Bankasýsla ríkisins starfar áfram í hálft ár til viðbótar Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. desember 2014 07:15 Oddný G. Harðardóttir gagnrýndi meirihlutann harðlega í gær vegna málefna Bankasýslunnar. vísir/daníel Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu stjórnarmeirihlutann harðlega í gær fyrir hugmyndir um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Stofnunin var ekki á fjárlögum þegar drögin voru kynnt og var reyndar ekki bætt inn fyrr en við þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið. Samkvæmt frumvarpi sem er í smíðum í fjármálaráðuneytinu stendur til að fella Bankasýsluna undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta óásættanlegt fyrirkomulag, þegar til stendur að selja eignarhluti ríkisins á næsta ári. „Slík ráðstöfun er auk þess ekki til þess fallin að auka traust og trúverðugleika hvað varðar meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum með neinum hætti. Auk þess hefur engum starfsmanni Bankasýslunnar verið sagt upp og því óvíst hvaðan eigi að greiða laun starfsmannanna á árinu 2015,“ sagði Oddný. Hún gagnrýndi það sem hún kallaði „lausatök um meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum“. Oddný sagði að síðdegis í fyrrakvöld hefði minnihlutinn beðið um fund vegna málefna Bankasýslunnar og þurft að ganga svolítið eftir þeim fundi þegar allt útlit var fyrir að það ætti að fella stofnunina inn í fjármála- og efnahagsráðuneytið án þess að það væri til lagaumgjörð um það. „Nú liggur hér fyrir breytingartillaga þar sem gert er ráð fyrir að Bankasýslan starfi í að minnsta kosti hálft ár,“ sagði Oddný. Hún vildi vita hvað hefði gerst á fundi fjárlaganefndar síðdegis í fyrrakvöld sem varð til þess að ákveðið var að leggja áfram pening í Bankasýsluna og halda áfram með hana. Bryndís Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók undir með Oddnýju. Hún gagnrýndi að ekki hefði verið gert ráð fyrir framlagi til Bankasýslunnar á fjárlögum og sagði vinnubrögðin ekki til eftirbreytni.Vigdís Haukdsóttir, formaður fjárlaganefndar.vísir/daníelVigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði það alveg skýrt hvað hefði breytt afstöðu meirihlutans í málinu. Það hefði komið fram í máli fulltrúa fjármálaráðuneytisins. „Það var ekki komið fyrir þingið það frumvarp sem verið var að vonast eftir um niðurlagningu Bankasýslunnar. Eða það frumvarp sem breytir raunverulega hlutverki Bankasýslunnar,“ sagði Vigdís. Bankasýsla ríkisins var stofnuð með lögum árið 2009, eftir að íslenska ríkið hafði eignast hluti í stóru viðskiptabönkunum þremur og nokkrum sparisjóðum. Bankasýslan heldur utan um hluti ríkisins í Landsbankanum, Arion og Íslandsbanka. Að auki fer stofnunin með hlut ríkisins í Sparisjóði Bolungarvíkur, Sparisjóði Norðurlands, Sparisjóði Vestmannaeyja og Sparisjóði Norðfjarðar. Ljóst er að eignir Bankasýslunnar munu minnka innan fárra ára. Til stendur að selja hlut ríkisins í Landsbankanum og að auki hefur verið rætt um sölu á hlutum í Arion og Íslandsbanka. Til að hafa breytingarnar á Bankasýslunni réttar samkvæmt lögum hefði verið lögð fram tillaga um að farið yrði í vinnu við frumvörp um breytingar á Bankasýslunni, en stofnunin framlengd til 1. júní á meðan verið væri að koma þeim frumvörpum í gegnum þingið sem þyrfti. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu stjórnarmeirihlutann harðlega í gær fyrir hugmyndir um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Stofnunin var ekki á fjárlögum þegar drögin voru kynnt og var reyndar ekki bætt inn fyrr en við þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið. Samkvæmt frumvarpi sem er í smíðum í fjármálaráðuneytinu stendur til að fella Bankasýsluna undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta óásættanlegt fyrirkomulag, þegar til stendur að selja eignarhluti ríkisins á næsta ári. „Slík ráðstöfun er auk þess ekki til þess fallin að auka traust og trúverðugleika hvað varðar meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum með neinum hætti. Auk þess hefur engum starfsmanni Bankasýslunnar verið sagt upp og því óvíst hvaðan eigi að greiða laun starfsmannanna á árinu 2015,“ sagði Oddný. Hún gagnrýndi það sem hún kallaði „lausatök um meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum“. Oddný sagði að síðdegis í fyrrakvöld hefði minnihlutinn beðið um fund vegna málefna Bankasýslunnar og þurft að ganga svolítið eftir þeim fundi þegar allt útlit var fyrir að það ætti að fella stofnunina inn í fjármála- og efnahagsráðuneytið án þess að það væri til lagaumgjörð um það. „Nú liggur hér fyrir breytingartillaga þar sem gert er ráð fyrir að Bankasýslan starfi í að minnsta kosti hálft ár,“ sagði Oddný. Hún vildi vita hvað hefði gerst á fundi fjárlaganefndar síðdegis í fyrrakvöld sem varð til þess að ákveðið var að leggja áfram pening í Bankasýsluna og halda áfram með hana. Bryndís Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók undir með Oddnýju. Hún gagnrýndi að ekki hefði verið gert ráð fyrir framlagi til Bankasýslunnar á fjárlögum og sagði vinnubrögðin ekki til eftirbreytni.Vigdís Haukdsóttir, formaður fjárlaganefndar.vísir/daníelVigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði það alveg skýrt hvað hefði breytt afstöðu meirihlutans í málinu. Það hefði komið fram í máli fulltrúa fjármálaráðuneytisins. „Það var ekki komið fyrir þingið það frumvarp sem verið var að vonast eftir um niðurlagningu Bankasýslunnar. Eða það frumvarp sem breytir raunverulega hlutverki Bankasýslunnar,“ sagði Vigdís. Bankasýsla ríkisins var stofnuð með lögum árið 2009, eftir að íslenska ríkið hafði eignast hluti í stóru viðskiptabönkunum þremur og nokkrum sparisjóðum. Bankasýslan heldur utan um hluti ríkisins í Landsbankanum, Arion og Íslandsbanka. Að auki fer stofnunin með hlut ríkisins í Sparisjóði Bolungarvíkur, Sparisjóði Norðurlands, Sparisjóði Vestmannaeyja og Sparisjóði Norðfjarðar. Ljóst er að eignir Bankasýslunnar munu minnka innan fárra ára. Til stendur að selja hlut ríkisins í Landsbankanum og að auki hefur verið rætt um sölu á hlutum í Arion og Íslandsbanka. Til að hafa breytingarnar á Bankasýslunni réttar samkvæmt lögum hefði verið lögð fram tillaga um að farið yrði í vinnu við frumvörp um breytingar á Bankasýslunni, en stofnunin framlengd til 1. júní á meðan verið væri að koma þeim frumvörpum í gegnum þingið sem þyrfti.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira