Leikarinn sem fór úr fókus Birta Björnsdóttur skrifar 12. ágúst 2014 20:00 Á meðfylgjandi myndskeiði hljómar ein eftirminnilegasta setning leikarans Robin Williams af hvíta tjaldinu úr kvikmyndinni Good Morning Vietnam.Robin Williams fæddist í Chicago árið 1951 og var því 63 ára er hann lést. Hann lærði leiklist í Julliard-skólanum í New York og vakti fyrst athygli í sjónvarpsþættinum Mork og Mindy á áttunda áratugnum. Það væri til að æra óstöðugan að telja upp öll afrek Williams á hvíta tjaldinu á farsælum leikferli en ljóst þykir að hann þótti jafnvígur á gamanleik, í myndum á borð við Mrs. Doubtfire og sem leikarinn sem fór úr fókus í Deconstructing Harry, og dramatískari hlutverk, eins og í Dead Poets Society, Patch Adams og Good Will Hunting, en fyrir þá síðastnefndu fékk hann Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki. Þá ljáði hann Andanum í Disney-myndinni um Aladdín rödd sína eftirminnilega, en fyrir það hlaut hann ein af sex Golden Globe verðlaunum sínum á ferlinum. Williams hafði glímt við eiturlyfja og áfengisfíkn í gegnum tíðina og hafði átt við alvarlegt þunglyndi að stríða um nokkurt skeið. Williams fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu í gær og ljóst þykir að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Fjölmargir minntust Williams á samskiptamiðlum í dag, þeirra á meðal forseti Bandaríkjanna. Vinir hans minnast hæfileikaríks leikara sem skilur eftir sig spor í kvikmynda- og sjónvarpssögunni, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Golden Globes Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Á meðfylgjandi myndskeiði hljómar ein eftirminnilegasta setning leikarans Robin Williams af hvíta tjaldinu úr kvikmyndinni Good Morning Vietnam.Robin Williams fæddist í Chicago árið 1951 og var því 63 ára er hann lést. Hann lærði leiklist í Julliard-skólanum í New York og vakti fyrst athygli í sjónvarpsþættinum Mork og Mindy á áttunda áratugnum. Það væri til að æra óstöðugan að telja upp öll afrek Williams á hvíta tjaldinu á farsælum leikferli en ljóst þykir að hann þótti jafnvígur á gamanleik, í myndum á borð við Mrs. Doubtfire og sem leikarinn sem fór úr fókus í Deconstructing Harry, og dramatískari hlutverk, eins og í Dead Poets Society, Patch Adams og Good Will Hunting, en fyrir þá síðastnefndu fékk hann Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki. Þá ljáði hann Andanum í Disney-myndinni um Aladdín rödd sína eftirminnilega, en fyrir það hlaut hann ein af sex Golden Globe verðlaunum sínum á ferlinum. Williams hafði glímt við eiturlyfja og áfengisfíkn í gegnum tíðina og hafði átt við alvarlegt þunglyndi að stríða um nokkurt skeið. Williams fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu í gær og ljóst þykir að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Fjölmargir minntust Williams á samskiptamiðlum í dag, þeirra á meðal forseti Bandaríkjanna. Vinir hans minnast hæfileikaríks leikara sem skilur eftir sig spor í kvikmynda- og sjónvarpssögunni, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.
Golden Globes Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira