„Frammistaðan var allt í lagi," sagði varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson eftir sigur Íslands á Eistlandi á Laugardagsvelli í kvöld.
„Við vorum ekki ánægðir með fyrri hálfleikinn. En við héldum hreinu, skorum mark og vinnum leikinn og ég er sáttur með það," en hvað hefði hann viljað sjá íslenska liðið gera betur í leiknum?
„Í fyrri hálfleik hefðum við getað sótt meira. Þegar við komumst í gegnum fyrstu pressuna þeirra vorum við hættulegir. Það gekk betur í seinni hálfleik þegar við spiluðum boltanum inn á miðjuna, þá vorum við hættulegri og vítið kemur upp úr því."
„Við gerðum hlutina of hægt í fyrri hálfleik. Völlurinn var ekki frábær. Ég veit ekki hvernig hann leit út utan frá, en hann er ekki góður og boltinn gekk aðeins of hægt hjá okkur,"
Íslenska liðið þarf að vera betur statt að takast á við tvo leiki á skömmum tíma að mati Hallgríms.
„Fyrri hálfleikurinn úti í Austurríki var ekki nógu góður, en seinni hálfleikurinn var góður gegn sterku liði. Við þurfum að venjast því að spila tvo leiki með stuttu millibili."
„Það verður þannig í undankeppninni og þá verður jafnvel enn styttra á milli leikja, þannig að við vorum að skoða okkar mál, hvernig við getum náð okkur vel eftir leiki og verið tilbúnir í þann næsta," sagði Húsvíkingurinn að lokum.
Hallgrímur: Þurfum að venjast leikjaálagi

Tengdar fréttir

Emil: Mögulega átt að vera einbeittari á verkefnið
Emil viðurkenndi að spilamennskan í kvöld var ekki sú besta sem sést hefur hjá landsliðinu.

Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Eistland 1-0 | Kolbeinn kom til bjargar
Ísland lagði Eistland í tilþrifalitlum og leiðinlegum leik á Laugardalsvelli í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson skoraði eina mark leiksins.

Ögmundur: Hitti beint í punginn á mér
Ögmundur Kristinsson, markvörður Íslands, var ánægður með að hafa spilað sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann sagðist hafa verið aðeins meira stressaður en hann bjóst við.

Heimir: Ísland vinnur aldrei leiki án rétta hugarfarsins
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, var ekkert alltof sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í sigrinum á Eistlandi í kvöld.