Líðan leikmanns Snæfellsness, sem fluttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í gær, er mun betri en talið var í fyrstu. Snæfellsnes og Sindri frá Hornafirði kepptu á Hellissandi í gær og lenti tveimur leikmönnum saman undir lok leiksins.
Samkvæmt heimildum Vísis sparkaði leikmaður Sindra tvisvar sinnum, hið minnsta, í höfuð leikmanns Snæfellsness og kýldi hann á meðan hann lá á jörðinni. Þá missti hann meðvitund og læknir var kallaður til. Hann taldi áverka drengsins vera það alvarlega að best væri að flytja hann suður með þyrlunni.
Leikmaður Snæfellsness hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi.
Lögreglan á Akranesi hefur málið til rannsóknar en ekki náðist í hana.
Meiðsli drengsins minni en óttast var

Tengdar fréttir

Slagsmál brutust út á knattspyrnuleik á Snæfellsnesi
Flytja þurfti fótboltamann með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann vegna alvarlegra áverka.