Við inngöngu í Evrópusambandið hafa ríki sem glímt hafa við háa verðbólgu náð tökum á henni. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður við Evrópusambandið.
Þegar fjallað er um verðbólgu hér á landi og hvort hún muni lækka gangi Ísland í Evrópusambandið kemur þetta fram:
„Þegar litið er til Íslands er ljóst að á undanförnum árum hefur verðbólga verið hærri hér á landi en innan Evrópusambandsins. Flestar verðbólguspár benda til að svo verði áfram. Varasamt er að draga þá ályktun að innganga í Evrópusambandið ein og sér myndi lækka verðbólgu á Íslandi strax við inngöngu. Reynsla annarra þjóða gefur til kynna að þótt verðbólga geti haldist há í einhvern tíma eftir inngöngu færist hún nær verðbólgu annarra aðildaríkja með tíð og tíma.“
Lækkandi verðbólga í Evrópusambandinu
Útlit er fyrir að jafnvægi á verðbólgu í sambandinu aukist því „[f]lestar spár benda til að mismunur í verðbólgu hinna ýmsu aðildarríkja muni fara minnkandi með tímanum.“ Þetta kemur fram í niðurstöðukafla skýrslunnar.
Allar helstu stofnanir spá lækkandi verðbólgu innan Evrópusambandsins. Verðbólgan Í Evrópusambandinu verður talsvert lægri en í Bandaríkjunum, ef marka má spár þessara sömu stofnana. Þar segir „að verðbólga þar í landi verði hærri en í Evrópusambandinu og muni raunar fara hækkandi á næstu þremur árum.“
Verðbólga lækkar við inngöngu í ESB
