Sveinbjörg Birna: „Ég lít á mig sem Reykvíking“ Bjarki Ármannsson skrifar 30. maí 2014 20:01 Sveinbjörg segir það kröfu Reykvíkinga að málefnaleg umræða skapist í tengslum við kosningarnar. Vísir/Valli Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, segist undanfarin misseri hafa búið til skiptis í íbúð unnusta síns í Fossvoginum og íbúð í Furugrund í Kópavogi. Hún segist líta sig sem Reykvíking þó hún hafi þegið afnot af íbúðinni í Kópavogi fram á sumar eftir að hún missti húsnæði sitt í Bólstaðarhlíð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi frá sér í kvöld. Vísir greindi frá því fyrr í dag að það væri til athugunar hjá Þjóðskrá hvort Sveinbjörg skyldi áfram skráð með lögheimili í Reykjavík. Tilkynningin í heild sinni er birt hér:Vegna umfjöllunar vefmiðla um lögheimilisskráningu mína vil ég taka eftirfarandi staðreyndir fram:1. Frá árinu 2011 hef ég búið ásamt börnum mínum í leiguíbúð í Bólstaðahlíð í Reykjavík og lögheimili okkar verið skráð þar. Í desember árið 2013 var eigandi þeirrar íbúðar úrskurðaður gjaldþrota og ljóst að við myndum missa húsnæðið.2. Í febrúar 2014 buðust mér afnot af íbúð í Furugrund í Kópavogi fram á sumar, sem ég þáði vegna yfirvofandi húsnæðiseklu. Ég hef þó jafnframt haldið heimili í Bólstaðahlíð allt til þessa dags, þar sem ég hef enn afnot af þeirri íbúð og ólögráða dóttir mín býr þar meira og minna. Þá hef ég undanfarin misseri búið næstum aðra hverja viku í íbúð unnusta míns í Fossvoginum í Reykjavík, en frá 26. apríl hef ég alfarið búið í Fossvoginum.Vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á heimilishögum mínum undanfarnar vikur og heimilishaldi í Fossvogi óskaði ég nýverið eftir því við Þjóðskrá að lögheimili mitt yrði skráð á viðkomandi heimilisfang í Fossvogi í stað Bólstaðahlíðar.Í viðtölum sem birtust á vefmiðlum 30. apríl sl. kom fram að ég byggi í Kópavogi. Þau viðtöl voru tekin örfáum dögum eftir heimkomu úr fjögurra vikna ferðalagi og endurspegluðu hvernig búsetu minni var háttað síðustu vikurnar fyrir brottför, enda um viðkvæmt mál að ræða hjá allri fjölskyldunni, börnum og stjúpbörnum og því fólki sem mér tengist. Í greinargerð til yfirkjörstjórnar fór ég ítarlega yfir öll þessi atriði og lagði fram ýmis gögn til staðfestingar, m.a. vottorð nágranna um búsetu mína í Reykjavík. Ég hef nú einnig látið Þjóðskrá þessi gögn í té.Framboð mitt til borgarstjórnar Reykjavíkur endurspeglar áform mín um að búa áfram í Reykjavík, enda lít ég á mig sem Reykvíking og rætur mínar liggja þar.Það hlýtur að vera krafa Reykvíkinga að málefnaleg og heiðarleg umræða um verkefni borgarinnar skapist í tengslum við þessar kosningar. Umræða um íbúðaskort og húsnæðiseklu, umræða um áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni, stöðu leik- og grunnskóla , nemenda og kennara, án þess að persónuleg og erfið staða mín í húsnæðismálum verði gerð að skotspóni. Virðingarfyllst,Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, segist undanfarin misseri hafa búið til skiptis í íbúð unnusta síns í Fossvoginum og íbúð í Furugrund í Kópavogi. Hún segist líta sig sem Reykvíking þó hún hafi þegið afnot af íbúðinni í Kópavogi fram á sumar eftir að hún missti húsnæði sitt í Bólstaðarhlíð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi frá sér í kvöld. Vísir greindi frá því fyrr í dag að það væri til athugunar hjá Þjóðskrá hvort Sveinbjörg skyldi áfram skráð með lögheimili í Reykjavík. Tilkynningin í heild sinni er birt hér:Vegna umfjöllunar vefmiðla um lögheimilisskráningu mína vil ég taka eftirfarandi staðreyndir fram:1. Frá árinu 2011 hef ég búið ásamt börnum mínum í leiguíbúð í Bólstaðahlíð í Reykjavík og lögheimili okkar verið skráð þar. Í desember árið 2013 var eigandi þeirrar íbúðar úrskurðaður gjaldþrota og ljóst að við myndum missa húsnæðið.2. Í febrúar 2014 buðust mér afnot af íbúð í Furugrund í Kópavogi fram á sumar, sem ég þáði vegna yfirvofandi húsnæðiseklu. Ég hef þó jafnframt haldið heimili í Bólstaðahlíð allt til þessa dags, þar sem ég hef enn afnot af þeirri íbúð og ólögráða dóttir mín býr þar meira og minna. Þá hef ég undanfarin misseri búið næstum aðra hverja viku í íbúð unnusta míns í Fossvoginum í Reykjavík, en frá 26. apríl hef ég alfarið búið í Fossvoginum.Vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á heimilishögum mínum undanfarnar vikur og heimilishaldi í Fossvogi óskaði ég nýverið eftir því við Þjóðskrá að lögheimili mitt yrði skráð á viðkomandi heimilisfang í Fossvogi í stað Bólstaðahlíðar.Í viðtölum sem birtust á vefmiðlum 30. apríl sl. kom fram að ég byggi í Kópavogi. Þau viðtöl voru tekin örfáum dögum eftir heimkomu úr fjögurra vikna ferðalagi og endurspegluðu hvernig búsetu minni var háttað síðustu vikurnar fyrir brottför, enda um viðkvæmt mál að ræða hjá allri fjölskyldunni, börnum og stjúpbörnum og því fólki sem mér tengist. Í greinargerð til yfirkjörstjórnar fór ég ítarlega yfir öll þessi atriði og lagði fram ýmis gögn til staðfestingar, m.a. vottorð nágranna um búsetu mína í Reykjavík. Ég hef nú einnig látið Þjóðskrá þessi gögn í té.Framboð mitt til borgarstjórnar Reykjavíkur endurspeglar áform mín um að búa áfram í Reykjavík, enda lít ég á mig sem Reykvíking og rætur mínar liggja þar.Það hlýtur að vera krafa Reykvíkinga að málefnaleg og heiðarleg umræða um verkefni borgarinnar skapist í tengslum við þessar kosningar. Umræða um íbúðaskort og húsnæðiseklu, umræða um áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni, stöðu leik- og grunnskóla , nemenda og kennara, án þess að persónuleg og erfið staða mín í húsnæðismálum verði gerð að skotspóni. Virðingarfyllst,Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira