Karim Benzema og Cristiano Ronaldo skoruðu mörk Real Madrid sem vann 2-0 heimasigur á nýliðum Cordoba í 1. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.
Cordoba var að spila sinn fyrsta leik í efstu deild í 43 tímabil og áttu nýliðarnir að flestra mati ekki von á góðu á Bernabeu í kvöld.
Fremstu sex hjá Real Madrid í kvöld voru þeir James Rodríguez, Toni Kroos, Luka Modric, Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og svo Karim Benzema.
Karim Benzema skoraði fyrra markið á 30. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá Toni Kroos. Cordoba fékk frábært færi til að jafna rétt fyrir hálfleik en tókst ekki að jafna metin.
Cristiano Ronaldo skoraði seinna markið á 90. mínútu með þrumuskoti fyrir utan vítateig. Ronaldo var búinn að reyna mikið og skoraði rétt áður en það mark var réttilega dæmt af vegna rangstöðu.
Benzema og Ronaldo skoruðu í sigri Real
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Þessir þurfa að heilla Amorim
Enski boltinn

„Lélegasti leikurinn okkar í sumar“
Íslenski boltinn


Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson
Enski boltinn

Ísland mátti þola stórt tap
Körfubolti

Stórt tap á Ítalíu
Körfubolti
