi verið ákveðið að lenda á Reykjavíkurflugvelli sem er varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. Vélin lenti um klukkan 22:45 í gærkvöldi og fer af landi brott síðar í dag. Vélin kom frá herstöð flughersins í Þýskalandi, en er á leið til Anchorage í Alaska. Aðspurður hvort þetta sé stærsta vél sem lent hafi á Reykjavíkurflugvelli segir Jón Karl svo sennilegast vera. „Það eru líklegast Boeing 757 vélar Icelandair sem áður voru þær stærstu til að lenda á Reykjavíkurflugvelli.“ Jón Karl segir engan farm vera um borð í vélinni. „Engin vopn, engar sprengjur, ekki neitt. Hún er alveg tóm.“ Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, segir flugvélar af þessari gerð bæði hafa lent í Vestmannaeyjum þegar háhyrningurinn Keikó var fluttur til landsins, en einnig á Akureyri. Lengd C17-vélarinnar er 53 metrar, vænghaf 51,75 metrar og stélhæð 16,8 metrar. Tóm er vélin um 128 tonn en hámarksþyngd við flugtak rúm 265 tonn.Vélin átti upphaflega að lenda á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi.Mynd/Karl Georg KarlssonVélin er af gerðinni Boeing C17 Globemaster.Mynd/Karl Georg KarlssonVélin fer af landi brott síðar í dag.Mynd/Karl Georg Karlsson. Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
Flugvél bandaríska flughersins lenti á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi, en vélin er sú stærsta sem lendir á vellinum. Jón Karl Einarsson, starfsmaður Flugþjónustunnar á Reykjavíkurflugvelli, segir í samtali við Vísi að vélin sé af gerðinni Boeing C17 Globemaster og hafi lent á Íslandi til að taka eldsneyti. Jón Karl segir vélina upphaflega hafa átt að lenda í Keflavík. „Skyggnið var hins vegar of slæmt í Keflavík. Það var lág skýjahæð og vélin gat ekki lent.“ Því hafi verið ákveðið að lenda á Reykjavíkurflugvelli sem er varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. Vélin lenti um klukkan 22:45 í gærkvöldi og fer af landi brott síðar í dag. Vélin kom frá herstöð flughersins í Þýskalandi, en er á leið til Anchorage í Alaska. Aðspurður hvort þetta sé stærsta vél sem lent hafi á Reykjavíkurflugvelli segir Jón Karl svo sennilegast vera. „Það eru líklegast Boeing 757 vélar Icelandair sem áður voru þær stærstu til að lenda á Reykjavíkurflugvelli.“ Jón Karl segir engan farm vera um borð í vélinni. „Engin vopn, engar sprengjur, ekki neitt. Hún er alveg tóm.“ Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, segir flugvélar af þessari gerð bæði hafa lent í Vestmannaeyjum þegar háhyrningurinn Keikó var fluttur til landsins, en einnig á Akureyri. Lengd C17-vélarinnar er 53 metrar, vænghaf 51,75 metrar og stélhæð 16,8 metrar. Tóm er vélin um 128 tonn en hámarksþyngd við flugtak rúm 265 tonn.Vélin átti upphaflega að lenda á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi.Mynd/Karl Georg KarlssonVélin er af gerðinni Boeing C17 Globemaster.Mynd/Karl Georg KarlssonVélin fer af landi brott síðar í dag.Mynd/Karl Georg Karlsson.
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira