Afar umdeilt hvort sníkillinn hafi áhrif á hegðun fólks Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2014 22:47 Magnús Karl segir rannsóknir sem sýna fram á áhrif sníkilsins á mannfólk í besta falli umdeildar. Vísir/GETTY/DANÍEL „Þetta er afar athyglisverður sníkill og þar erum við forsætisráðherra sammála,“ segir Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands um toxoplasma-sníkilinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vakti athygli á í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Forsætisráðherra ræddi þar við þáttarstjórnendur um matvælaöryggi og varaði hann við mögulegum afleiðingum þess að aflétta verndartollum á innfluttar landbúnaðarafurðir. „Það er til að mynda til veira sem veldur því að hegðun fólks breytist. Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað það hvort að þetta kunni að vera að breyta hegðun heilu þjóðanna,“ sagði Sigmundur og átti þar við hinn svokallaða toxoplasma. Hann bætti síðar við að Íslendingar væru þó nokkuð „óhultir fyrir þessu kvikindi.“ „Í fyrsta lagi er toxoplasmi líka á Íslandi eins og á flestum öðrum stöðum í heiminum, þó svo að tíðni hans sé kannski minni hér en í sumum löndum, til að mynda Suður-Evrópu,“ segir Magnús Karl í samtali við Vísi og bætir við að sníkilinn sé afar athyglisverður. Hann geti borist í menn úr fæðu en að kattardýr séu aðalberar hans, það er sá hýsill sem sníkillinn þarf að komast í til að klára lífshlaup sitt. Rannsóknir hafa sýnt fram á að toxoplasminn geti breytt hegðun nagdýra. Til að mynda hafi hann eytt eðlislægum ótta sýktra rottna við ketti. „En hefur hann áhrif á fólk? Það er mjög umdeild skoðun, þó svo að það séu rannsóknir til staðar sem hafa gefið vísbendingar í þátt átt,“ segir Magnús. „Áhrifin eru þó afar óljós og rannsóknirnar, sem sýnt hafa fram á áhrif á mannfólk, eru í besta falli umdeildar.“ Meint áhrif af neyslu sýktra landbúnaðarafurða séu áhugaverð, en óstaðfest. „Þau benda alla vega ekki til þess að við ættum að óttast breytingar í stefnu okkar í landbúnaðarmálum,“ segir Magnús Karl Magnússon, prófessor. Tengdar fréttir Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir mikil tækifæri felast í því að viðhalda heilnæmi íslenskra landbúnaðarafurða og telur glapræði að aflétta tollum á innflutt matvæli. 14. ágúst 2014 18:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
„Þetta er afar athyglisverður sníkill og þar erum við forsætisráðherra sammála,“ segir Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands um toxoplasma-sníkilinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vakti athygli á í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Forsætisráðherra ræddi þar við þáttarstjórnendur um matvælaöryggi og varaði hann við mögulegum afleiðingum þess að aflétta verndartollum á innfluttar landbúnaðarafurðir. „Það er til að mynda til veira sem veldur því að hegðun fólks breytist. Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað það hvort að þetta kunni að vera að breyta hegðun heilu þjóðanna,“ sagði Sigmundur og átti þar við hinn svokallaða toxoplasma. Hann bætti síðar við að Íslendingar væru þó nokkuð „óhultir fyrir þessu kvikindi.“ „Í fyrsta lagi er toxoplasmi líka á Íslandi eins og á flestum öðrum stöðum í heiminum, þó svo að tíðni hans sé kannski minni hér en í sumum löndum, til að mynda Suður-Evrópu,“ segir Magnús Karl í samtali við Vísi og bætir við að sníkilinn sé afar athyglisverður. Hann geti borist í menn úr fæðu en að kattardýr séu aðalberar hans, það er sá hýsill sem sníkillinn þarf að komast í til að klára lífshlaup sitt. Rannsóknir hafa sýnt fram á að toxoplasminn geti breytt hegðun nagdýra. Til að mynda hafi hann eytt eðlislægum ótta sýktra rottna við ketti. „En hefur hann áhrif á fólk? Það er mjög umdeild skoðun, þó svo að það séu rannsóknir til staðar sem hafa gefið vísbendingar í þátt átt,“ segir Magnús. „Áhrifin eru þó afar óljós og rannsóknirnar, sem sýnt hafa fram á áhrif á mannfólk, eru í besta falli umdeildar.“ Meint áhrif af neyslu sýktra landbúnaðarafurða séu áhugaverð, en óstaðfest. „Þau benda alla vega ekki til þess að við ættum að óttast breytingar í stefnu okkar í landbúnaðarmálum,“ segir Magnús Karl Magnússon, prófessor.
Tengdar fréttir Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir mikil tækifæri felast í því að viðhalda heilnæmi íslenskra landbúnaðarafurða og telur glapræði að aflétta tollum á innflutt matvæli. 14. ágúst 2014 18:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir mikil tækifæri felast í því að viðhalda heilnæmi íslenskra landbúnaðarafurða og telur glapræði að aflétta tollum á innflutt matvæli. 14. ágúst 2014 18:30