Bankasýsla ríkisins starfar áfram í hálft ár til viðbótar Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. desember 2014 07:15 Oddný G. Harðardóttir gagnrýndi meirihlutann harðlega í gær vegna málefna Bankasýslunnar. vísir/daníel Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu stjórnarmeirihlutann harðlega í gær fyrir hugmyndir um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Stofnunin var ekki á fjárlögum þegar drögin voru kynnt og var reyndar ekki bætt inn fyrr en við þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið. Samkvæmt frumvarpi sem er í smíðum í fjármálaráðuneytinu stendur til að fella Bankasýsluna undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta óásættanlegt fyrirkomulag, þegar til stendur að selja eignarhluti ríkisins á næsta ári. „Slík ráðstöfun er auk þess ekki til þess fallin að auka traust og trúverðugleika hvað varðar meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum með neinum hætti. Auk þess hefur engum starfsmanni Bankasýslunnar verið sagt upp og því óvíst hvaðan eigi að greiða laun starfsmannanna á árinu 2015,“ sagði Oddný. Hún gagnrýndi það sem hún kallaði „lausatök um meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum“. Oddný sagði að síðdegis í fyrrakvöld hefði minnihlutinn beðið um fund vegna málefna Bankasýslunnar og þurft að ganga svolítið eftir þeim fundi þegar allt útlit var fyrir að það ætti að fella stofnunina inn í fjármála- og efnahagsráðuneytið án þess að það væri til lagaumgjörð um það. „Nú liggur hér fyrir breytingartillaga þar sem gert er ráð fyrir að Bankasýslan starfi í að minnsta kosti hálft ár,“ sagði Oddný. Hún vildi vita hvað hefði gerst á fundi fjárlaganefndar síðdegis í fyrrakvöld sem varð til þess að ákveðið var að leggja áfram pening í Bankasýsluna og halda áfram með hana. Bryndís Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók undir með Oddnýju. Hún gagnrýndi að ekki hefði verið gert ráð fyrir framlagi til Bankasýslunnar á fjárlögum og sagði vinnubrögðin ekki til eftirbreytni.Vigdís Haukdsóttir, formaður fjárlaganefndar.vísir/daníelVigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði það alveg skýrt hvað hefði breytt afstöðu meirihlutans í málinu. Það hefði komið fram í máli fulltrúa fjármálaráðuneytisins. „Það var ekki komið fyrir þingið það frumvarp sem verið var að vonast eftir um niðurlagningu Bankasýslunnar. Eða það frumvarp sem breytir raunverulega hlutverki Bankasýslunnar,“ sagði Vigdís. Bankasýsla ríkisins var stofnuð með lögum árið 2009, eftir að íslenska ríkið hafði eignast hluti í stóru viðskiptabönkunum þremur og nokkrum sparisjóðum. Bankasýslan heldur utan um hluti ríkisins í Landsbankanum, Arion og Íslandsbanka. Að auki fer stofnunin með hlut ríkisins í Sparisjóði Bolungarvíkur, Sparisjóði Norðurlands, Sparisjóði Vestmannaeyja og Sparisjóði Norðfjarðar. Ljóst er að eignir Bankasýslunnar munu minnka innan fárra ára. Til stendur að selja hlut ríkisins í Landsbankanum og að auki hefur verið rætt um sölu á hlutum í Arion og Íslandsbanka. Til að hafa breytingarnar á Bankasýslunni réttar samkvæmt lögum hefði verið lögð fram tillaga um að farið yrði í vinnu við frumvörp um breytingar á Bankasýslunni, en stofnunin framlengd til 1. júní á meðan verið væri að koma þeim frumvörpum í gegnum þingið sem þyrfti. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu stjórnarmeirihlutann harðlega í gær fyrir hugmyndir um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Stofnunin var ekki á fjárlögum þegar drögin voru kynnt og var reyndar ekki bætt inn fyrr en við þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið. Samkvæmt frumvarpi sem er í smíðum í fjármálaráðuneytinu stendur til að fella Bankasýsluna undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta óásættanlegt fyrirkomulag, þegar til stendur að selja eignarhluti ríkisins á næsta ári. „Slík ráðstöfun er auk þess ekki til þess fallin að auka traust og trúverðugleika hvað varðar meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum með neinum hætti. Auk þess hefur engum starfsmanni Bankasýslunnar verið sagt upp og því óvíst hvaðan eigi að greiða laun starfsmannanna á árinu 2015,“ sagði Oddný. Hún gagnrýndi það sem hún kallaði „lausatök um meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum“. Oddný sagði að síðdegis í fyrrakvöld hefði minnihlutinn beðið um fund vegna málefna Bankasýslunnar og þurft að ganga svolítið eftir þeim fundi þegar allt útlit var fyrir að það ætti að fella stofnunina inn í fjármála- og efnahagsráðuneytið án þess að það væri til lagaumgjörð um það. „Nú liggur hér fyrir breytingartillaga þar sem gert er ráð fyrir að Bankasýslan starfi í að minnsta kosti hálft ár,“ sagði Oddný. Hún vildi vita hvað hefði gerst á fundi fjárlaganefndar síðdegis í fyrrakvöld sem varð til þess að ákveðið var að leggja áfram pening í Bankasýsluna og halda áfram með hana. Bryndís Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók undir með Oddnýju. Hún gagnrýndi að ekki hefði verið gert ráð fyrir framlagi til Bankasýslunnar á fjárlögum og sagði vinnubrögðin ekki til eftirbreytni.Vigdís Haukdsóttir, formaður fjárlaganefndar.vísir/daníelVigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði það alveg skýrt hvað hefði breytt afstöðu meirihlutans í málinu. Það hefði komið fram í máli fulltrúa fjármálaráðuneytisins. „Það var ekki komið fyrir þingið það frumvarp sem verið var að vonast eftir um niðurlagningu Bankasýslunnar. Eða það frumvarp sem breytir raunverulega hlutverki Bankasýslunnar,“ sagði Vigdís. Bankasýsla ríkisins var stofnuð með lögum árið 2009, eftir að íslenska ríkið hafði eignast hluti í stóru viðskiptabönkunum þremur og nokkrum sparisjóðum. Bankasýslan heldur utan um hluti ríkisins í Landsbankanum, Arion og Íslandsbanka. Að auki fer stofnunin með hlut ríkisins í Sparisjóði Bolungarvíkur, Sparisjóði Norðurlands, Sparisjóði Vestmannaeyja og Sparisjóði Norðfjarðar. Ljóst er að eignir Bankasýslunnar munu minnka innan fárra ára. Til stendur að selja hlut ríkisins í Landsbankanum og að auki hefur verið rætt um sölu á hlutum í Arion og Íslandsbanka. Til að hafa breytingarnar á Bankasýslunni réttar samkvæmt lögum hefði verið lögð fram tillaga um að farið yrði í vinnu við frumvörp um breytingar á Bankasýslunni, en stofnunin framlengd til 1. júní á meðan verið væri að koma þeim frumvörpum í gegnum þingið sem þyrfti.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira