Sveinbjörg Birna: „Ég lít á mig sem Reykvíking“ Bjarki Ármannsson skrifar 30. maí 2014 20:01 Sveinbjörg segir það kröfu Reykvíkinga að málefnaleg umræða skapist í tengslum við kosningarnar. Vísir/Valli Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, segist undanfarin misseri hafa búið til skiptis í íbúð unnusta síns í Fossvoginum og íbúð í Furugrund í Kópavogi. Hún segist líta sig sem Reykvíking þó hún hafi þegið afnot af íbúðinni í Kópavogi fram á sumar eftir að hún missti húsnæði sitt í Bólstaðarhlíð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi frá sér í kvöld. Vísir greindi frá því fyrr í dag að það væri til athugunar hjá Þjóðskrá hvort Sveinbjörg skyldi áfram skráð með lögheimili í Reykjavík. Tilkynningin í heild sinni er birt hér:Vegna umfjöllunar vefmiðla um lögheimilisskráningu mína vil ég taka eftirfarandi staðreyndir fram:1. Frá árinu 2011 hef ég búið ásamt börnum mínum í leiguíbúð í Bólstaðahlíð í Reykjavík og lögheimili okkar verið skráð þar. Í desember árið 2013 var eigandi þeirrar íbúðar úrskurðaður gjaldþrota og ljóst að við myndum missa húsnæðið.2. Í febrúar 2014 buðust mér afnot af íbúð í Furugrund í Kópavogi fram á sumar, sem ég þáði vegna yfirvofandi húsnæðiseklu. Ég hef þó jafnframt haldið heimili í Bólstaðahlíð allt til þessa dags, þar sem ég hef enn afnot af þeirri íbúð og ólögráða dóttir mín býr þar meira og minna. Þá hef ég undanfarin misseri búið næstum aðra hverja viku í íbúð unnusta míns í Fossvoginum í Reykjavík, en frá 26. apríl hef ég alfarið búið í Fossvoginum.Vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á heimilishögum mínum undanfarnar vikur og heimilishaldi í Fossvogi óskaði ég nýverið eftir því við Þjóðskrá að lögheimili mitt yrði skráð á viðkomandi heimilisfang í Fossvogi í stað Bólstaðahlíðar.Í viðtölum sem birtust á vefmiðlum 30. apríl sl. kom fram að ég byggi í Kópavogi. Þau viðtöl voru tekin örfáum dögum eftir heimkomu úr fjögurra vikna ferðalagi og endurspegluðu hvernig búsetu minni var háttað síðustu vikurnar fyrir brottför, enda um viðkvæmt mál að ræða hjá allri fjölskyldunni, börnum og stjúpbörnum og því fólki sem mér tengist. Í greinargerð til yfirkjörstjórnar fór ég ítarlega yfir öll þessi atriði og lagði fram ýmis gögn til staðfestingar, m.a. vottorð nágranna um búsetu mína í Reykjavík. Ég hef nú einnig látið Þjóðskrá þessi gögn í té.Framboð mitt til borgarstjórnar Reykjavíkur endurspeglar áform mín um að búa áfram í Reykjavík, enda lít ég á mig sem Reykvíking og rætur mínar liggja þar.Það hlýtur að vera krafa Reykvíkinga að málefnaleg og heiðarleg umræða um verkefni borgarinnar skapist í tengslum við þessar kosningar. Umræða um íbúðaskort og húsnæðiseklu, umræða um áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni, stöðu leik- og grunnskóla , nemenda og kennara, án þess að persónuleg og erfið staða mín í húsnæðismálum verði gerð að skotspóni. Virðingarfyllst,Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Refsingar leigubílstjórans og vinar hans þyngdar Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, segist undanfarin misseri hafa búið til skiptis í íbúð unnusta síns í Fossvoginum og íbúð í Furugrund í Kópavogi. Hún segist líta sig sem Reykvíking þó hún hafi þegið afnot af íbúðinni í Kópavogi fram á sumar eftir að hún missti húsnæði sitt í Bólstaðarhlíð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi frá sér í kvöld. Vísir greindi frá því fyrr í dag að það væri til athugunar hjá Þjóðskrá hvort Sveinbjörg skyldi áfram skráð með lögheimili í Reykjavík. Tilkynningin í heild sinni er birt hér:Vegna umfjöllunar vefmiðla um lögheimilisskráningu mína vil ég taka eftirfarandi staðreyndir fram:1. Frá árinu 2011 hef ég búið ásamt börnum mínum í leiguíbúð í Bólstaðahlíð í Reykjavík og lögheimili okkar verið skráð þar. Í desember árið 2013 var eigandi þeirrar íbúðar úrskurðaður gjaldþrota og ljóst að við myndum missa húsnæðið.2. Í febrúar 2014 buðust mér afnot af íbúð í Furugrund í Kópavogi fram á sumar, sem ég þáði vegna yfirvofandi húsnæðiseklu. Ég hef þó jafnframt haldið heimili í Bólstaðahlíð allt til þessa dags, þar sem ég hef enn afnot af þeirri íbúð og ólögráða dóttir mín býr þar meira og minna. Þá hef ég undanfarin misseri búið næstum aðra hverja viku í íbúð unnusta míns í Fossvoginum í Reykjavík, en frá 26. apríl hef ég alfarið búið í Fossvoginum.Vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á heimilishögum mínum undanfarnar vikur og heimilishaldi í Fossvogi óskaði ég nýverið eftir því við Þjóðskrá að lögheimili mitt yrði skráð á viðkomandi heimilisfang í Fossvogi í stað Bólstaðahlíðar.Í viðtölum sem birtust á vefmiðlum 30. apríl sl. kom fram að ég byggi í Kópavogi. Þau viðtöl voru tekin örfáum dögum eftir heimkomu úr fjögurra vikna ferðalagi og endurspegluðu hvernig búsetu minni var háttað síðustu vikurnar fyrir brottför, enda um viðkvæmt mál að ræða hjá allri fjölskyldunni, börnum og stjúpbörnum og því fólki sem mér tengist. Í greinargerð til yfirkjörstjórnar fór ég ítarlega yfir öll þessi atriði og lagði fram ýmis gögn til staðfestingar, m.a. vottorð nágranna um búsetu mína í Reykjavík. Ég hef nú einnig látið Þjóðskrá þessi gögn í té.Framboð mitt til borgarstjórnar Reykjavíkur endurspeglar áform mín um að búa áfram í Reykjavík, enda lít ég á mig sem Reykvíking og rætur mínar liggja þar.Það hlýtur að vera krafa Reykvíkinga að málefnaleg og heiðarleg umræða um verkefni borgarinnar skapist í tengslum við þessar kosningar. Umræða um íbúðaskort og húsnæðiseklu, umræða um áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni, stöðu leik- og grunnskóla , nemenda og kennara, án þess að persónuleg og erfið staða mín í húsnæðismálum verði gerð að skotspóni. Virðingarfyllst,Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Refsingar leigubílstjórans og vinar hans þyngdar Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Sjá meira