Fótbolti

Garðar skaut ÍA á toppinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Garðar skaut ÍA á toppinn
Garðar skaut ÍA á toppinn vísir/daníel
ÍA lagði Leiknir Reykjavík 2-1 í toppslag 1. deildar karla í fótbolta í dag á Akranesi. Leiknir var 1-0 yfir hálfleik.

Sindri Björnsson kom Leikni yfir á 26. mínútu en bæði lið gátu farið að toppinn með sigri í dag.

Garðar Bergmann Gunnlaugsson jafnaði metin úr vítaspyrnu á 55. mínútu og var hann aftur á ferðinni þegar hann tryggði ÍA sigurinn þremur mínútum fyrir leikslok og ÍA komið á topp deildarinnar.

Þetta var fjórði sigur ÍA í röð í deildinni en Leiknir hefur nú leikið þrjá leiki án sigurs.

ÍA er með 15 stig líkt og Víkingur Ólafsvík en betri markamun. Leiknir er stigi á eftir aðeins fimm stigum munar á efsta liðinu og KA í 7. sæti í þessari jöfnu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×