Sveinbjörg Birna: „Ég lít á mig sem Reykvíking“ Bjarki Ármannsson skrifar 30. maí 2014 20:01 Sveinbjörg segir það kröfu Reykvíkinga að málefnaleg umræða skapist í tengslum við kosningarnar. Vísir/Valli Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, segist undanfarin misseri hafa búið til skiptis í íbúð unnusta síns í Fossvoginum og íbúð í Furugrund í Kópavogi. Hún segist líta sig sem Reykvíking þó hún hafi þegið afnot af íbúðinni í Kópavogi fram á sumar eftir að hún missti húsnæði sitt í Bólstaðarhlíð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi frá sér í kvöld. Vísir greindi frá því fyrr í dag að það væri til athugunar hjá Þjóðskrá hvort Sveinbjörg skyldi áfram skráð með lögheimili í Reykjavík. Tilkynningin í heild sinni er birt hér:Vegna umfjöllunar vefmiðla um lögheimilisskráningu mína vil ég taka eftirfarandi staðreyndir fram:1. Frá árinu 2011 hef ég búið ásamt börnum mínum í leiguíbúð í Bólstaðahlíð í Reykjavík og lögheimili okkar verið skráð þar. Í desember árið 2013 var eigandi þeirrar íbúðar úrskurðaður gjaldþrota og ljóst að við myndum missa húsnæðið.2. Í febrúar 2014 buðust mér afnot af íbúð í Furugrund í Kópavogi fram á sumar, sem ég þáði vegna yfirvofandi húsnæðiseklu. Ég hef þó jafnframt haldið heimili í Bólstaðahlíð allt til þessa dags, þar sem ég hef enn afnot af þeirri íbúð og ólögráða dóttir mín býr þar meira og minna. Þá hef ég undanfarin misseri búið næstum aðra hverja viku í íbúð unnusta míns í Fossvoginum í Reykjavík, en frá 26. apríl hef ég alfarið búið í Fossvoginum.Vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á heimilishögum mínum undanfarnar vikur og heimilishaldi í Fossvogi óskaði ég nýverið eftir því við Þjóðskrá að lögheimili mitt yrði skráð á viðkomandi heimilisfang í Fossvogi í stað Bólstaðahlíðar.Í viðtölum sem birtust á vefmiðlum 30. apríl sl. kom fram að ég byggi í Kópavogi. Þau viðtöl voru tekin örfáum dögum eftir heimkomu úr fjögurra vikna ferðalagi og endurspegluðu hvernig búsetu minni var háttað síðustu vikurnar fyrir brottför, enda um viðkvæmt mál að ræða hjá allri fjölskyldunni, börnum og stjúpbörnum og því fólki sem mér tengist. Í greinargerð til yfirkjörstjórnar fór ég ítarlega yfir öll þessi atriði og lagði fram ýmis gögn til staðfestingar, m.a. vottorð nágranna um búsetu mína í Reykjavík. Ég hef nú einnig látið Þjóðskrá þessi gögn í té.Framboð mitt til borgarstjórnar Reykjavíkur endurspeglar áform mín um að búa áfram í Reykjavík, enda lít ég á mig sem Reykvíking og rætur mínar liggja þar.Það hlýtur að vera krafa Reykvíkinga að málefnaleg og heiðarleg umræða um verkefni borgarinnar skapist í tengslum við þessar kosningar. Umræða um íbúðaskort og húsnæðiseklu, umræða um áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni, stöðu leik- og grunnskóla , nemenda og kennara, án þess að persónuleg og erfið staða mín í húsnæðismálum verði gerð að skotspóni. Virðingarfyllst,Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, segist undanfarin misseri hafa búið til skiptis í íbúð unnusta síns í Fossvoginum og íbúð í Furugrund í Kópavogi. Hún segist líta sig sem Reykvíking þó hún hafi þegið afnot af íbúðinni í Kópavogi fram á sumar eftir að hún missti húsnæði sitt í Bólstaðarhlíð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi frá sér í kvöld. Vísir greindi frá því fyrr í dag að það væri til athugunar hjá Þjóðskrá hvort Sveinbjörg skyldi áfram skráð með lögheimili í Reykjavík. Tilkynningin í heild sinni er birt hér:Vegna umfjöllunar vefmiðla um lögheimilisskráningu mína vil ég taka eftirfarandi staðreyndir fram:1. Frá árinu 2011 hef ég búið ásamt börnum mínum í leiguíbúð í Bólstaðahlíð í Reykjavík og lögheimili okkar verið skráð þar. Í desember árið 2013 var eigandi þeirrar íbúðar úrskurðaður gjaldþrota og ljóst að við myndum missa húsnæðið.2. Í febrúar 2014 buðust mér afnot af íbúð í Furugrund í Kópavogi fram á sumar, sem ég þáði vegna yfirvofandi húsnæðiseklu. Ég hef þó jafnframt haldið heimili í Bólstaðahlíð allt til þessa dags, þar sem ég hef enn afnot af þeirri íbúð og ólögráða dóttir mín býr þar meira og minna. Þá hef ég undanfarin misseri búið næstum aðra hverja viku í íbúð unnusta míns í Fossvoginum í Reykjavík, en frá 26. apríl hef ég alfarið búið í Fossvoginum.Vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á heimilishögum mínum undanfarnar vikur og heimilishaldi í Fossvogi óskaði ég nýverið eftir því við Þjóðskrá að lögheimili mitt yrði skráð á viðkomandi heimilisfang í Fossvogi í stað Bólstaðahlíðar.Í viðtölum sem birtust á vefmiðlum 30. apríl sl. kom fram að ég byggi í Kópavogi. Þau viðtöl voru tekin örfáum dögum eftir heimkomu úr fjögurra vikna ferðalagi og endurspegluðu hvernig búsetu minni var háttað síðustu vikurnar fyrir brottför, enda um viðkvæmt mál að ræða hjá allri fjölskyldunni, börnum og stjúpbörnum og því fólki sem mér tengist. Í greinargerð til yfirkjörstjórnar fór ég ítarlega yfir öll þessi atriði og lagði fram ýmis gögn til staðfestingar, m.a. vottorð nágranna um búsetu mína í Reykjavík. Ég hef nú einnig látið Þjóðskrá þessi gögn í té.Framboð mitt til borgarstjórnar Reykjavíkur endurspeglar áform mín um að búa áfram í Reykjavík, enda lít ég á mig sem Reykvíking og rætur mínar liggja þar.Það hlýtur að vera krafa Reykvíkinga að málefnaleg og heiðarleg umræða um verkefni borgarinnar skapist í tengslum við þessar kosningar. Umræða um íbúðaskort og húsnæðiseklu, umræða um áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni, stöðu leik- og grunnskóla , nemenda og kennara, án þess að persónuleg og erfið staða mín í húsnæðismálum verði gerð að skotspóni. Virðingarfyllst,Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira