Erlent

„Hryðjuverkamönnunum verður refsað“

Bjarki Ármannsson skrifar
Fólksfjöldi á vettvangi í dag.
Fólksfjöldi á vettvangi í dag. Vísir/AFP
31 er látinn og rúmlega 90 slasaðir eftir röð sprenginga á götumarkaði í borginni Urumqi í Kína fyrr í dag. Öryggisráðuneyti Kínverja segir að um sé að ræða grafalvarlegt hryðjuverk og hefur forseti landsins, Xi Jinping, kallað eftir því að þeim sem standi á bak við það verði refsað.

CNN greinir frá því að tveir jeppar hafi keyrt inn á markaðinn í morgun og að sprengiefni hafi verið fleygt út um bílglugganna. Bifreiðarnar sprungu svo sjálfar. Fréttaveita kínverska ríkisins, Xinhua, segir að margir þeirra sem létu lífið í sprengingunum hafi verið eldra fólk sem verslar reglulega á markaðnum að morgni til.

Svona var um að lítast beint í kjölfar sprenginganna.Vísir/AFP
Urumqi er í héraðinu Xinjiang þar sem ófriður hefur ríkt undanfarið. Það má að mestu rekja til ágreinings milli tveggja þjóðarbrota; Han-Kínverja og Uyghur, íslamskra frumbyggja svæðisins sem tala að mestu tyrknesk mál. Fjöldi hryðjuverkaárása í landinu undanfarna mánuði er talin tengjast óánægju Uyghur-hópsins með kínversk stjórnvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×