Erlent

Mannskæð hryðjuverkaárás í Kína

Hryðjuverkamenn hafa ítrekað gert árásir í Xinjang héraði.
Hryðjuverkamenn hafa ítrekað gert árásir í Xinjang héraði. Visir/AFP
Hryðjuverkamenn myrtu rúmlega þrjátíu manns á markaði í Xinjiang héraði í Kína snemma í morgun og nærri hundrað eru sárir. Árásin var gerð með þeim hætti að tveimur bílum var ekið á fullri ferð inn í mannþröng á markaði einum í héraðshöfuðborginni Urumqi.

Að því loknu köstuðu árásarmenn handsprengjum inn í þvöguna. Enginn hefur lýst ábyrgðinni á ódæðinu á hendur sér en í héraðinu berjast Úígúrar fyrir aukinni sjálfstjórn en þeir eru múslimskur minnihlutahópur í Kína.

Fjölmargar árásir hafa verið gerðar á svæðinu undanfarin misseri og í síðasta mánuði fórust þrír og tugir slösuðust í sprengjuárás á lestarstöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×