Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku Heimir Már Pétusson skrifar 17. desember 2014 19:39 Eigendur húsnæðis veitingastaðarins Caruso í Þingholtsstræti féllu frá útburðarkröfur á veitingamanninn í hérðasdómi í dag, eftir að hafa yfirtekið húsið í gær og meinað veitingamanninum aðgöngu að staðnum. Rekstur Caruso er hins vegar lamaður vegna yfirtökunnar. Skyndilegur endi var bundinn á veitingarekstur Caruso í þessu húsi í gær þegar eigendur húseignarinnar komu og skiptu um skrár á öllum hurðum og skelltu í lás. Málið snýst um deilu húseigenda og veitingamannsins um leigusamning á húsnæðinu. José Garcia hefur rekið veitingastaðin Caruso í húsnæðinu í fimmtán ár. Húseigandinn vill hækka leiguna sem nú er 1,5 milljónir á mánuði í 3,5 milljónir. Veitingamaðurinn José Gacia var búinn að greiða leiguna út desember þótt leigusamningurinn hafi formlega runnið út í fyrradag. „Þetta var nefnilega í samningaviðræðum og það var síðasta tillaga sem kom frá honum akkúrat á mánudaginn að hækka leiguna um ákveðna upphæð, eða um 70 til 80 prósent, eða fara út 28. febrúar,“ segir José. Fjórir menn á vegum feðganna Jóns Ragnarssonar og Valdimars Jónssonar sem eiga húsið komu hins vegar snemma í gærmorgun og eftir að ræstingarkona hleypti þeim inn skiptu mennirnir um lása og hafa ekki hleypt José og starfsfólki hans inn síðan. Jósé segist eiga mikil verðmæti inni á staðnum. „Sem hann situr inn með og hann þykist ætla að opna Caruso sjálfur. Hann er búinn að hringja í starfsfólk okkar, því hann er með allt inni í húsinu, meðal annars bók með símanúmerum starfsfólksins, og er að bjóða starfsfólkinu vinnu,“ segir José. Lögmaður feðganna dró útburðarbeiðni á José til baka í héraðsdómi í morgun enda búinn að yfirtaka húsið og eignir José með fjandsamlegum hætti. José hefur kært aðgerðina og hefur áhyggjur af fimmtíu starfsmönnum. „Þetta er með ólíkindum. Þetta er eins og við séum í ég veit ekki hvaða landi. Ég held það land sé ekki til í Evrópu sem menn geta hagað sér svona,“ segir José. Eitt af því sem húseigandinn hefur gert er að reisa vegg í porti á bakvið veitingastaðinn til að koma í veg fyrir að José komist þaðan bakdyramegin inn í húsið. Í yfirlýsingu frá Steinbergi Finnbogasyni lögmanni húseigendanna segir meðal annars: „Þessum aðgerðum er ætlað að setja punkt fyrir aftan margra ára deilur leigutakans og skjólstæðinga minna. Þeir telja sig vera í fullum rétti þar sem leigusamningurinn er í fyrsta lagi útrunninn og í öðru lagi eru vanefndir leigutakans á greiðslum umtalsverðar. Samningur aðilanna felur í sér að lausir munir, s.s. húsgögn, borðbúnaður og verðmæti á borð við ýmis aðföng sé eign leigusalans enda húsnæðið í upphafi leigt með öllum nauðsynlegum búnaði til veitingareksturs.“ Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Eigendur húsnæðis veitingastaðarins Caruso í Þingholtsstræti féllu frá útburðarkröfur á veitingamanninn í hérðasdómi í dag, eftir að hafa yfirtekið húsið í gær og meinað veitingamanninum aðgöngu að staðnum. Rekstur Caruso er hins vegar lamaður vegna yfirtökunnar. Skyndilegur endi var bundinn á veitingarekstur Caruso í þessu húsi í gær þegar eigendur húseignarinnar komu og skiptu um skrár á öllum hurðum og skelltu í lás. Málið snýst um deilu húseigenda og veitingamannsins um leigusamning á húsnæðinu. José Garcia hefur rekið veitingastaðin Caruso í húsnæðinu í fimmtán ár. Húseigandinn vill hækka leiguna sem nú er 1,5 milljónir á mánuði í 3,5 milljónir. Veitingamaðurinn José Gacia var búinn að greiða leiguna út desember þótt leigusamningurinn hafi formlega runnið út í fyrradag. „Þetta var nefnilega í samningaviðræðum og það var síðasta tillaga sem kom frá honum akkúrat á mánudaginn að hækka leiguna um ákveðna upphæð, eða um 70 til 80 prósent, eða fara út 28. febrúar,“ segir José. Fjórir menn á vegum feðganna Jóns Ragnarssonar og Valdimars Jónssonar sem eiga húsið komu hins vegar snemma í gærmorgun og eftir að ræstingarkona hleypti þeim inn skiptu mennirnir um lása og hafa ekki hleypt José og starfsfólki hans inn síðan. Jósé segist eiga mikil verðmæti inni á staðnum. „Sem hann situr inn með og hann þykist ætla að opna Caruso sjálfur. Hann er búinn að hringja í starfsfólk okkar, því hann er með allt inni í húsinu, meðal annars bók með símanúmerum starfsfólksins, og er að bjóða starfsfólkinu vinnu,“ segir José. Lögmaður feðganna dró útburðarbeiðni á José til baka í héraðsdómi í morgun enda búinn að yfirtaka húsið og eignir José með fjandsamlegum hætti. José hefur kært aðgerðina og hefur áhyggjur af fimmtíu starfsmönnum. „Þetta er með ólíkindum. Þetta er eins og við séum í ég veit ekki hvaða landi. Ég held það land sé ekki til í Evrópu sem menn geta hagað sér svona,“ segir José. Eitt af því sem húseigandinn hefur gert er að reisa vegg í porti á bakvið veitingastaðinn til að koma í veg fyrir að José komist þaðan bakdyramegin inn í húsið. Í yfirlýsingu frá Steinbergi Finnbogasyni lögmanni húseigendanna segir meðal annars: „Þessum aðgerðum er ætlað að setja punkt fyrir aftan margra ára deilur leigutakans og skjólstæðinga minna. Þeir telja sig vera í fullum rétti þar sem leigusamningurinn er í fyrsta lagi útrunninn og í öðru lagi eru vanefndir leigutakans á greiðslum umtalsverðar. Samningur aðilanna felur í sér að lausir munir, s.s. húsgögn, borðbúnaður og verðmæti á borð við ýmis aðföng sé eign leigusalans enda húsnæðið í upphafi leigt með öllum nauðsynlegum búnaði til veitingareksturs.“
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira