Oddvitaáskorunin - Nýir tímar kalla á nýtt fólk 30. maí 2014 00:01 Guðrún ásamt meðframbjóðendum sínum í Garðabæ. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðrún Elín Herbertsdóttir er oddviti Bjartrar framtíðar í Garðabæ.„Ég er fædd og alin upp á Álftanesi. Ég gékk í Álftanessskóla, Garðaskóla og Fjölbraut í Garðabæ.Þegar ég var tvítug keypti ég mína fyrstu íbúð í Kópavogi og flutti að heiman. Eftir stutta dvöl í Kópavogi flutti ég í Grafarvoginn en þá fannst mér ég líklega hafa séð nóg af heiminum og ákvað að flytja aftur á nesið eftir 5 ára fjarveru, enda líður mér mjög vel þar.Já og nú er ég orðin Garðbæingur á Álftanesi.Ég er með B.S. próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hef unnið síðastliðin 10 ár í Seðlabanka Íslands. Fyrir þann tíma var starfsferill minn ansi fjölbreyttur en ég hef verið bensíndælingur, innkaupastjóri og hvíslari í leikhúsi svo eitthvað sé nefnt.Ég hef verið mjög virk í félagsstarfi í gegnum árin en aldrei tekið þátt í pólitík. Ég hef þó alltaf haft sterkar skoðanir og fylgst vel með. Í háskólanámi mínu þá tók ég t.d. alla þá kúrsa sem til voru um alþjóðatengsl og Evrópusambandið. Ég vil kynna mér hlutina svo ég geti tekið upplýstar ákvarðanir. Mér finnst of mikið vera um hagsmunapólitík á Íslandi. Ég get vel skilið fólk sem hefur engan áhuga á pólitík af því þetta hljóti að vera endalaust þras og leiðindi. En ég trúi því að það þurfi nýjan hugsunarhátt og nýtt fólk til að koma af stað breytingum til góðs. Ég er frjálslynd og vil meiri heiðarleika, heilindi og hugrekki í íslensk stjórnmál. Björt framtíð á því vel við mig og ég er þakklát að fá tækifæri til að taka þátt í því að bæta samfélagið okkar.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Svo ótrúlega margir, erfitt að velja einn. Snæfellsnes heillar mig mikið og mér þykir mjög vænt um fjöruna á Álftanesinu. Hundar eða kettir?Hef aldrei átt hund en er mjög hrifin af öllum dýrum. 10 ára gamla kisan mín sefur upp í. Hver er stærsta stundin í lífinu?Að fæðast, verst ég man ekki eftir því. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Hakk og spaghetti a la pabbi. Hvernig bíl ekur þú?´99 árgerð af Corollu, besta fjárfestingin mín. Besta minningin?Skemmtilegar samverustundir með ömmu og frænda á Seltjarnarnesinu. Ég sakna þeirra óendanlega mikið. Það var spilað og teflt, við fórum niður í fjöru, út í Gróttu, tókum strætó nr. 3 á Hlemm og skoðuðum náttúrufræðisafnið. Svo las amma úr gömlum ævintýrum fyrir mig á kvöldin. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Já, fyrir umferðalagabrot þegar ég var unglingur. Hverju sérðu mest eftir?Engu, ég er akkúrat hér í dag út af öllu því sem gerst hefur. Draumaferðalagið?Ókeypis heimsreisa. Hefur þú migið í saltan sjó?Ekki á launum. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Mörgum fannst það skrítið þegar ég horfði sem krakki á Stöð 2 , ruglaða, og skildi allt mjög vel því ég gat lesið textann. Hefur þú viðurkennt mistök?Já svo sannarlega, það er nauðsynlegt til að ná þroska í lífinu. Hverju ertu stoltust af?Ég er stoltust af barnaskurðlækninum Guðmundi Bjarnasyni. Ég fæddist með klofinn hrygg en fyrir minn tíma þýddi það að þú fórst í hjólastól með stómapoka. Guðmundur var nýkomin úr námi í Svíþjóð og barðist fyrir því að gera á mér nýmælis aðgerð til að bjarga allri mænunni. Ég er endalaust stolt af honum og þakklát.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25 Oddvitaáskorunin - Hitti næstum því Russell Crowe Ingvar Arnarson er einn af oddvitum lista FÓLKSINS- í bænum í Garðabæ. 23. maí 2014 11:46 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðrún Elín Herbertsdóttir er oddviti Bjartrar framtíðar í Garðabæ.„Ég er fædd og alin upp á Álftanesi. Ég gékk í Álftanessskóla, Garðaskóla og Fjölbraut í Garðabæ.Þegar ég var tvítug keypti ég mína fyrstu íbúð í Kópavogi og flutti að heiman. Eftir stutta dvöl í Kópavogi flutti ég í Grafarvoginn en þá fannst mér ég líklega hafa séð nóg af heiminum og ákvað að flytja aftur á nesið eftir 5 ára fjarveru, enda líður mér mjög vel þar.Já og nú er ég orðin Garðbæingur á Álftanesi.Ég er með B.S. próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hef unnið síðastliðin 10 ár í Seðlabanka Íslands. Fyrir þann tíma var starfsferill minn ansi fjölbreyttur en ég hef verið bensíndælingur, innkaupastjóri og hvíslari í leikhúsi svo eitthvað sé nefnt.Ég hef verið mjög virk í félagsstarfi í gegnum árin en aldrei tekið þátt í pólitík. Ég hef þó alltaf haft sterkar skoðanir og fylgst vel með. Í háskólanámi mínu þá tók ég t.d. alla þá kúrsa sem til voru um alþjóðatengsl og Evrópusambandið. Ég vil kynna mér hlutina svo ég geti tekið upplýstar ákvarðanir. Mér finnst of mikið vera um hagsmunapólitík á Íslandi. Ég get vel skilið fólk sem hefur engan áhuga á pólitík af því þetta hljóti að vera endalaust þras og leiðindi. En ég trúi því að það þurfi nýjan hugsunarhátt og nýtt fólk til að koma af stað breytingum til góðs. Ég er frjálslynd og vil meiri heiðarleika, heilindi og hugrekki í íslensk stjórnmál. Björt framtíð á því vel við mig og ég er þakklát að fá tækifæri til að taka þátt í því að bæta samfélagið okkar.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Svo ótrúlega margir, erfitt að velja einn. Snæfellsnes heillar mig mikið og mér þykir mjög vænt um fjöruna á Álftanesinu. Hundar eða kettir?Hef aldrei átt hund en er mjög hrifin af öllum dýrum. 10 ára gamla kisan mín sefur upp í. Hver er stærsta stundin í lífinu?Að fæðast, verst ég man ekki eftir því. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Hakk og spaghetti a la pabbi. Hvernig bíl ekur þú?´99 árgerð af Corollu, besta fjárfestingin mín. Besta minningin?Skemmtilegar samverustundir með ömmu og frænda á Seltjarnarnesinu. Ég sakna þeirra óendanlega mikið. Það var spilað og teflt, við fórum niður í fjöru, út í Gróttu, tókum strætó nr. 3 á Hlemm og skoðuðum náttúrufræðisafnið. Svo las amma úr gömlum ævintýrum fyrir mig á kvöldin. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Já, fyrir umferðalagabrot þegar ég var unglingur. Hverju sérðu mest eftir?Engu, ég er akkúrat hér í dag út af öllu því sem gerst hefur. Draumaferðalagið?Ókeypis heimsreisa. Hefur þú migið í saltan sjó?Ekki á launum. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Mörgum fannst það skrítið þegar ég horfði sem krakki á Stöð 2 , ruglaða, og skildi allt mjög vel því ég gat lesið textann. Hefur þú viðurkennt mistök?Já svo sannarlega, það er nauðsynlegt til að ná þroska í lífinu. Hverju ertu stoltust af?Ég er stoltust af barnaskurðlækninum Guðmundi Bjarnasyni. Ég fæddist með klofinn hrygg en fyrir minn tíma þýddi það að þú fórst í hjólastól með stómapoka. Guðmundur var nýkomin úr námi í Svíþjóð og barðist fyrir því að gera á mér nýmælis aðgerð til að bjarga allri mænunni. Ég er endalaust stolt af honum og þakklát.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25 Oddvitaáskorunin - Hitti næstum því Russell Crowe Ingvar Arnarson er einn af oddvitum lista FÓLKSINS- í bænum í Garðabæ. 23. maí 2014 11:46 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25
Oddvitaáskorunin - Hitti næstum því Russell Crowe Ingvar Arnarson er einn af oddvitum lista FÓLKSINS- í bænum í Garðabæ. 23. maí 2014 11:46