Innlent

Týnda stúlkan í Asíu fundin

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Ásta er komin í leitirnar.
Ásta er komin í leitirnar. Mynd/Skjáskot af Facebook
Stúlkan sem lýst var eftir í morgun, Ásta Jóhannsdóttir, á eyjunni Gili Trawangan á Indónesíu er komin í leitirnar.

Ásta var á ferðalagi með nokkrum vinkonum sínum en hvarf fyrir tveimur dögum síðan.

Samkvæmt heimildum Vísis er nú vitað um ferðir hennar á annarri eyju og búast vinkonur hennar við því að þær muni sameinast á morgun.

Hún mun vera heil á húfi og yfirgaf hópinn af sjálfsdáðum.

Eftir því sem Vísir kemst næst er faðir hennar á leiðinni utan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×