Einföld aðgerð að afturkalla undanþágu MS nú þegar Hjörtur Hjartarson skrifar 25. september 2014 19:45 Formaður atvinnuveganefndar segir það ábyrgðarleysi ef einkaleyfi Mjólkursamsölunnar verður eitt tekið út úr búvörusamningum. Heildstæð endurskoðun verði að eiga sér stað. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að drepa málinu á dreif og ekkert sé því til fyrirstöðu að afnema undanþágu fyrirtækisins nú þegar. Eins og kunnugt er var hefur samkeppniseftirlitið úrskurðað að sekta Mjólkursamsöluna um 370 milljónir króna fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Atvinnuveganefnd fundaði um málefni Mjólkursamsölunnar í morgun. „Við fengum gesti til okkar, þá Ólaf Magnússon og síðan fulltrúa frá Mjólkursamsölunni. Þetta var mjög upplýsandi fundur,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um endurskoðun landbúnaðarkerfisins og búvörusamningnum þar af leiðandi líka. Vel komi til greina að fella undanþáguákvæðið úr gildi. „Og ég á von á því að landbúnaðarráðherra setji í gang þá vinnu sem allra fyrst og við munum þá sjá þess stað í frumvarpi, kannski ekki í vetur en þá fyrir haustið 2015.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar vildi afnema einkaleyfi Mjólkursamsölunnar fyrir þremur árum en tillaga hans þess efnis var felld. Hann hyggst leggja hana fram að nýju í þar næstu viku. „Það er einföld aðgerð að taka einn þátt út úr þessu og ákveðið ábyrgðarleysi af þinginu ef það vill nálgast málið með þeim hætti að taka bara einkaleyfisþáttinn út úr þessu. Við þurfum að skoða heildarmyndina," segir Jón.Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndarHelgi Hjörvar er þessu ekki sammála. „Hér er bara verið að drepa málinu á dreif. Það er sáraeinfalt að afnema undanþáguna. Hún var veitt með frumvarpi sem var bara tvær greinar og keyrt í gegnum þingið af stjórnarflokkunum, 2004 á litlum tveimur vikum í gegnum þrjár umræður. Þeim fannst einfalt að veita undanþágunu og það er alveg jafn einfalt að afturkalla hana,“ segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Helgi trúir því að tillaga hans fái góðan hljómgrunn að þessu sinni. „Ég treysti að menn sjái það núna hversu óheilbrigt það er að veita mönnum undanþágu frá samkeppnislögum og að við munum fá stuðning úr helst öllum þingflokkum við það að breyta þessu aftur,“ segir Helgi. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar segir það ábyrgðarleysi ef einkaleyfi Mjólkursamsölunnar verður eitt tekið út úr búvörusamningum. Heildstæð endurskoðun verði að eiga sér stað. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að drepa málinu á dreif og ekkert sé því til fyrirstöðu að afnema undanþágu fyrirtækisins nú þegar. Eins og kunnugt er var hefur samkeppniseftirlitið úrskurðað að sekta Mjólkursamsöluna um 370 milljónir króna fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Atvinnuveganefnd fundaði um málefni Mjólkursamsölunnar í morgun. „Við fengum gesti til okkar, þá Ólaf Magnússon og síðan fulltrúa frá Mjólkursamsölunni. Þetta var mjög upplýsandi fundur,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um endurskoðun landbúnaðarkerfisins og búvörusamningnum þar af leiðandi líka. Vel komi til greina að fella undanþáguákvæðið úr gildi. „Og ég á von á því að landbúnaðarráðherra setji í gang þá vinnu sem allra fyrst og við munum þá sjá þess stað í frumvarpi, kannski ekki í vetur en þá fyrir haustið 2015.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar vildi afnema einkaleyfi Mjólkursamsölunnar fyrir þremur árum en tillaga hans þess efnis var felld. Hann hyggst leggja hana fram að nýju í þar næstu viku. „Það er einföld aðgerð að taka einn þátt út úr þessu og ákveðið ábyrgðarleysi af þinginu ef það vill nálgast málið með þeim hætti að taka bara einkaleyfisþáttinn út úr þessu. Við þurfum að skoða heildarmyndina," segir Jón.Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndarHelgi Hjörvar er þessu ekki sammála. „Hér er bara verið að drepa málinu á dreif. Það er sáraeinfalt að afnema undanþáguna. Hún var veitt með frumvarpi sem var bara tvær greinar og keyrt í gegnum þingið af stjórnarflokkunum, 2004 á litlum tveimur vikum í gegnum þrjár umræður. Þeim fannst einfalt að veita undanþágunu og það er alveg jafn einfalt að afturkalla hana,“ segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Helgi trúir því að tillaga hans fái góðan hljómgrunn að þessu sinni. „Ég treysti að menn sjái það núna hversu óheilbrigt það er að veita mönnum undanþágu frá samkeppnislögum og að við munum fá stuðning úr helst öllum þingflokkum við það að breyta þessu aftur,“ segir Helgi.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira