Færð á vegum spilltist og flug lá niðri í gær Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. desember 2014 07:30 Fjöldi ökumanna lenti í klandri sökum ófærðar. vísir/stefán Óveður gekk yfir landið í gær með tilheyrandi ofankomu. Um tíma var öllum leiðum til og frá höfuðborginni lokað. Nær öllu innanlandsflugi var aflýst snemma morguns en vonast er til þess að það geti hafist á ný í dag. „Það er fyrirtækjanna að meta hvort þau lendi eður ei,“ segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, en þrjú erlend félög felldu niður flugferðir til landsins. Fólki gekk þó illa að koma sér til og frá flugvellinum þar sem Reykjanesbrautin var lokuð fram eftir degi. „Flugi til Kaupmannahafnar seinkaði mjög þar sem áhöfnin átti í erfiðleikum með að ferðast á völlinn,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hann segir að öll flug félagsins hafi farið af stað en talsvert hafi verið um tafir en þó ekkert umfram það sem viðbúið er þegar færðin er slík. Færð var slæm í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins og brugðu einhverjir á það ráð að skilja bíla sína eftir mannlausa eftir að hafa fest þá í fönninni. Tafði það snjómokstur talsvert. Á annað hundrað björgunarsveitarmenn sinntu útköllum sem flest sneru að því að aðstoða ökumenn sem lent höfðu í klandri og að aðstoða lögreglu við lokanir á vegum. Þó var eitthvað um útköll vegna fjúkandi hluta og björgunarmenn aðstoðuðu leikskólabörn í Guðríðarskóla við að komast leiðar sinnar. Veður Tengdar fréttir Strætóferðum mun seinka og jafnvel falla niður Seinkanir og niðurfellingar ferða verða óhjákvæmilegar í akstri Strætó fram eftir degi vegna veðurs og færðar, ekki verður hægt að tryggja mætingar. 16. desember 2014 11:47 Slapp með skrekkinn í bílveltu á Vesturlandsvegi Öllum aðalleiðum inn og út af höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað vegna stormsins sem geysað hefur á suðvesturhorni landsins frá því í morgun. 16. desember 2014 13:10 Ófært í efri byggðum Kópavogs Ófært er í efri byggðum Kópavogs, starfsmenn þjónustumiðstöðvar eru búnir að loka við Fífuhvammsvegi / Salaveg og Lindakirkju. 16. desember 2014 14:54 Þurftu að aðstoða hóp leikskólabarna í leikskólann Á annað hundrað björgunarmenn sinna nú ófærðaraðstoð á suðvesturhorni landsins. 16. desember 2014 13:21 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Óveður gekk yfir landið í gær með tilheyrandi ofankomu. Um tíma var öllum leiðum til og frá höfuðborginni lokað. Nær öllu innanlandsflugi var aflýst snemma morguns en vonast er til þess að það geti hafist á ný í dag. „Það er fyrirtækjanna að meta hvort þau lendi eður ei,“ segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, en þrjú erlend félög felldu niður flugferðir til landsins. Fólki gekk þó illa að koma sér til og frá flugvellinum þar sem Reykjanesbrautin var lokuð fram eftir degi. „Flugi til Kaupmannahafnar seinkaði mjög þar sem áhöfnin átti í erfiðleikum með að ferðast á völlinn,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hann segir að öll flug félagsins hafi farið af stað en talsvert hafi verið um tafir en þó ekkert umfram það sem viðbúið er þegar færðin er slík. Færð var slæm í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins og brugðu einhverjir á það ráð að skilja bíla sína eftir mannlausa eftir að hafa fest þá í fönninni. Tafði það snjómokstur talsvert. Á annað hundrað björgunarsveitarmenn sinntu útköllum sem flest sneru að því að aðstoða ökumenn sem lent höfðu í klandri og að aðstoða lögreglu við lokanir á vegum. Þó var eitthvað um útköll vegna fjúkandi hluta og björgunarmenn aðstoðuðu leikskólabörn í Guðríðarskóla við að komast leiðar sinnar.
Veður Tengdar fréttir Strætóferðum mun seinka og jafnvel falla niður Seinkanir og niðurfellingar ferða verða óhjákvæmilegar í akstri Strætó fram eftir degi vegna veðurs og færðar, ekki verður hægt að tryggja mætingar. 16. desember 2014 11:47 Slapp með skrekkinn í bílveltu á Vesturlandsvegi Öllum aðalleiðum inn og út af höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað vegna stormsins sem geysað hefur á suðvesturhorni landsins frá því í morgun. 16. desember 2014 13:10 Ófært í efri byggðum Kópavogs Ófært er í efri byggðum Kópavogs, starfsmenn þjónustumiðstöðvar eru búnir að loka við Fífuhvammsvegi / Salaveg og Lindakirkju. 16. desember 2014 14:54 Þurftu að aðstoða hóp leikskólabarna í leikskólann Á annað hundrað björgunarmenn sinna nú ófærðaraðstoð á suðvesturhorni landsins. 16. desember 2014 13:21 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Strætóferðum mun seinka og jafnvel falla niður Seinkanir og niðurfellingar ferða verða óhjákvæmilegar í akstri Strætó fram eftir degi vegna veðurs og færðar, ekki verður hægt að tryggja mætingar. 16. desember 2014 11:47
Slapp með skrekkinn í bílveltu á Vesturlandsvegi Öllum aðalleiðum inn og út af höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað vegna stormsins sem geysað hefur á suðvesturhorni landsins frá því í morgun. 16. desember 2014 13:10
Ófært í efri byggðum Kópavogs Ófært er í efri byggðum Kópavogs, starfsmenn þjónustumiðstöðvar eru búnir að loka við Fífuhvammsvegi / Salaveg og Lindakirkju. 16. desember 2014 14:54
Þurftu að aðstoða hóp leikskólabarna í leikskólann Á annað hundrað björgunarmenn sinna nú ófærðaraðstoð á suðvesturhorni landsins. 16. desember 2014 13:21